Morgunblaðið - 08.11.2022, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.11.2022, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 2022 STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á www.mbl.is/mogginn/leidarar Aðskapa fordóma É g sat með góðum vinum um helgina þar sem rædd var staða fólks á flótta. Fólk vill fá réttar upplýsingar, en því miður hafa sumir valdhafar leitt umræðuna í villu og þess vegna vil ég í þessum mola gera mitt til að lýsa upp þokuna sem einkennir umræðuna. Rangar upplýsingar skapa nefnilega fordóma. Rúmlega 100 milljón manns eru á flótta í heim- inum. Það er fordæmalaus fjöldi sem einkennist ekki síst af þeim fjölda sem flúið hefur Úkraínu frá því að Rússar réðust þangað inn í febrúar 2022. Sjö milljónir hafa flúið Úkraínu sem er sambærilegur fjöldi og flúið hefur Sýrland frá upphafi átaka þar árið 2011. Frá Venesúela hafa tæplega sjö milljónir flúið frá árinu 2015. Sá fólksflótti sem brast á með hryllilegu innrásar- stríði Rússa í Úkraínu er því fordæmalaus. Langflest leita skjóls í nágrannaríkjum, svo sem Kólu- mbíu, Tyrklandi og Póllandi. Sárafáir ná til Íslands. Íslensk stjórnvöld ákváðu að veita úkraínsku flótta- fólki vernd og hafa þaðan komið tvö þúsund manns. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna skoraði á ríki að veita þeim vernd og það sama gerði stofnunin varð- andi flóttafólk frá Venesúela enda ríkir þar vargöld sem óvíst er hvenær taki enda. Þar stendur réttarríkið veikt, einnig lýðræðið og grunnstoðir landsins eru að hruni komnar. Kærunefnd útlendingamála staðfesti neyðina og eiga þessi tvö þjóðlönd rúm 80% allra umsókna um vernd hér á landi. Umsóknum fólks af öðru þjóðerni hefur ekkert fjölgað. Í umræðu um endursendingar til Grikk- lands í síðustu viku hefur borið á misskiln- ingi og sökinni skellt á Dublin-reglugerðina en hún hefur veitt stjórnvöldum skjól gegn umsóknum þeirra sem þegar hafa fundist í öðrum ríkjum Dyflinnarsamstarfsins. Sá hópur sem sendur var á götuna í Grikklandi í liðinni viku heyrir ekki undir þá reglugerð heldur hefur sá hópur þegar fengið viður- kennda stöðu flóttafólks, en ekki fengið vernd gegn ómannúðlegum og hættulegum aðstæðum á götum Grikklands. Þau dvelja ekki í flóttamannabúðum í Grikklandi sem eru eingöngu fyrir þá sem enn bíða niður- stöðu umsókna sinna. Gatan er því þeirra heimili og fæði úr ruslatunnum þeirra næring. Samtala endursendinga allra Evrópuríkja til Grikklands á fyrri helmingi ársins nær ekki 100. Hafa hjálparsamtök gagnrýnt framkvæmdina vegna þeirrar hættu sem ríkin setja fólk í og stöðvuðu bæði Þýska- land og Holland endursendingar til Grikklands. Með ákvörðun sinni um að senda fólk á götuna í Grikklandi, þar á meðal fatlaðan einstakling, má velta fyrir sér hvort íslensk stjórnvöld séu að virða þá grundvallar- reglu sem bannar endursendingu ef fólk er í hættu á ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð. Telja sumir a.m.k. að gisting á götu og fæða úr ruslatunnum sé hvort tveggja ómannúðleg og vanvirðandi. Pistill Helga Vala Helgadóttir Höfundur er þingmaður Samfylkingar. Að loknum landsfundi Sjálfstæðis- flokkurinn er kominn frá sínum landsfundi, bæði heill og óhruflað- ur. Annað stóð ekki til. Ytri myndin var glæsileg. Um 1700 flokksfull- trúar tóku þátt í starfinu. Margir þeirra ætluðu sér einkum að fylgjast með al- mennum umræðum og loks að taka þátt í atkvæðagreiðslum, bæði um samþykktir og álita- mál, og ekki síst að hafa sitt að segja um hver skyldi leiða flokkinn næstu árin. Innri myndin var einnig þýðingar- mikil. Þar gafst áhugasömum tækifæri til að hafa áhrif á stefnumörkun til lengri og skemmri tíma. Þessu fólki er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn er oftar en ekki í lykilstöðu til að hafa mikil áhrif á þróun mála og ráða miklu um sum þeirra, einkum þau þar sem flokkurinn fer með forræði í ráðuneyti, eða hefur atbeina að öðrum málum, þar sem samstarfs- flokkarnir fara með forystu. Hvort tveggja er þýðingarmikið. Fyrir fáeinum vik- um var ekki á vitorði flokks- manna að látið yrði sverfa til stáls um forystu flokksins. Ekkert virtist gefa ríkulegt tilefni til slíks, þar sem flokk- urinn er í ríkisstjórn, og vara- samt að rugga þeim bát þegar málefnasamningur liggur fyrir sem markar stefnuna til næstu ára. Hefðu áform um breytta forystu náð fram að ganga nú, hefði mátt ætla að nokkurt uppnám hefði getað orðið í ríkisstjórninni, jafnvel svo, að tilveru hennar hefði verið ógnað. Nýr formaður hefði vart setið drýgstan tíma í ríkisstjórn án þess að hafa megináhrif á stefnu hennar. Svo fór að formaður flokksins hélt velli með fylgi sem hann getur mjög vel unað við. Sjálfstæðisflokk- urinn og ríkisstjórn- in sem hann á aðild að komu heil frá landsfundi} sem er næmari fyrir breytingum á hinu pólitíska landslagi. Það er hins vegar ekki útilokað, og þeir bjartsýnustu í hópi demókrata telja sig eiga mikið inni miðað við kannanir, þar sem fleiri kjósend- ur í þeim kjósendahópum sem demókratar eiga helst hljómgrunn hjá hafa skráð sig á kjörskrá en áður, auk þess sem utankjörfundar- atkvæði hafa aldrei verið fleiri en nú. Engu að síður er brekkan brött fyrir demókrata. Meiri spenna í öldungadeild Öldungadeildin er hins vegar allt annar handleggur. Ólíkt fulltrúa- deildinni, þar sem kosið er um hvert einasta þingsæti á tveggja ára fresti, er einungis kosið um þriðjung þing- sæta hverju sinni, og eiga því flokk- arnir mismikið undir kosningunum. Þá gilda önnur lögmál um kosningar í öldungadeildinni þar sem allir íbú- ar ríkisins kjósa um sama embætti, ólíkt fulltrúadeildinni. Að þessu sinni eru 20 þingsæti repúblikana undir og 14 þingsæti demókrata. Þar af eru um átta þing- sæti sem geta farið á hvorn veginn sem er, en framan af þótti líklegra að demókratar myndu geta unnið á í deildinni, en repúblikanar hafa sótt í sig veðrið síðustu daga. Mesta spennan er í ríkjun- um Pennsylvaníu og Georgíu. Í fyrrnefnda ríkinu hefur demókrat- inn John Fetterman vararíkisstjóri jafnan haft traust forskot í könnun- um á repúblikanann Mehmet Oz, fyrrverandi hjartaskurðlækni sem vakti fyrst athygli á sér í sjónvarpsþáttum Opruh Winfrey. Fetterman er hins vegar að jafna sig á heilablóðfalli og hafa því vaknað spurningar um hæfi hans. Í Georgíu takast á demókrat- inn Raphael Warnock, sem vann öldungadeildarþingsæti sitt í aukakosningum fyrir tveimur árum, og repúblikaninn Hershel Walker, fyrrverandi ruðningsstjarna. Walker hefur vakið athygli fyrir umdeildar yfirlýsingar sínar sem og hneyksl- ismál eftir að hann var sakaður um að hafa greitt fyrir fóstureyðingar að minnsta kosti tveggja kvenna, á sama tíma og hann talar fyrir algjöru banni gegn fóstureyðingum. Hneykslismálin virðast hins vegar frekar hafa eflt Walker og er hann nú með 49,6% fylgi gegn 49% Warnocks í könnunum. Í Georgíu gilda hins vegar aðrar reglur en í flestum öðrum ríkjum, þar sem sigurvegarinn þarf að tryggja sér minnst 50% atkvæða. Þykir líklegt að Warnock myndi þá fá til sín fleiri atkvæði þeirra sem kjósa frambjóð- endur „þriðju flokka“ en Walker. Auk þessara ríkja er einnig vert að fylgjast með Arizona og Nevada, en þar fara demókratar með bæði þingsætin. Mark Kelly, fyrrverandi geimfari, þykir vís til að verja sæti sitt í Arizona, en í Nevada þykir lík- legra að repúblikaninn Adam Laxalt velti Catherine Cortez Masto úr sessi. Baráttan um öldungadeildina gæti því oltið á örfáum atkvæðum. A llt útlit er fyrir að repúblikanar muni hafa betur í þingkosningunum í Bandaríkjunum sem fara fram í dag, þar sem góðar líkur eru á því að þeir muni fá meirihluta fulltrúa í fulltrúadeildinni, auk þess sem baráttan um öldungadeildina hefur snarharðnað á síðustu vikum. Samkvæmt kosningalíkani heima- síðunnar fivethirtyeight.com, þar sem mögulegar niðurstöður kosninganna eru reiknaðar út með aðstoð tölvu í 40.000 skipti, eru sagðar um 83% líkur á því að repúblikanar muni ná meirihluta í fulltrúadeildinni, en líkanið metur sem svo að einungis 17% líkur séu á að demókratar haldi meirihluta sínum þar. Í öldunga- deildinni metur líkanið stöðuna þannig að repúblikanar muni einnig ná meirihluta í öldungadeildinni í um 54% tilfella, og það þrátt fyrir að demókratar hafi þar þá „forgjöf“, að falli þingsætin jöfn fer Kamala Harr- is varaforseti með oddaatkvæðið. Oft erfitt fyrir forsetaflokkinn Þessi spá þykir ekki koma á óvart og spila þar nokkrir þættir inn í. Fyrir það fyrsta eru þingkosningar á miðju kjörtímabili forseta oft erfiðar flokki forsetans. Frá árinu 1934 hafa verið haldnar 22 þingkosningar á miðju kjörtímabili, og hefur flokkur forseta þar tapað að meðaltali 28 sætum í fulltrúadeildinni og fjórum sætum í öldungadeildinni, en meirihluti demókrata er nú átta sæti í fulltrúadeildinni og odda- atkvæði varaforsetans í öldunga- deildinni. Á þessu tímabili hafa bara Franklin Roosevelt og George W. Bush náð að „halda velli“ í báðum deildum þingsins á miðju kjör- tímabili. Vinsældir forseta á miðju kjörtímabili gefa því gjarnan vísbendingu um hversu „illa“ flokki hans muni ganga. Samkvæmt könnunum telja um 42% Banda- ríkjamanna að Joe Biden standi sig vel í embætti, en sambærilegar kannanir sýndu hann með allt niður í 36% stuðning fyrr í sumar. Óvenju- há verðbólga kemur einnig niður á vinsældum demókrata og þurfa þeir nánast á kraftaverki að halda til þess að halda velli í fulltrúadeildinni, Hörð barátta um öldungadeildina AFP/Paul Vernon Kosningar Langar línur voru við þennan kjörstað í Ohio í gær, þar sem hægt var að kjósa utan kjörfundar í bandarísku þingkosningunum. SVIÐSLJÓS Stefán Gunnar Sveinsso sgs@mbl.is n Kjaraviðræður K jaraviðræð- ur standa nú yfir á al- menna markaðn- um og hafa fundir þegar farið fram á milli Samtaka atvinnulífs- ins og stærstu viðsemjenda, iðnaðarmanna, verslunar- manna og Starfsgreinasam- bandsins, auk Eflingar, sem fundaði með SA fyrir helgi. Enn sem komið er hafa ekki borist fréttir af öðru en að fundirnir fari vel fram og séu árangursríkir, svo langt sem þeir ná, en vissulega er enn margt órætt og þá ekki síst það sem viðkvæmast er. Í fréttum hefur komið fram að himinn og haf sé á milli þeirra kröfugerða sem sett- ar hafa verið fram. Þetta er áhyggjuefni því að hætt er við að mismunandi áherslur og kröfur verði til þess að flækja viðræðurnar og draga þær á langinn. Miðað við þann málflutning sem haldið hefur verið uppi mátti gera ráð fyrir kröfu- gerð frá Eflingu sem ekki yrði endilega í samræmi við efnahagslegan stöðugleika. Kröfugerðin sem birtist fyrir helgi staðfesti þetta svo um munaði og virðist fremur ætluð til að kalla fram átök en að ná árangri í viðræðum. Samninganefnd Eflingar, sem skipuð er 89 félagsmönnum, er heldur ekki líkleg til að einfalda viðræðurnar eða flýta þeim. Erfitt er að sjá hvernig svo stór hópur á að geta haldið uppi skilvirkum viðræðum. Kröfugerð Eflingar hljóðar upp á krónutölusamninga, líkt og samið var um í síð- ustu kjarasamningum. Sú aðferð getur aldrei gengið til lengdar, af þeirri einföldu ástæðu að þeir sem eru ekki á lægstu töxtum sætta sig ekki við að munurinn á töxtunum fjari út. Þetta kann að hljóma ósanngjarnt í eyrum samninganefndar Eflingar, en allar líkur eru á að þetta sé veruleikinn sem við er að eiga. Þá er tæpast hægt að ætla að kröfugerð sem gerir ráð fyrir 40-45% hækkun taxta á þremur árum sé sett fram í þeim tilgangi að ná árangri, jafnvel á sama tíma og gerð er krafa um margt annað, svo sem styttingu vinnuviku. Vonandi tekst aðilum vinnumarkaðarins að ráða fram úr þessu á næstunni. Samningar eru þegar lausir og ábyrgð þeirra sem að samningagerð koma er mikil. Það hjálpar ekki til að ná samningum og tryggja efna- hagslegan stöðugleika ef ein- hverjir nálgast viðfangsefnið af óbilgirni og óraunsæi. Raunsæi er nauðsynlegt við alla samningagerð}

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.