Morgunblaðið - 08.11.2022, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.11.2022, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 2022 Minningarvefur á mbl.is Minningar og andlát Á minningar- og andlátsvef mbl.is getur þú lesið minningargreinar, fengið upplýsingar úr þjónustuskrá auk þess að fá greiðari aðgang að þeirri þjónustu sem Morgunblaðið hefur veitt í áratugi þegar andlát ber að höndum. Andláts-, útfarar- og þakkar- tilkynningar eru aðgengilegar öllum. www.mbl.is/andlát Minningar- greinar Hægt er að lesa minningargreinar, skrifa minningargrein og æviágrip. Þjónustu- skrá Listi yfir aðila og fyrirtæki sem aðstoða þegar andlát ber að höndum. Gagnlegar upplýsingar Upplýsingar og gátlisti fyrir aðstandendur við fráfall ástvina. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. (Höf. ók.) Um áramót lítum við til baka og rifjum upp minningar frá árinu sem er að líða og eins er farið þeg- ar ástvinur fellur frá, þá lítum við til baka yfir farinn veg. Það er ekkert nema dásamlegt þegar öldruð kona fær hvíld. En samt situr eftir söknuður. Söknuður þess sem var. Móðursystir mín, Guðrún Jóns- dóttir eða Stella, lést á Vífilstöðum 11 júlí sl. og var útför hennar gerð frá Fossvogskapellu 21. júlí 2022. Í dag hefði hún orðið 97 ára. Stella ólst upp í Hattardal ásamt systkinum sínum Láru, Matthíasi, Bent, og Sigurði. Tvíburasystir Láru fæddist andvana. Stella gekk tvo vetur í barna- skólann í Súðavík og þaðan fór hún í héraðsskólann í Reykjanesi. Síðan hélt hún til náms við kvennaskólann á Löngumýri í Skagafirði. Síðan lá leiðin suður. Árið 1946 fóru þær systur til Keflavíkur. Þar leigðu þær sér herbergi og fengu vinnu á sauma- stofu hjá Jóhanni klæðskera. Ekki höfðu þær tök á að koma heim um jólin og ég man að þær sögðu mér að þær hefðu tekið lán til að kaupa sér útvarp til að hlusta á yfir há- tíðina. Fyrstu árin bjuggu þær í sam- eignarbúi í gamla bænum í Hatt- ardal. Í minningunni var alltaf nóg pláss í gamla bænum, þó oft hafi verið fjölmennt. Alltaf var mikill samgangur á milli bæjanna og Guðrún Jónsdóttir ✝ Guðrún Jóns- dóttir var fædd 8. nóvember 1925. Hún lést 11. júlí 2022. Útför hennar fór fram 21. júlí 2022. ekki leið sá dagur að þær systur hittust ekki og börnin gengu út og inn á báðum heimilum. Árið 1978 brugðu þau hjón búi og fluttu til Súðavíkur. Þar fór Stella að syngja í kirkjukór Súðavíkur. Árið 1994 fluttu þau Stella og Elli til Reykjavíkur. Það var ekki sjálf- gefið að fólk sem búið var að hrærast í sveit fyrir vestan og átti sínar sterku rætur þar, myndi að- lagast nýju umhverfi sisvona. En þar kom í ljós rík aðlögunarhæfni Stellu sem lagði sig fram um að aðlaga sig að aðstæðum. Hún gerðist fljótt þáttakandi í fé- lagsstarfi aldraðra á Norðurbrún 1, fór að stunda sundleikfimi, mætti í föndur og fór að gera leir- muni sem hún hafði aldrei snert á. Þegar heilsu Stellu fór að hraka flutti hún á Norðurbrún. Seinni árin var hún mikið að prjóna húfur og trefla fyrir konurnar í Konu- koti, en það vantaði alltaf eitthvað hlýtt á þeim bæ. Þegar Stella var níræð fékk hún Ipad í afmælisgjöf. Tæknin ruddi sér til rúms og Stella var ótrúlega fljót að tileinka sér hana, var orðin vinkona margra á Face- book, var búin að koma sér í sam- band við ættmenni sín í útlöndum á Skype, og farin að hlýða á bækur á Storytell. Það er á vissan hátt merkilegt nú að hafa lifað blómatíma sveita- símans og fésbókarinnar og Stella tók virkan þátt í báðum tímum. Á ævikvöldinu var Stella tilbúin að fara og hefði hæglega getað kvatt með eftirfarandi orðum skáldsins Ólafs Jóhanns Sigurðs- sonar: Upp yfir brún og í þá sveit sem enginn í þessum sóknum leit. Stíg ég á bak og brott ég held, beint inn í sólarlagsins eld. Hafðu þökk fyrir samfylgdina elsku Stella mín. Friðgerður Baldvinsdóttir frá Hattardal. ✝ Sigurjón Guð- mundsson fædd- ist í Reykjavík 11. apríl 1947. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Seljahlíð, 4. október 2022. Foreldrar hans voru Guðmundur L. Jónsson múrari, f. 29. desember 1917, d. 1. júní 1965, og Unnur Sigurjóns- dóttir, húsmóðir og saumakona, f. 26. nóvember 1923, d. 4. ágúst 1987. Systur Sigurjóns eru Sig- rún Stella, f. 7. apríl 1942, og Kristín Bjarney, f. 3. maí 1945. Börn Sigurjóns eru: 1) Guð- mundur, f. 3. september 1965, sonur hans er Magnús, f. 2005. 2) Unnur, f. 30. desember 1968. Sonur hennar er Emil Sölvi Al- freðsson, f. 1993. 3) Hilmar, f. 23. september 1970. Eiginkona: Guðný Eggertsdóttir, f. 12. desember 1969. Börn þeirra: Aníta Rut, f. 1993, kær- asti hennar er Bjarni Gunnarsson, barn þeirra Matt- hildur Thea f. 2022. Andri Snær, f. 1997, Kærasta hans er Ella María Georgsdóttir. Aron Orri, f. 2004. 4) Bragi, f. 8. nóvember 1973, eiginkona hans er Anna Barbara Boje. Börn þeirra: Ida Líf, f. 2007, og Emil Óskar, f. 2010. 5) Birna, f. 30. nóvember 1981. Útförin fór fram í kyrrþey í Seljakirkju hinn 20. október 2022. Hann er jarðaður við hlið móður sinnar í Grafarvogs- kirkjugarði. Mig langar að kveðja bróður minn með þessu fallega ljóði: Ég vissi að lóan á leiðinni mundi vera, því lóan hefur þá stundvísi til að bera að halda áætlun hjartans í lengstu lög, en láta sér fátt um hrakspár og éljadrög. En heimþrár sinnar oft hlýtur hún sáran að gjalda, er hrakviðrin ganga henni gegn ráð- ast frá norðrinu kalda. Hvers mega sín grannir vængir og viðkvæmt þel, er veðurguðirnir hefja sín bitru él? Þá fórnaði ég mínum fyrstu og heitustu tárum þeim fugli, sem örmagna velktist á úthafsins bárum. Því ljúflingur vorsins, sem fárviðrið frá mér tók, var fegursta ljóðið í himinsins vísnabók. (Tómas Guðmundsson) Hvíl þú í friði kæri bróðir. Stella. Sigurjón Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.