Morgunblaðið - 08.11.2022, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.11.2022, Blaðsíða 13
FRÉTTIR Erlent 13 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 2022 Sími 555 2992 / 698 7999 Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra Gott fyrir: • Maga- og þarmastarfsemi • Hjarta og æðar • Ónæmiskerfið • Kolesterol • Liðina Læknar mæla með selaolíunni Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu ogMelabúð Óblönduð – meiri virkni Selaolía Ég heyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni bætta líðan og heilsu. Guðfinna Sigurgeirsdóttir. „Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustaðmínum sem ég hafði ekki getað áður.“ Það voru fagnaðarfundir hjá þessu pari í Kænugarði, þegar kærastinn kom heim af vígstöðv- unum í gær til að eiga stund á milli stríða, en lítil hreyfing hefur verið á vígstöðvunum síðustu daga, þrátt fyrir að hart hafi verið barist í suður- og austurhluta Úkraínu. Oleksí Resnikov, varnarmála- ráðherra Úkraínu, fagnaði því í gær að ný loftvarnakerfi væru komin til landsins frá Bandaríkj- unum, Noregi og Spáni, og sagði hann að þau myndu hjálpa til við að verja mikilvæga orkuinnviði Úkraínu, sem hafa verið eitt helsta skotmark Rússa síðustu vikurnar. Segja borgaryfirvöld í Kænu- garði að geta borgarinnar til þess að koma rafmagni til íbúa sinna sé mjög skert, og hafa þau óskað eft- ir því að íbúar skammti rafmagn. Fagnaðarfundir í Kænugarði í gær AFP/Bulent Kilic Kominn heim af víg- stöðvunum Antonio Guterres, aðalritari Sam- einuðu þjóðanna, var ómyrkur í máli þegar hann ávarpaði þátttakendur loftslagsráðstefnunnar í Egypta- landi í gær. Hann sagði mannkynið standa frammi fyrir einföldu vali í loftslagsmálum og bara tveir kostir í stöðunni. Annaðhvort þyrftu þjóð- irnar að vinna saman eða stefna í „sameiginlegt sjálfsmorð“ í barátt- unni við hnatthlýnun jarðar. Næstum 100 leiðtogar helstu ríkja heims sitja nú ráðstefnuna þar sem fjallað er um aðferðir til að minnka losun gróður- húsalofttegunda og leiðir til að styðja þróunarlönd vegna alvarlegra áhrifa stighækkandi hitastigs í heiminum. Stuðningur við fátækari þjóðir „Mannkynið þarf að velja um að vinna saman eða eyðast út,“ sagði Guterres og lagði áherslu á að ástandið væri orðið það alvarlegt að við gætum farið að renna út á tíma. Hann hvatti leiðtoga heimsins til að setja kraft í aðgerðir tengdar endur- nýjanlegri orku og biðlaði sérstaklega til ríkari þjóða um að aðstoða þær fátækari í þessari baráttu, ekki síst í ljósi þess að þær losa minnst af gróð- urhúsalofttegundum. Víða um allan heim eru þjóðir að berjast við auknar náttúruhamfarir sem kosta bæði líf og fjármuni. Flóð í Nígeríu og Pakistan og þurrkar í Bandaríkjunum og Afríku og hita- bylgjur í þremur heimsálfum svo eitthvað sé nefnt. „Þegar ein katastófan hættir hefst önnur,“ sagði forseti Egyptalands, Abdel Fattah al-Sisi. „Við verðum að reyna að stöðva þessar hörmungar og þjáninguna sem þeim fylgir.“ Stríðið hefur neikvæð áhrif Nú þegar heimurinn er líka að kljást við óheyrilega verðbólgu, hækkandi vöruverð og erfiðar aðfangakeðj- ur bæði vegna Covid-19-heimsfar- aldursins og vegna stríðsins í Úkraínu hafa margir áhyggjur af því að lofts- lagsmálin færist neðar í röðinni þegar kemur að brýnustu úrlausnarefnum þjóðarleiðtoga. Markmið Parísarsáttmálans Guterrez sagði að það væri ekki hægt að setja loftslagsmálin lengur neðar í röðina og sagði að nú yrði að gefa í og kallaði eftir sögulegum samningi um að þær þjóðir sem los- uðumest af gróðurhúsalofttegundum myndu halda sig við metnaðarfyllri markmið Parísarsáttmálans um að halda hlýnun jarðar undir 1,5 gráðum á Celsíus. Ef ekkert breytist straxmun kolefn- ismengun vera búin að aukast um 10 prósent við lok áratugarins sem myndi þýða hækkun á hitastigi jarðar um 2,8 gráður á Celsíus. „Við erum á hraðri leið til loftslagshelvítis með fót- inn enn á bremsunni,“ sagði Guterres. Kína og Bandaríkin Aðalritarinn kallaði sérstaklega til löndin Kína og Bandaríkin sem hann sagði að yrðu að standa sig betur og hefðumóralska ábyrgð á því að styðja við fátækari lönd heimsins þar sem bæði löndin væru ábyrg fyrir miklum hluta mengunar í dag. Frakklandsfor- seti, Emmanuel Macron, tók í sama streng og sagði að það væri ekki hægt að eingöngu Evrópa væri að borga reikninginn á meðan þessar stóru þjóðir væru langt yfir mengunar- mörkum. Forseti Kína, Xi Jinping, sem stýrir því landi sem er eitt af mestu meng- unarvöldum heimsins, mætti ekki á ráðstefnuna. Joe Biden Banda- ríkjaforseti hyggst mæta seinna í vikunni eftir kosningarnar í dag, en ef repúblikanar vinna og fá fleiri sæti gæti það haft neikvæð áhrif á alla loftslagsumræðu í bandaríska þinginu. Umdeilt mál sett á dagskrá Á sunnudaginn unnu leiðtogar þróunarríkja örlítinn sigur þegar hin umdeilda tillaga um að ríkari ríki sem bera meiri ábyrgð á losun gróð- urhúsalofttegunda þurfi að greiða fá- tækari ríkjum sem beraminni ábyrgð þegar afleiðingar losunarinnar valda þurrkum, flóðum og öðrum hamför- um í þróunarríkjum. Guterres sagði að COP27-ráðstefn- an yrði að finna lausn á málinu og sagði vilja ríku þjóðanna til þess vera prófsteinn á þann árangur sem hægt væri að ná í loftslagsmálum. Bæði Bandaríkin og Evrópusambandið hafa ekki viljað setja neitt í stein varð- andi málið af hræðslu við fjárútlát sem erfitt yrði að hafa stjórn á. Þó var gefið loforð fyrir tveimur árum um 100 milljarða dollara greiðslu til þróunarlanda til aðstoðar við upp- byggingu grænnar orku en á ráð- stefnunni var kallað eftir ákveðinni greiðsluáætlun þar sem enn eru 17 milljónir ógreiddar. Hætta á sameiginlegu sjálfsmorði lSvört mynd dregin upp á loftslagsráðstefnunnilStefnir í loftslagshelvítilNámarkmiðum Parísar- sáttmálanslMestu mengunarvaldarnir þurfa að sýna ábyrgðl Þróunarlönd búa við afleiðingarnar AFP/Fayez Nureldine Antonio Guterres Aðalritari Sameinuðu þjóðanna var ómyrkur í máli á COP27-ráðstefnunni í gær í Egyptalandi. Hann sagði að finna yrði lausn. SUÐUR-KÓREA Þarf að gefa hundana frá sér Moon Jae- in, fyrrver- andi forseti Suður-Kóreu, sagði í gær að hann hygðist gefa frá sér tvo hunda sem hann fékk að gjöf á sínum tíma frá Kim Jong-un, einræðisherra Norð- ur-Kóreu. Kim gaf Moon hundana tvo eft- ir sögulegan leiðtogafund þeirra árið 2018, en nú er komin upp deila á milli Moons og suður- kóreska ríkisins um hver eigi að sjá um hundana tvo, en þeir telj- ast vera eign ríkisins, þar sem þeir voru gjöf til forseta þess. Höfðu Moon og suðurkóreska innanríkisráðuneytið komist að samkomulagi um að hann myndi sjá um hundana, en ríkið þess í stað borga uppihald þeirra að hluta til. Það samkomulag hafi hins vegar brostið eftir að eft- irmaður Moons, Yoon Suk-yeol, tók við stjórnartaumunum. Moon Jae-in

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.