Morgunblaðið - 08.11.2022, Blaðsíða 10
FRÉTTIR
Innlent10
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 2022
Hamraborg 10, Kópavogi, sími 554 3200
Opið virka daga 9.30–18
laugardaga 11-14
Verið velkomin
í sjónmælingu
„Ég met framtíðarhorfur hafarnar-
stofnsins sem tiltölulega góðar,“
segir Kristinn Haukur Skarphéðins-
son, hafarnasérfræðingur hjá Nátt-
úrufræðistofnun Íslands.„Það er
samt uggur í okkur út af fuglaflens-
unni. Hún hefur greinst í haförnum
hér og sama hefur gerst annars stað-
ar. Við höfum tekið sýni úr fuglum
sem fundust dauðir í haust en það
er ekki komin niðurstaða úr þeim.
En í heildina er framtíðin björt og
hefur ekki verið bjartari í manna
minnum. Viðhorf gagnvart ernin-
um hafa gjörbreyst og lífsskilyrðin
batnað. Örninn er líka að aðlagast
umhverfinu, er orðinn spakari og
þolir betur ágang en áður.“
Varp hafarna í sumar var lé-
legt miðað við mörg undanfarin
ár. Þetta kemur fram í frétt Nátt-
úrufræðistofnunar (ni.is). Að
minnsta kosti 58 hafarnapör urpu
á liðnu sumri. Aðeins 27 þeirra komu
upp 38 ungum. Í fyrra urpu 45 pör
og komu upp 58 ungum. „Óhagstæðu
tíðarfari um vorið er án efa um að
kenna og versnaði varpárangur eftir
því sem norðar dró á landinu. Arnar-
stofninn er hins vegar í hægum en ör-
uggum vexti og eru um 92 arnaróðul
í ábúð á vestanverðu landinu, frá
Faxaflóa norður í Húnaflóa,“ segir
Náttúrufræðistofnun.
Leiðarritar skrá far fuglanna
Leiðarritar, sem skrá staðsetningu
og senda skilaboð um hana í gegn-
um GSM-kerfið, hafa verið settir á
arnarunga um allt varpsvæði haf-
arnarins frá 2019. Þetta er gert til
að varpa ljósi á búsvæðanotkun og
ferðir ungra arna. Settir voru send-
ar á 14 unga sem allir urðu fleygir
á liðnu sumri. Þrír þeirra drápust í
haust af ókunnum orsökum. Hinir
eru enn undir verndarvæng foreldra
sinna og verða fram eftir hausti og
jafnvel fram í febrúar í vetur. Þá
leggja þeir land undir fót.
Settir voru leiðarritar á 25 arnar-
unga á árunum 2019-2021. Af þeim
eru 19 lifandi og með virka leiðar-
rita. Þeir virðast allir vera við góða
heilsu. Hinir drápust af ýmsum
ástæðum, m.a. vegna fuglaflensu,
flugs á raflínu, blýeitrunar eftir að
hafa étið gæsarhræ og af drukknun.
Flestir ungu fuglarnir héldu sig
við Breiðafjörð vorið og sumarið
2022. Nokkrir voru við Faxaflóa,
fáeinir norður á Ströndum og aðrir
fóru í Húnaflóa um Laxárdalsheiði.
Einn fugl var á Fjöllum (Möðrudal –
Grímsstöðum – Búrfellsheiði) frá því
í lok apríl og fram í byrjun október,
lengst af í þekktum heiðagæsavörp-
um. Ungu fuglarnir ferðast mest um
vor (apríl-maí) og á haustin (septem-
ber-október) en eru staðbundnari á
veturna.
Ernir eru orðnir töluvert algengir
á Suðurlandi þótt þeir hafi ekki
reynt varp þar.
Ætlunin er að setja leiðarrita á að
minnsta kosti tíu arnarunga á næsta
sumri. Vöktun arnarins er unnin í
samstarfi við Náttúrustofu Vestur-
lands, Háskóla Íslands og heima-
menn. Náttúrufræðistofnun segir
að gera megi ráð fyrir því að flestir
ernirnir muni bera leiðarrita ævi-
langt. Með tímanum verður því hægt
að skrá ferðir þeirra nákvæmlega.
Varpsvæðið er að stækka
Hafernir í varphugleiðingum finn-
ast á nýjum óðulum á nær hverju ári.
Í mörgum tilvikum er um að ræða
þekkt arnaróðul sem hafa verið í
eyði jafnvel í 100 ár. Annars stað-
ar eru ernir að setjast upp þar sem
engar heimildir eru um arnarvarp
áður. Eitt nýtt óðal bættist við á
þessu ári.
Hafernir eru smám saman að færa
sig inn á Norðurlandið og eru komn-
ir við Húnaflóa. Þá voru tveir fuglar
með senda í Þingeyjarsýslum í haust
eins og sjá má á kortinu sem sýnir
ferla merktra hafarna.
lTæplega helmingur paranna kom upp unguml38 ungar í sumar samanborið við 58 unga í fyrra
lLeiðarritar skrá ferðir ungra hafarnalUm 92 óðul hafarna eru í ábúð frá Faxaflóa og norður í Húnaflóa
Hafarnarvarpið var slakt í sumar
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Ljósmynd/Kristinn Haukur Skarphéðinsson
HafernirArnarungi fagnar foreldrum sínum þegar þeir koma heim. Ný óðul hafarna finnast á nær hverju ári.
Kort/Náttúrufræðistofnun Íslands
Ferðalög hafarna Ferðir 19 ungra arna 1. september til 31. október 2022.
Ungar frá árinu 2022 eru þó ekki með enda enn á æskuóðulum.
HAFARNARSTOFNINN
Hefur fjölgað
jafnt og þétt
Talið er að íslenski hafarnar-
stofninn telji 350-400 fugla.
„Varpstofninn hefur vaxið
alveg samfellt síðustu hálfa
öldina eða svo. Óðul í ábúð eru
komin yfir 90 sem þýðir 180
fugla,” segir Kristinn Haukur
Skarphéðinsson hafarnasér-
fræðingur.
Örninn verður kynþroska 5-6
ára gamall hér á landi og fær
þá hvíta stélið sem einkennir
fullorðna fugla. Ljóst er að
geldfuglar eru töluvert margir.
Sum hafarnarpör verpa á
hverju ári en önnur sjaldnar.
Í besta falli verpa um 80%
fullorðnu fuglanna á ári og
allt niður í um 60%, að sögn
Kristins. Hafernir virðast geta
verið virkir í varpi til æviloka.
Útsöludagar - 7.-11. nóvember
Eldstæði 15%
Tröppur 20%
Einangruð yfirbreiðsla 30%
Led bakki 20%
trefjar.is
Óseyrarbraut 29, Hafnarfirði
Komdu í heimsókn!
Skoðaðu fleiri tilboð á trefjar.is
Hvar er næsta
verkstæði?
FINNA.is