Morgunblaðið - 08.11.2022, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
Innlent4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 2022
569 7000 | Lágmúla 4 | miklaborg.is
Óskar R. Harðarson og Jason Guðmundsson, löggiltir fasteignasalar
V e r ð : 43,9 millj.
Glæsileg 45,8 fmstúdíó-
íbúð í nýlegu lyftuhúsi
í Bryggjuhverfinu
• Mjög bjart alrými, eldhús, stofa/
borðstofa gott skipulag og
stórar sólríkar suðvestursvalir.
• Húsið er byggt af ÞG verk
árið 2018.
• Íbúðin getur losnað fljótlega.
• Frábær fyrstu kaup!
Tangarbryggja 18
110 Reykjavík
Nánari upplýsingar veitir:
SvanG.Guðlaugsson
lögg. fasteignasali
Sími: 697 9300
svan@miklaborg.is
OP IÐ
H Ú S
í dag þriðjudag
8. nóvember
kl. 17.30 - 18.00
Rakaskemmdir hafa fundist í Álfta-
mýrarskóla og Norðlingaskóla í
viðbót við 14 leikskóla og tíu grunn-
skóla Reykjavíkurborgar sem greint
var frá í Morgunblaðinu 20. október
síðastliðinn vegna rakaskemmda og
slæmrar innivistar.
Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla-
og frístundasviðs Reykjavíkurborgar,
var spurður hvaða áhrif það hefur á
skólahald þegar svo mörg skólahús
eru með rakaskemmdir og slæma
innivist?
„Þetta mæðir mest á þeim stöðum
þar sem þetta gerist, bæði stjórn-
endum, starfsfólki og svo börnunum.
Þetta hefur áhrif á þau,“ segir Helgi.
Hann segir áhrifin verða mest þegar
skipta þarf um aðsetur skólastarfsins
og færa það út úr skólabyggingunni
vegna framkvæmda sem þar þarf að
fara í. „Það er verulega íþyngjandi
eins og við höfum fundið í leikskólum
þar sem hefur þurft að fara í annað
hús. Eins t.d. í Hagaskóla og Foss-
vogsskóla þegar færa þurfti skóla-
starfið í heild út úr skólahúsunum.“
Töf varð á að skólarútur fyrir nem-
endur Hagaskóla hæfu akstur og þá
skertist kennsla um tíma. Þegar færa
hefur þurft starfsemi leikskóla hefur
komið fyrir að þeim hafi verið lokað
í mest þrjá daga meðan verið var að
koma skólanum fyrir á nýjum stað.
Helgi segir að þessu fylgi mikið álag
á skólakerfi borgarinnar. Í sumum
tilvikum þarf að finna nýtt húsnæði,
styðja við stjórnendur sem eru í erf-
iðum aðstæðum og eins að tryggja
að framkvæmdir við endurbætur geti
farið fram samhliða áframhaldandi
skólastarfi í húsnæðinu þar sem það
á við.
„Þetta er það langstærsta sem við
höfum séð í þessum aðstæðum hjá
borginni,“ segir Helgi. „En þetta seg-
ir líka, sem mér finnst skipta miklu
máli, að við erum að taka þessar
ábendingar mjög alvarlega. Það er
brugðist við af mun meiri alvöru og
hraða en menn hafa kannski gert
áður.“
Grípa þarf fljótt inn í
Aðgerðir sem gripið hefur verið til
vegna rakaskemmda erumisjafnlega
umfangsmiklar. Í sumum tilvikum
hefur þurft að endurbyggja hús að
miklu leyti og tækifærið notað til að
gera breytingar á húsnæðinu. Hann
segir viðbúið að meiri skemmdir
muni koma í ljós í fleiri stofnunum
vegna þess að fólk sé betur á vakt-
inni gagnvart skemmdum af þessu
tagi. Þeir sem þjónusta húsnæðið
fylgjast einnig betur með þessu og
bregðast hratt við ábendingum um
rakaskemmdir. Helgi segir að taka
þurfi allar ábendingar um raka-
skemmdir og leka alvarlega og grípa
sem fyrst inn í til að koma í veg fyrir
að byggingar verði algjörlega undir-
lagðar af skemmdum. Hann segir að
sama staða sé í skólabyggingum víða
um land.
lÁlftamýrarskóli og Norðlingaskóli bætast í hóp 14 leikskóla og tíu grunnskóla
í ReykjavíklSkemmdirnar valda álagi, einkum þar sem starf færist milli húsa
Tveir skólar til rakaskemmdir
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Norðlingaskóli Enn bætast við skólar í borginni sem eru rakaskemmdir.
Kennarasamband Íslands hyggst
skila ríkinu Kennarahúsinu við Lauf-
ásveg 81, sem staðið hefur autt frá
ársbyrjun 2020. Tillaga þess efnis var
samþykkt á áttunda þingi sambands-
ins sem haldið var í síðustu viku.
Við skilin fengi KÍ endurgreiddan
þann kostnað sem það hefur lagt í
húsið, sem gjarnan er kallað Gamli
kennaraskólinn. Í tillögunni segir að
ríkið hafi afsalað sér húsinu til félags-
ins í maí 1991 með þeim kvöðum að „ef
gjafaþegi hættir starfsemi í húsinu
mun ríkissjóður endurgreiða áfallinn
kostnað vegna endurbóta og viðgerða
á húseigninni“.
Ekki liggur fyrir hvert endurkröfu-
virðið er en fram kemur í tillögunni
að bókfært virði hússins í árslok 2019
hafi numið um 73 milljónum króna.
Þar segir jafnframt að endurskoðend-
ur KÍ séu „að reikna út endurkröfu-
virðið og má reikna með að sú upp-
hæð fari næri 300 milljónum króna“.
Erfið ákvörðun fyrir marga
Nú er svo komið að Kennarasam-
bandið er hætt starfsemi í húsinu.
Sambandið flutti alla sína starfsemi
í Borgartún 30 í janúar 2020 og hefur
húsið við Laufásveg staðið autt síðan.
„Starfsaðstæður þar voru alls ekki
viðunandi og við gátum illa tekið á
móti því félagsfólki sem á ekki gott
með gang eða situr í hjólastól svo
húsið uppfyllti engar þær kröfur
sem gerðar eru til nútímahúsnæðis.
Það er ekki vel farið með félagsgjöld
okkar fólks að reka tvær húseignir á
sama tíma,“ segir Jónína Hauksdóttir
varaformaður KÍ.
Tilfinningarnar sem fylgi ákvörðun-
inni segir hún skrýtnar. „Þetta er
erfið ákvörðun fyrir marga. Okkur
kennurum þykir vænt um gamla húsið
okkar og það ermikil saga í þessu húsi
en við verðum að horfa til þess að við
getum boðið félagsfólki til okkar og
boðið starfsfólki okkar upp á viðun-
andi starfsaðstæður.“
Nú, þegar tillagan hafi verið sam-
þykkt, segist Jónína gera ráð fyrir að
húsinu verði skilað á næstu vikum.
„Við ætlum bara að skila húsinu og
fylgja því afsali sem til er.“
lRíkissjóður endurgreiði KÍ áfallinn kostnað við skilin
Kennarasambandið skilar
gamla kennaraskólanum
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Húsnæði Kennarahúsinu skilað.
Byggja nýja brú
yfir Stóru-Laxá
Unnið er hörðum höndum þessa dagana við upp-
slátt móta og annan undirbúning fyrir smíði brúar
yfir Stóru-Laxá í Hreppum. Brúin verður 145 metra
löng í fjórum höfum. Stöplar eru þegar komnir upp
og nú er verið að slá upp mótum fyrir brúargólfið,
sem verður steypt nærri næstu mánaðamótum. Til
þess þarf alls um 1.200 rúmmetra af steypu, farm
alls 160 fullestra tunnubíla. Ístak hf. hefur verk-
efnið með höndum og á verkstað eru nú um tuttugu
manns.
„Við erum heldur á eftir áætlun, en fyrir því eru
ýmsar ástæður,“ segir Guðmundur Sigurðsson, ver-
kefnisstjóri hjá Ístaki, í samtali við Morgunblaðið.
„Síðasti vetur var erfiður og framgangur verksins
var því hægari en ella. Vegna Covid og sóttvarna
hafa einnig verið tafir á framleiðslu ýmissa íhluta í
brúna, nú síðast legum sem brúargólfið hvílir á. Að
öðru leyti miðar okkur vel, meðal annars af því að
mannvirkið er steypt í mótum sem eru sérhönnuð
fyrir brúargerð. Slíkt er nýmæli í svona mann-
virkjagerð hér á landi.“
Samtímis brúargerðinni eru gerðar vegtengingar,
vegamót á nærliggjandi svæðum breikkuð og reið-
vegir gerðir. Gamla brúin yfir Stóru-Laxá fær að
standa áfram og verður ætluð hestamönnum. Miðað
er við að allt þetta verði tilbúið næsta vor. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi
„Nákvæmlega hver upphæðin er
er eitthvað sem liggur í fjárauka-
lögunum eða frumvarpinu sem
verður lagt fram hér á þingi í
þessari viku,“ sagði Guðmundur
Ingi Guðbrandsson, félags- og
vinnumálaráðherra, á Alþingi í
gær. Hann kveðst hafa beitt sér
fyrir því við ríkisstjórnarborðið
að reynt verði að mæta örorku-
lífeyrisþegum upp að ákveðnu
marki með sambærilegum
aðgerðum og í kringum síðustu
jól. Var þá ákveðið að greiða út
sérstaka eingreiðslu til þessa
hóps í fjáraukalögum. Kom þetta
fram í svari hans við fyrirspurn
Ingu Sæland, formanns Flokks
fólksins, í óundirbúnum fyrir-
spurnartíma.
Inga rifjaði upp að eingreiðslan
hefði verið 50 þúsund krónur í
fyrra og árið þar á undan óskert.
Sagði hún nú ekkert liggja fyrir
og vísaði til þess að staðan væri
nú mun erfiðari og þyngri en
fyrir síðustu jól. „Fólkið okkar,
efnaminnsta fólkið okkar, sem
berst í bökkum og gerði það fyrir
verðbólgubrjálæðið sem við erum
að ganga í gegnum núna, er að
taka á sig, eins og við öll hin, 9,4%
verðbólgu með öllum þeim ömur-
legheitum sem því fylgir fyrir fjöl-
skyldurnar og fólkið í landinu,“
sagði Inga.
Ræða bónus til ör-
orkulífeyrisþega