Morgunblaðið - 08.11.2022, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 2022
Heimir Guðjónsson verður til-
kynntur sem þjálfari karlaliðs FH í
fótbolta í dag. Fótbolti.net greindi
frá í gær. Þá kemur fram á netmiðl-
inum að Sigurvin Ólafsson verði
líklegast aðstoðarmaður Heimis hjá
Hafnarfjarðarliðinu. Heimir er
goðsögn hjá FH, en hann gerði liðið
fimm sinnum að Íslandsmeistara,
síðast árið 2016. Þá lék hann einnig
með liðinu frá 2000 til 2005 og varð
meistari síðustu tvö árin. Eftir gott
gengi hjá FH stýrði Heimir bæði
Val og HB í Færeyjum. Gerði hann
bæði lið að landsmeisturum.
Heimir að taka
aftur við FH
Morgunblaðið / Kristinn Magnússon
Endurkoma Heimir Guðjónsson
snýr aftur í Hafnarfjörðinn.
Enska úrvalsdeildarfélagið South-
ampton hefur tilkynnt brottrekstur
knattspyrnustjórans Ralphs Hasen-
hüttls. Hasenhüttl hafði stýrt
Southampton frá því í desember ár-
ið 2018.
Southampton mátti þola 1:4-tap á
heimavelli gegn Newcastle í ensku
úrvalsdeildinni á sunnudaginn var
og reyndist það síðasti leikur Aust-
urríkismannsins við stjórn hjá suð-
urstrandarfélaginu.
Liðið er í 18. sæti deildarinnar
með 12 stig eftir 14 leiki, einu stigi
frá öruggu sæti.
Hasenhüttl fékk
reisupassann
AFP/Oli Scarff
Rekinn Ralph Hasenhüttl var rek-
inn frá enska liðinu Southampton.
ÞÝSKALAND
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
„Við höfum verið sjálfum okkur
bestir, og verstir, ef svo má segja,“
sagði handknattleiksmaðurinn Elliði
Snær Viðarsson í samtali við Morg-
unblaðið.
Elliði Snær, sem er 23 ára gamall,
hefur farið vel af stað með nýliðum
Gummersbach í þýsku 1. deildinni á
tímabilinu en liðið er með 11 stig eft-
ir tíu leiki í 9. sæti deildarinnar.
Línumaðurinn er fjórði marka-
hæsti leikmaður liðsins með 32 mörk
í 10 leikjum en Guðjón Valur Sig-
urðsson, fyrrverandi fyrirliði karla-
landsliðsins, er þjálfari Gummers-
bach, og þá leikur Hákon Daði
Styrmisson einnig með liðinu.
„Það voru ekki margir sem höfðu
trú á okkur fyrir tímabilið en staðan
er nú samt sú að það eru mörg lið
fyrir neðan okkur í töflunni sem
höfðu sett stefnuna á að berjast um
Evrópusæti fyrir leiktíðina. Vissu-
lega er lítið búið af deildarkeppninni
en þetta hefur gengið vel hjá okkur
hingað til og vonandi höldum við
áfram á sömu braut. Það hefur verið
smá hökt í sóknarleiknum í síðustu
leikjum en vonandi kemur hann í
næstu leikjum,“ sagði Elliði.
Refsað grimmilega
Gummersbach vann fjóra af
fyrstu fimm leikjum sínum á tíma-
bilinu en eini tapleikur liðsins kom
gegn Þýskalandsmeisturum Magde-
burg í annarri umferð deildarinnar.
„Það kom sjálfum okkur ekkert á
óvart hvernig við byrjuðum tímabilið
ef ég á að vera alveg hreinskilinn.
Við teljum okkur eiga 50/50-
möguleika gegn öllum liðum deild-
arinnar og þegar við gefum allt í
þessa leiki þá eigum við að vinna.
Á sama tíma er refsað mjög
grimmilega í deildinni og við vorum
sem dæmi að vinna með fjórum
mörkum í hálfleik gegn Melsungen
um helgina en endum á að tapa
leiknum með sex marka mun. Það
má einhvern veginn ekkert út af
bera, sérstaklega hjá okkur, því
þessi risalið eru með breiðari hópa
en við og þau eru dugleg að nýta sér
það.“
Tvær ólíkar deildir
Elliði hélt út í atvinnumennsku í
ágúst árið 2020 og lék í tvö ár með
Gummersbach í þýsku B-deildinni
áður en liðið tryggði sér sigur í B-
deildinni og þar með sæti í efstu
deild á síðustu leiktíð.
„Það er gríðarlega mikill munur á
tveimur efstu deildum Þýskalands.
Það er mikið af hæfileikaríkum,
stórum og sterkum strákum sem
geta spilað handbolta í Þýskalandi
og þeir spila í þessum tveimur deild-
um. Helsti munurinn á deildunum er
hins vegar hraðinn og fjölbreytileik-
inn.
Þó það sé auðvitað allt stærra í
efstu deildinni þá fylgir því líka
ákveðin fegurð að spila í 2. deildinni.
Það er ákveðin óvissa sem ríkir í
kringum liðin í 2. deildinni og oft á
tíðum eru þjálfarar í vandræðum
með myndefni til dæmis fyrir leiki.
Þú veist því á hverju þú átt von í
efstu deildinni en sagan er allt önnur
í 2. deildinni og það var til dæmis eitt-
hvað sem ég hafði mjög gaman af.“
Á frábærum stað
Eins og áður sagði hefur Elliði
verið duglegur fyrir framan markið
á tímabilinu en hann lék aðallega
sem varnarmaður með ÍBV áður en
hann hélt út í atvinnumennsku.
„Mér hefur verið treyst bæði í
vörn og sókn alveg frá því ég kom út
og ég er búinn að vera duglegur að
koma mér í færi á tímabilinu. Sam-
keppnin var ansi hörð við Stykkið,
betur þekkt sem Kári Kristján
Kristjánsson, í Vestmannaeyjum
þegar kom að sóknarleiknum og það
er því búið að vinna markvisst í því
að bæta mig sóknarlega síðan ég
kom til Þýskalands.
Annars líður mér ótrúlega vel
hérna í Gummersbach. Allt í kring-
um félagið er til fyrirmyndar og um-
gjörðin hérna er frábær. Ég er líka
orðinn seigur í þýskunni sem hjálpar
mikið. Persónulega er ég líka á frá-
bærum stað, andlega og líkamlega,
og það er mikil spenna í mér fyrir
komandi heimsmeistaramóti,“ bætti
Elliði við en hann hefur verið fasta-
maður í íslenska karlalandsliðinu
undanfarin ár, sem er á leið á HM
2023 í janúar sem fram fer í Póllandi
og Svíþjóð.
Ekki margir sem
höfðu trú á okkur
- Elliði Snær Viðarsson hefur farið vel af stað með nýliðum Gummersbach
Ljósmynd/Szilvia Micheller
Seigur Elliði Snær Viðarsson hefur skorað 32 mörk það sem af er tímabili.
Spánn
Rayo Vallecano – Real Madrid................ 3:2
Staðan:
Barcelona 13 11 1 1 31:4 34
Real Madrid 13 10 2 1 31:13 32
Atlético Madrid 13 7 3 3 21:13 24
Real Betis 13 7 3 3 17:9 24
Osasuna 13 7 2 4 15:12 23
Real Sociedad 13 7 2 4 17:16 23
Athletic Bilbao 13 6 3 4 21:14 21
Rayo Vallecano 13 6 3 4 20:16 21
Villarreal 13 5 3 5 14:10 18
Real Valladolid 13 5 2 6 13:18 17
Valencia 13 4 4 5 19:15 16
Mallorca 13 4 4 5 12:13 16
Getafe 13 3 5 5 12:19 14
Girona 13 3 4 6 18:21 13
Almería 13 4 1 8 15:22 13
Espanyol 13 2 6 5 16:21 12
Sevilla 13 2 5 6 12:20 11
Celta de Vigo 13 3 2 8 14:26 11
Cádiz 13 2 5 6 8:24 11
Elche 13 0 4 9 9:29 4
Ítalía
B-deild:
Reggina – Genoa...................................... 2:1
- Albert Guðmundsson lék fyrstu 59 mín-
úturnar með Genoa.
Danmörk
Midtjylland – Nordsjælland ................... 0:0
- Elías Rafn Ólafsson var allan tímann á
bekknum hjá Midtjylland.
Staðan:
Nordsjælland 16 9 5 2 24:12 32
Viborg 16 8 5 3 23:16 29
København 16 7 3 6 26:20 24
Silkeborg 16 7 3 6 27:23 24
OB 16 6 5 5 20:22 23
Randers 16 6 5 5 23:26 23
AGF 16 6 4 6 19:16 22
Midtjylland 16 5 7 4 24:22 22
Horsens 16 6 3 7 19:19 21
Brøndby 16 5 6 5 23:26 21
AaB 16 3 5 8 16:23 14
Lyngby 16 0 5 11 13:32 5
4.$--3795.$
Olísdeild karla
Valur – Selfoss ...................................... 38:33
Staðan:
Valur 8 7 0 1 263:220 14
Fram 8 4 3 1 237:230 11
Afturelding 8 5 1 2 232:213 11
FH 8 4 2 2 228:228 10
Selfoss 8 4 1 3 248:238 9
Stjarnan 8 3 3 2 231:228 9
ÍBV 7 3 2 2 242:206 8
KA 8 2 2 4 225:237 6
Grótta 6 2 1 3 168:164 5
Haukar 7 2 1 4 196:197 5
ÍR 8 2 0 6 220:278 4
Hörður 8 0 0 8 231:282 0
EM kvenna
C-riðill:
Rúmenía – Frakkland.......................... 21:35
Norður-Makedónía – Holland............. 15:30
_ Frakkland 4 stig, Holland 4 stig, Rúm-
enía 0 stig, Norður-Makedónía 0 stig.
D-riðill:
Spánn – Pólland.................................... 21:22
Þýskaland – Svartfjallaland ................ 25:19
_ Svartfjallaland 4 stig, Pólland 2 stig,
Þýskaland 2 stig, Spánn 2 stig.
%$.62)0-#
1. deild karla
Álftanes – Skallagrímur ...................... 98:91
Staðan:
Álftanes 7 7 0 643:600 14
Sindri 7 6 1 628:535 12
Hamar 7 5 2 654:606 10
Selfoss 7 4 3 670:559 8
Ármann 7 4 3 640:622 8
Skallagrímur 7 3 4 648:620 6
Hrunamenn 7 3 4 658:680 6
ÍA 7 3 4 569:642 6
Fjölnir 7 0 7 587:668 0
Þór Ak. 7 0 7 508:673 0
NBA-deildin
LA Lakers – Cleveland.................... 100:114
Toronto – Chicago ............................ 113:104
Memphis – Washington ..................... 103:97
Phoenix – Portland............................. 102:82
LA Clippers – Utah.......................... 102:110
4"5'*2)0-#
Dregið var í 16-liða úrslit Meistara-
deildar Evrópu í gær. Á meðal liða
sem mætast í 16-liða úrslitum eru
liðin sem mættust í úrslitum á síð-
ustu leiktíð; Real Madrid og Liver-
pool. Real vann leik liðanna með
einu marki gegn engu á síðustu leik-
tíð.
Þá munu Frakklandsmeistarar
París SG og Þýskalandsmeistarar
Bayern München einnig mætast.
Englandsmeistarar Manchester
City mæta Leipzig frá Þýskalandi,
Tottenham og AC Milan mætast og
Borussia Dortmund og Chelsea
sömuleiðis.
Belgíska liðið Club Brugge, sem
kom mikið á óvart í riðlakeppninni,
mætir Benfica frá Portúgal.
Fyrri viðureignirnar í 16-liða úr-
slitum munu fara fram 14., 15., 21.
og 22. febrúar og seinni viðureign-
irnar 7., 8., 14. og 15. mars næstkom-
andi.
Drátturinn í 16-liða úrslit
Meistaradeildar Evrópu
í fótbolta:
Leipzig - Manchester City
Club Brugge - Benfica
Liverpool - Real Madrid
AC Milan - Tottenham
Eintracht Frankfurt - Napoli
Borussia Dortmund - Chelsea
Inter Mílanó - Porto
París SG - Bayern München
AFP/Thomas Coex
Sigurvegarar Ríkjandi Evrópumeistarar Real Madrid mæta Liverpool í
stórleikjum í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta.
Liverpool og Real
mætast aftur
Feðgarnir Ásgeir Karl Gústafsson
og Gústaf Smári Björnsson stóðu
uppi sem sigurvegarar á Íslands-
mótinu í tvímenningi í keilu eftir
æsispennandi úrslitaviðureign við
Bjarna Pál Jakobsson og Gunnar
Þór Ásgeirsson. Ásgeir Karl er
yngsti einstaklingurinn til að verða
Íslandsmeistari án forgjafar og um
fyrsta Íslandsmeistaratitil feðga er
að ræða í tvímenningi í keilu.
Feðgar urðu
meistarar