Morgunblaðið - 08.11.2022, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.11.2022, Blaðsíða 12
FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 2022 Hátúni 6a, 105 Reykjavík | Sími 822 1574 | hotelrekstur.is Komdu og skoðaðu úrvalið í glæsilegri verslun Það skiptirmáli hvað ernæst húðinniog viðheldurraka hennar HÓTELREKSTUR OG HEIMILI 8. nóvember 2022 Gjaldmiðill Gengi Dollari 147.39 Sterlingspund 166.33 Kanadadalur 108.98 Dönsk króna 19.551 Norsk króna 14.262 Sænsk króna 13.405 Svissn. franki 147.52 Japanskt jen 1.0021 SDR 189.22 Evra 145.5 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 175.8943 Frá því að lífskjarasamningarnir voru undirritaðir vorið 2019 hef- ur vinnustundum á viku fækkað um ríflega tvær klukkustundir og eru vinnustundirnar nú orðnar 37,5 í viku hverri að meðaltali. Ef litið er til ársmeðaltala hefur vinnustundum fækkað um þrjá klukkutíma frá árinu 2019. Þetta kemur fram í korni Greiningar Íslandsbanka. Bank- inn segir að vinnumarkaðurinn hafi jafnað sig merkilega hratt eftir kórónuveirufaraldurinn og atvinnuleysi sé komið aftur á sömu slóðir og fyrir faraldur eftir að hafa aukist talsvert meðan á honum stóð. Samkvæmt vinnumarkaðsrann- sókn Hagstofu Íslands voru 210.400 manns starfandi á vinnu- markaði á þriðja fjórðungi þessa árs og mældist atvinnuþátttaka 79,8%. Þá voru að meðaltali 7.300 einstaklingar atvinnulausir á tímabilinu. Atvinnuleysi mælist nú 3,4% og hefur ekki mælst lægra á þennan mælikvarða síðan á lokafjórðungi ársins 2018. Samkvæmt nýlegri könnun Gallup fyrir Seðlabankann og SA meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins telja 56,5% fyrirtækja skort vera á starfsfólki. Þetta hlutfall hefur ekki verið hærra frá því að mælingar hófust árið 2006. lAtvinnuleysi nálægt árslokum 2018 Vinnustundum hefur fækkað frá 2019 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Vinna Bergþóra Baldursdóttir er hagfræðingur hjá Íslandsbanka. „Það er eðlilegt að Viðskiptaráð og fyrirtæki innan ráðsins horfi til framtíðar og þessi ráðstefna er hluti af því. Það má í raun segja að unga fólkið í dag sé að alast upp við ákveðinn sýndarveruleika, þau kunna að nota hann en fyrirtæki þurfa líka að kunna að eiga samskipti við unga fólkið þar. Það er ekkert sem bendir til þess að við séum að fara til baka í þessummálum heldur erum við þvert á móti að þróast frekar. Það felast því mikil tækifæri í því fyrir fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök að nýta sér þá eiginleika sem sýndarveruleiki og gervigreind hafa upp á að bjóða til að tala við og eiga í samskiptum við fólk.” Tónleikar í tölvuleik Bryant tekur dæmi úr afþreyingar- iðnaði, en vorið 2020 (við upphafi kórónuveiru-faraldursins) stóð rapp- arinn Trevor Scott fyrir tónleikum sem voru haldnir inni í tölvuleiknum Fortnite. Um átta milljónir manna sóttu viðburðinn. „Þetta virkar óraunverulegt, en þetta er nýr veruleiki,” segir Bryant. „Ég tókbara lítið dæmiúr afþreyingu hér, en með sama hætti geta önnur fyrirtæki nýtt sér þennan veruleika til að ná til viðskiptavina. Þetta snýst um að kunna að taka þátt og nýta þau tækifæri sem eru til staðar." Að öllu óbreyttu mun markaðssetn- ing og þjónustuupplifun fyrirtækja að miklu leyti fara fram í gegnum sýndarveruleika. Hlutverk auglýs- ingastofa mun þannig breytast úr því að búa til hefðbundnar auglýsingar yfir í það að hjálpa fyrirtækjum og samtökum í því að móta viðskipta- líkön sín til framtíðar. Þetta segir George Bryant, yfir- hönnuður hjá Colin Group, í sam- tali við Morgunblaðið. Hann mun á morgun halda erindi á alþjóða- degi viðskiptalífsins, sem haldinn er af millilandaráði Viðskiptaráðs. Bryant er stofnandi bresk-bandarísku auglýsingastofunnar The Brooklyn Brothers, semmeðal annars starfaði með Íslandsstofu að gerð Inspired by Iceland-auglýsingaherferðarinnar, og þekkir því nokkuð vel til hér á landi. Alþjóðadagurinn í ár er helgaður sýndarveruleika og er yfirskriftin í ár; Welcome to Metaverse. Þarð verður fjallað um framtíð samfélagsmiðla og áhrif þeirra á viðskiptalíf, fjölmiðla og neytendahegðun, en Metaverse stendur í einföldu máli fyrir nýjan heim sýndarveruleikans. Horft til framtíðar Bryant segir að þrátt fyrir að hug- tök á borð við sýndarveruleika og gervigreind kunni að vera fjarlæg mörgum þá séu níu af hverjum tíu leiðandi fyrirtækjum í heiminum farin að nýta hvort tveggja með ýmsum hætti, til dæmis í markaðssetningu og eins í þjónustu við viðskiptavini. „Við getum tekið Nike sem dæmi, en félagið hefur nú sett upp sjö nýja heima, ef þannig má að orði kom- ast, þar sem fólk getur þróað sínar eigin vörur, séð hvernig þær líta út á viðkomandi og þannig mætti áfram telja,“ segir Bryant og bætir við að sífellt fleiri fyrirtæki fari þessa leið og hafi lagt út í miklar fjárfestingar vegna þess. Talið er að virði Meta- verse, sem hefur vaxið mikið á liðn- um árum, verði eftir tvö ár um 800 milljarðar Bandaríkjadala. lMillilandaráð Viðskiptaráðs stendur fyrir ráðstefnu umMetaverselMarkaðssetning og þjónusta fer fram í nýjum heimi samfélagsmiðla og sýndarveruleikalEr komið til að vera og mun þróast enn frekar Segja tækifæri í sýndarveruleika Gísli Freyr Valdórsson gislifreyr@mbl.is AFP Sýndarveruleiki Markaðssetning og sala mun í auknum mæli fara fram í gegnum sýndarveruleika í framtíðinni. George Bryant Finola McDonnell FRÁSAGNIR FJÖLMIÐLA Fjölmiðlun í nýtt form Finola McDonnell, sem er yfir samskipta- og markaðsmálum hjá Financial Times (FT), mun einnig halda erindi og fjalla þar um nýjar leiðir í miðlun upp- lýsinga. Hún segir í samtali við Morgunblaðið að líkt og önnur fyrirtæki hafi fjölmiðlar þurft að þróa nýjar leiðir til að miðla upplýsingum til notenda. „Fjölmiðlar segja sögu og eiga að flytja staðreyndir,” segir McDonnell. „Fram til loka tíunda áratugarins breyttist í raun ekkert í útgáfu prentmiðla. Þetta breyttist auðvitað með tilkomu netsins sem hefur síðan þróast mjög hratt á liðn- um árum. Fjölmiðlun fer fram í víðara samhengi en áður og fjölmiðlar þurfa að finna bestu leiðirnar til að koma upplýsing- um og gögnum á framfæri.” Hún tekur dæmi af því hvernig FT lét búa til síður þar sem upplýsingar um smit í kór- ónuveirufaraldrinum, og síðar bólusetningar, voru settar fram með myndrænum og aðgengi- legum hætti. Að hennar sögn hefur ekkert efni fengið jafn mikinn lestur hjá FT og þessar tilteknu síður. „Rétt eins og fyrirtæki eru að færa markaðssetningu og þjónustu í nýtt form sýndar- veruleika þurfa fjölmiðlar að færa miðlun upplýsinga í nýtt form. Það er áskorunin sem við stöndum frammi fyrir.”

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.