Morgunblaðið - 08.11.2022, Blaðsíða 11
FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 2022
11
Kringlan 4-12 | s. 577-7040 | www.loccitane.is
Jóladagatölin eru komin!
VIÐ erumRÆKTENDUR BREYTINGA
Isavia býður
upp á nám
í íslensku
Starfsfólk Isavia og dótturfélaga,
sem hefur annað tungumál en
íslensku að móðurmáli, getur
nú sótt íslenskunámskeið í boði
félagsins á vinnutíma. Námskeiðið
heldur Isavia í samvinnu við Mið-
stöð símenntunar á Suðurnesjum.
Einnig getur starfsfólk bókað sig í
íslenskunám utan vinnutíma í boði
Isavia, kjósi það svo.
Fyrsta námskeiðið hófst 11. októ-
ber síðastliðinn og stendur í átta
vikur. Í fyrsta námshópnum eru
þrettán einstaklingar frá fimm
þjóðlöndum. Starfsfólkið kemur
úr mismunandi deildum innan
Isavia-samstæðunnar.
Gerður Pétursdóttir, fræðslu-
stjóri hjá Isavia, segir verkefnið
hafa verið í þróun um skeið eftir að
hugmynd um svona íslenskunám
á vinnutíma kviknaði. Í haust var
svo búið að hnýta alla lausa enda
og ákveðið að fara af stað með
námskeiðin.
Gerður segir Isavia leggja
áherslu á að efla færni starfsfólks
á ýmsum sviðum. Félagið vilji gefa
öllu starfsfólki tækifæri til að vaxa í
starfi og um leið auka veg íslensk-
unnar með þessum áþreifanlega
hætti.
„Okkur finnst mikilvægt að geta
boðið upp á þessa nýjung fyrir
okkar fólk. Við teljum okkur vita
að þetta komi að góðu gagni fyrir
hópinn og vonandi samfélagið í
heild,“ segir Gerður í tilkynningu
frá Isavia.
lFrá 5 löndumá
fyrsta námskeiðinu
Ljósmynd/Isavia
Íslenska Fyrsti hópur erlendra
starfsmanna Isavia á námskeiði.
Verstu voðaverkin sem Rússar
hafa framið frá því að stríðið
hófst eiga enn eftir að koma í ljós,
að sögn Óskars Hallgrímssonar,
ljósmyndara sem búsettur er í
Kænugarði, höfuðborg Úkraínu.
Hann telur ekki ósennilegt að það
muni gerast á næstunni þar sem
gagnsókn Úkraínumanna hefur
gengið vel fyrir sig og er úkra-
ínski herinn nú að endurheimta
svæði sem Rússar náðu á sitt vald
snemma í stríðinu.
„Ég held að heimurinn eigi
eftir að taka andköf um leið og við
komum inn í Kerson og Maríupol,“
segir Óskar og vísar þá m.a. til
gervihnattamynda sem hafa leitt í
ljós fjöldagröf í grennd við síðar-
nefndu borgina þar sem áætlað er
að um 8 til 10 þúsund manns liggi.
Væri sú gröf um 20 sinnum stærri
en fjöldagröfin í Ísíum þar sem 450
lík fundust.
Óskar sem er búsettur í Úkra-
ínu er nýjasti gestur Dagmála. Í
þættinum sem birtist í morgun
segir hann frá reynslu sinni af
því að starfa sem stríðsfrétta-
ljósmyndari en hann hefur bæði
myndað í Kænugarði og ferðast á
átakasvæðum. „Við erum enn þá
að horfa á myndir sem voru teknar
í seinni heimsstyrjöldinni og við
vildum óska þess að við hefðum
fleiri myndir af því sem gerðist.
Eða í Kósóvó eða Írak. Það skiptir
ótrúlega miklu máli að við séum
með þetta skjalfest og það eflir
mig bara,“ segir Óskar sem kveðst
lÓskarHallgrímsson, ljósmyndari í Kænugarði, segir að enn eigi verstu voðaverkRússa eftir að
koma í ljóslStaðráðinn í að búa áfram íÚkraínu þrátt fyrir að erfiður vetur sé framundan þar
Mikilvægt starf að skrásetja stríðið
Morgunblaðið/Hallur
DagmálÓskar Hallgrímsson ljósmyndari segir mikilvægt að skrásetja Úkraínustríðið í máli og myndum.
DAGMÁL
Hólmfríður M. Ragnhilda
hmr@mbl.is
staðráðinn í því að búa áfram í
Kænugarði þrátt fyrir að erfiður
vetur sé fram undan og yfirvöld
séu byrjuð að skammta íbúum
rafmagn í kjölfar umfangsmikilla
árása Rússa á orkuinnviði landsins.
„Ég á heima þarna. Þetta er
heimilið mitt. Konan mín – fjöl-
skyldan hennar á heima þarna,
bestu vinir mínir eru frá Úkraínu.
Ég tek þessu persónulega. Ég verð
að halda áfram,“ bætir hann við.
Frá því að stríðið hófst hefur
Óskar lagt mikla áherslu á að
ferðast á og mynda þau svæði sem
nýlega hafa verið frelsuð undan
Rússum. Hann segir mikilvægt
að vera kominn þangað eins fljótt
og auðið er þar sem ástandið í
borgunum getur verið mjög fljótt
að breytast á skömmum tíma.
„Sem betur fer eru úkraínskir
verkfræðingar og borgarstarfs-
menn svakalega fljótir að hreinsa
upp, byggja upp og taka til en ég
vil eiga myndir af því eins og þetta
kemur frá Rússum. Það er það sem
ég er að gera.“
rd.