Morgunblaðið - 08.11.2022, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.11.2022, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 2022 Á ferðinni Þessir ferðamenn stöldruðu við á Fríkirkjuvegi og lögðu á ráðin. Eggert Við urðum flest máttlaus af sorg og skelfingu þegar mynd- skeið af líkamlegu of- beldi og einelti í garð 12 ára stúlku fór í dreifingu fyrir skemmstu. Töluvert hefur verið fjallað um einelti frá því málið kom upp og hvernig bregðast eigi við mál- um af þessu tagi. Það er vont ef ein- eltismál þurfa að komast í fjölmiðla til að vera tekin nógu alvarlega til að gengið verði í að leysa þau af fullum þunga. Í starfi mínu sem sálfræðingur hef ég komið að mörgum eineltis- málum. Með hverju máli lærði ég eitthvað nýtt enda engin tvö mál eins. Eineltismál hafa orðið snúnari með tilkomu netsins. Ýmist verða börn fyrir einelti á samfélags- miðlum og þar eru þau jafnvel hvött til að „leggja í einelti“. Myndefni um einelti ratar ítrekað inn á samfé- lagsmiðlana og breiðist þar út eins og eldur í sinu. Lykilaðilar Algengast er að börn séu lögð í einelti í skólanum eða þar sem þau koma saman til að stunda áhugamál sín. En þá kemur upp sú spurn- ing hvar skólar og íþróttafélög eru stödd með eineltisstefnu, viðbragðsáætlun/verk- ferla og hvort upplýs- ingar séu aðgengilegar á heimasíðu. Skólar og íþrótta- og tómstundafélög sem leggja áherslu á forvarnir og hafa vel útfærða verk- áætlun, auk eineltisteymis, ná iðu- lega árangri við lausn eineltismála. Skóla sem eru vanbúnir skortir oft heildarsýn, samfellu og hreinlega úthald í vinnslu eineltismála. Mik- ilvægt er að fylgja málum eftir til þess að tryggja að eineltinu ljúki endanlega. Tillaga um mælaborð Í borgarstjórn 15. nóvember nk. mun borgarfulltrúi Flokks fólksins leggja fram tillögu um að borgar- stjórn samþykki að sett verði upp mælaborð þar sem hægt sé að sjá hvaða tól og tæki skólar og félög Reykjavíkurborgar hafa tiltæk þeg- ar upp koma eineltismál. Í sér- hverri verkfærakistu skóla og fé- laga þurfa að vera til eftirfarandi gögn og þau aðgengileg á heima- síðu: . Stefna í eineltis- og ofbeldis- málum . Viðbragðsáætlun þar sem raktir eru verkferlar ef tilkynning berst um einelti . Tilkynningareyðublað . Upplýsingar um hverjir sitja í eineltisteyminu Gagnsemi mælaborðsins er a.m.k. tvíþætt: Foreldrar geta kynnt sér við- bragðsferilinn áður en barn byrjar í skólanum eða í íþróttafélagi. Þau fá jafnframt upplýsingar um hvert þau eiga að leita ef barn segir frá einelti. Mælaborðið er jafnframt hvatning til skóla- og félaga að vera undirbúin fyrir að slík mál komi upp. Í sporum foreldra Það er sársaukafullt þegar barn manns er lagt í einelti. Foreldrar finna til vanmáttar, reiði og sorgar. Flækjustigið verður enn meira þeg- ar gerendur eru margir og ekki eingöngu úr nærumhverfinu (skóla eða íþróttafélagi) heldur einnig krakkar úr öðrum hverfum. Það er ekki síður áfall fyrir for- eldra að fá upplýsingar um að barnið þeirra leggi önnur börn í einelti. Þá hefst glíma við alls konar tilfinningar. Foreldrar vilja vernda barnið fyrir ásökunum en jafnframt vita þau að horfast verði í augu við vandann reynist ásakanir réttar. Einstaka foreldrar bregðast illa við og festast í varnarstöðu. Flestir for- eldrar vilja að gengið sé strax í mál- ið og eru tilbúnir að taka fullan þátt í úrvinnslunni. Börn sýna oft ólíka framkomu og hegðun í skólanum eða heima. Foreldrar eru færastir í að grafast fyrir um orsakir þess að barnið finni hjá sér hvata til að meiða önnur börn. Án þátttöku for- eldra í úrvinnslunni er ekki hægt að bæta aðstæður barnsins. Þolendur og gerendur Barn sem er gerandi eineltis og sýnir viðvarandi ofbeldishegðun gagnvart öðrum þarf aðstoð með sína vanlíðan til að hægt sé að lág- marka hvöt þess til að leggja í ein- elti. Vanlíðan og vandamál má stundum rekja til skólatengdra þátta eða annarra orsaka. Hafa skal í huga að börn geta einn daginn ver- ið í hlutverki geranda og þann næsta í hlutverki þolanda. Skaðsemi eineltis getur lifað með þolandanum ævilangt. Ekki er hægt að vita með vissu hversu mörg börn hafa svipt sig lífi vegna óbærilegs lífs sem einkennst hefur af einelti og ofbeldi. Það er í mörgum til- fellum ævilangt verkefni að vinna úr einelti og sumir þolendur ná sér ein- faldlega aldrei. Samvinnuverkefni okkar allra Ekkert foreldri á að þurfa að standa í þeim sporum að geta ekki verndað barnið sitt. Sem samfélag eigum við að gera kröfu um að allir staðir þar sem börn koma saman hafi tiltæk verkfæri til að grípa mál- ið strax og vinna úr því. Reglu- bundnar forvarnir fremur en átaks- bundnar lágmarka að mál af þessu tagi komi upp. Grundvallaratriði er að trúa ávallt barni sem segir frá ofbeldi. Ef ábyrgur aðili segir foreldri að barn þess sé að leggja annað barn í ein- elti verður líka að trúa því. Þegar staðreyndir málsins liggja fyrir er hægt að gera áætlun um úrlausn. Öll börn eiga rétt á því að líða vel. Kolbrún Baldursdóttir » Það er vont ef eineltismál þurfa að komast í fjölmiðla til að vera tekin nógu alvarlega til að gengið verði í að leysa þau af fullum þunga. Kolbrún Baldursdóttir Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins. Þegar börn níðast á barni Á hverju ári bjóða al- þjóðlegar loftslags- ráðstefnur fram skrúð- sýningar hræsni þar sem elíta heimsins kemur í einkaþotum til að útdeila visku sinni til mannkyns um að draga úr kolefnislosun. Lofts- lagsráðstefnan í Egyptalandi í nóv- ember mun bjóða upp á enn meiri hræsni en vanalega, vegna þess að hinir ríku í heiminum munu predika ákaft yfir fá- tækari löndum um hættuna sem staf- ar af jarðefnaeldsneyti – eftir að hafa sópað að sér feikilegu magni af nýju gasi, kolum og olíu. Frá því að innrás Rússa í Úkraínu þrýsti orkuverði enn frekar upp hafa auðug ríki gramsað um allan heim í leit að nýjum orkulindum. Bretar for- dæmdu jarðefnaeldsneyti harðlega á loftslagsráðstefnunni í Glasgow í fyrra, en ætla nú að halda kolakynt- um orkuverum gangandi í vetur í stað þess að loka nánast öllum eins og áð- ur var ráðgert. Innflutningur Evr- ópusambandsins á kolum til hitunar frá Ástralíu, Suður-Afríku og Indóne- síu hefur rúmlega ellefufaldast. Einn- ig mun ný gasleiðsla yfir Sahara gera Evrópu kleift að nýta sér gas beint frá Níger, Alsír og Nígeríu; Þjóð- verjar eru að opna kolaorkuver á ný og Ítalía ætlar að flytja inn 40% meira gas frá Norður-Afríku. Og Bandaríkjamenn fara bónför á hnján- um til Sádi-Arabíu til að grátbiðja um meiri olíuframleiðslu. Á loftslagsráðstefnunni í Egypta- landi munu leiðtogar þessara landa, með postulasvip, einhvern veginn lýsa því yfir að fátækari lönd verði að forðast nýtingu jarðefnaeldsneytis, af ótta við versnandi loftslagsástand. Þessi sömu ríku lönd munu hvetja fá- tækustu ríki heims til að einbeita sér í staðinn að grænni orku eins og stað- bundnum sólar- og vindorkuverum. Þ.e. utan dreifikerfa. Þeir eru þegar farnir að láta málið til sín taka. Í ræðu, sem víða er talið að sé beint að Afríku, sagði Antonio Guterres, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, að það væri „glórulaust“ fyrir lönd að fjárfesta meira í gas- og olíuleit. Hræsnin er einfaldlega stórkost- leg. Öll ríku löndin auðguðust á nýt- ingu jarðefnaelds- neytis. Helstu þróunarsamtök heims- ins – að undirlagi auð- ugra ríkja – neita nú að fjármagna nýtingu jarðefnaeldsneytis sem fátæk ríki gætu notað til að lyfta sér upp úr fátækt. Það sem verra er, lyfseðill elítunnar til hinna fátækari – græn orka – megnar ekki að auka lífsgæði þeirra. Það er vegna þess að sólar- og vindorka er gagnslaus þeg- ar það er skýjað, nótt, eða enginn vindur. Staðbundin sólarorka utan dreifikerfis getur veitt fallega birtu á daginn, en sjaldnast knúið ísskáp eða ofn fjölskyldunnar, hvað þá framleitt orkuna sem samfélög þurfa til að knýja allt frá bóndabýlum til verk- smiðja, drifkrafta hagvaxtar. Rannsókn í Tansaníu leiddi í ljós að næstum 90 prósent heimila sem fengu rafmagn utan dreifikerfis vilja vera tengd við landsnetið til að fá að- gang að jarðefnaeldsneyti. Fyrsta stóra rannsóknin sem birt var um áhrif sólarrafhlaðna á líf fátæks fólks leiddi í ljós að þeir fengu aðeins meira rafmagn – getu til að knýja lýsingu á daginn – en það voru engin mælanleg áhrif á líf þeirra; þeir juku ekki sparnað eða eyðslu, unnu ekki meira eða stofnuðu fleiri fyrirtæki og börn þeirra nutu ekki meiri menntunar. Þar að auki eru sólarrafhlöður og vindmyllur gagnslausar til að takast á við eitt helsta orkuvandamál fátækra í heiminum. Næstum 2,5 milljarðar manna halda áfram að þjást af loft- mengun innanhúss vegna brennslu óhreins eldsneytis eins og timburs og mykju til að elda og halda hita. Sól- arrafhlöður leysa ekki það vandamál vegna þess að þær eru of veikar til að knýja hreina ofna og hitara. Aftur á móti hafa raforkudreifi- kerfi – sem nær alls staðar dreifa að mestu orku úr jarðefnaeldsneyti – veruleg jákvæð áhrif á tekjur, útgjöld og menntun heimilanna. Rannsókn í Bangladess sýndi að rafvædd heimili nutu 21 prósents meðalhækkunar tekna og fátækt dróst árlega saman um eitt og hálft prósent. Stærsta blekkingin af öllu er að ríkum leiðtogum heimsins hefur ein- hvern veginn tekist að koma fram í gervi grænna guðspjallamanna, á sama tíma og meira en þrír fjórðu af gríðarlegri frumorkuframleiðslu þeirra kemur frá jarðefnaeldsneyti, að mati Alþjóðaorkumálastofnunar- innar. Innan við 12 prósent af orkunni koma frá endurnýjanlegum orkugjöfum, aðallega viði og vatns- afli. Aðeins 2,4% eru sól og vindur. Berðu þetta saman við Afríku, sem er endurnýjanlegasta heimsálfan, með helming orkunnar framleidda með endurnýjanlegum orkugjöfum. En þessir endurnýjanlegu orkugjafar eru nánast eingöngu viður, strá og mykja og þeir eru í raun vitnisburður um hversu lítilli orku álfan hefur að- gang að. Þrátt fyrir allt lýðskrumið fær álfan aðeins 0,3% af orku sinni frá sól og vindi. Til að kljást við hnattræna hlýnun verða rík lönd að fjárfesta miklu meira í rannsóknum og þróun á betri grænni tækni, allt frá samruna, kjarnaklofnun og annarri kynslóð líf- eldsneytis til sólar og vinds með gríð- arstórum rafhlöðum. Mikilvægasta markmiðið er að nýsköpun færi raun- kostnað nýrrar orku niður fyrir jarð- efnaeldsneyti. Þannig munu allir að lokum skipta. En að segja fátækum ríkjum heimsins að búa við óáreið- anlega, dýra og ónóga orku er móðg- un. Það er nú þegar mótþrýstingur frá þróunarríkjum heimsins, sem sjá hræsnina í þessu: Fjármálaráðherra Egyptalands sagði nýlega að ekki mætti „refsa“ fátækum löndum og varaði við því að loftslagsstefnan ætti ekki að auka þjáningar þeirra. Það þarf að hlusta á þá viðvörun. Evrópa er að leita að meira jarðefnaeldsneyti í heiminum vegna þess að álfan þarf á því að halda vegna vaxtar og velmeg- unar. Þessu sama tækifæri ætti ekki að halda frá fátækustu ríkjum heims. Hræsni ríku elítunnar og vestrænna leiðtoga Björn Lomborg »Mikilvægasta mark- miðið er að nýsköp- un færi raunkostnað nýrrar orku niður fyrir jarðefnaeldsneyti. Bjorn Lomborg Höfundur er forseti Copenhagen Consensus og gestafyrirlesari við Hoover-stofnunina í Stanford- háskóla. Nýjasta bók hans er „False Alarm: How Climate Change Panic Costs Us Trillions, Hurts the Poor, and Fails to Fix the Planet.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.