Morgunblaðið - 08.11.2022, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 2022
krokur.is
522 4600
Taktu Krók á leiðarenda
Krókur er fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í flutningum og björgun
ökutækja. Félagið rekur einnig þjónustumiðstöð fyrir tjónaökutæki
þar sem veitt er ahliða þjónusta í meðhöndlun tjónabifreiða og
annarra bifreiða samkvæmt óskum viðskiptavina.
á þinni leið
Vesturhraun 5, 210 Garðabær
Dagurinn í dag er til-
einkaður baráttunni
gegn einelti. Ljóst er
að margt starfsfólk
hefur upplifað eða orð-
ið vitni að einelti í
starfsumhverfinu sem
veldur vanlíðan fólks
og hamlar árangri
fyrirtækja.
Rætur eineltis geta
teygt anga sína víða en
menningin á vinnustöð-
um getur verið frjósamur akur fyrir
neikvæð samskipti og viðhorf. Oft
getur verið erfitt fyrir bæði stjórn-
endur og starfsfólk að átta sig á
hvernig menningin mótar samskipti
og hegðun í vinnuumhverfinu enda
flestir orðnir hluti af henni. Við slíkar
aðstæður einkennast samskiptin
gjarnan af virðingarleysi þar sem
starfsfólk hvorki virðir né hlustar á
skoðanir hvert annars, segir síður
hug sinn af ótta við ágreining eða um-
tal og hræðist afleiðingar mistaka.
Hún getur einnig haft áhrif á það
hvernig leyst er úr ágreiningi og
hvort það þyki í lagi að virða ekki
mörk annarra. Óheilbrigð vinnu-
staðamenning einkennist oft af með-
virkni og neikvæðu umtali sem smit-
ar út frá sér innan
starfsmannahópsins. Hún skapar
kjöraðstæður fyrir skaðlega hegðun á
borð við einelti, sem fær jafnvel að
vaxa og dafna án þess að nokkur taki
eftir því fyrr en einhver
úr hópnum fær nóg og
stígur fram, flestum að
óvörum.
Það er því mikilvægt
að öll á vinnustaðnum,
stjórnendur og starfs-
fólk, hugi vel að því
hvernig vinnustaða-
menningin er og hvernig
hún birtist í samskipt-
um, hegðun og viðhorf-
um. Flest erum við hluti
af þeirri menningu sem
einkennir vinnustaðinn
sem við tilheyrum og þess vegna
þurfum við öll að axla ábyrgð. Meðal
annars með því að huga að okkar eig-
in viðhorfum og hegðun.
Góð forvörn gegn einelti er því að
nýta daginn í að íhuga hvað einkennir
vinnustaðamenninguna á eigin vinnu-
stað og hvað við sjálf getum gert til
að stuðla að og viðhalda jákvæðri og
uppbyggilegri vinnustaðamenningu.
Munum að við höfum öll áhrif.
Góð vinnustaða-
menning er for-
vörn gegn einelti
Hanna Sigríður
Gunnsteinsdóttir
Hanna Sigríður
Gunnsteinsdóttir
»Nýtum daginn í að
íhuga hvað einkenn-
ir vinnustaðamenning-
una á eigin vinnustað og
hvað við sjálf getum
gert til að stuðla að því
að hún sé uppbyggileg.
Höfundur er forstjóri Vinnueftirlitsins.
Nýútkomin bók
Andrésar Magnús-
sonar geðlæknis um
fjármálakerfi Vest-
urlanda og Íslands er
hressandi og fræðandi
um þær staðreyndir
sem móta efnahags-
lífið. Bókin er sett upp
eins og handbók sam-
kvæmt efnisyfirlitinu
en hefur söguþráð sem
heldur athyglinni við
efnið.
Með því að taka þessa umræðu á
grundvelli staðgóðra upplýsinga og
tæpitungulaust fer Andrés inn á svið
hagfræðinnar. Sérfræðigráður hans
eru ekki á þessu sviði. Það hefur þó
hingað til verið skref til framfara þeg-
ar fólk úr mismunandi hugmynda-
heimum og reynslu kynnir sér mál-
efnin. Sérfræðingar starfa innan
ákveðins hugmyndaramma sem þeim
er ekki eiginlegt að líta út fyrir. Þeir
hafa jafnvel verið þjálfaðir í því að
standa saman um að halda uppi
ákveðinni mynd af hagkerfinu og
frami þeirra tengist alls ekki hæfi-
leikanum að geta hugsað út fyrir
þann ramma. Hann getur sagt það
sem þeir vilja alls ekki segja ótil-
neyddir.
Að sögn Andrésar þarf að geta
rætt um þessi mál með alveg nýjum
hætti og með þeim upplýsingum sem
alls staðar liggja fyrir. Rómantískar
hugmyndir okkar um gullundirstöðu
peninganna og þar með að hægt sé að
ræna bankahvelfingar fullar of seðl-
um og glóandi málmum standast ekki
lengur skoðun. Hafi peningar okkar
verið áþreifanleg verðmæti er staðan
önnur í dag. Peningar eru framleiddir
úr „engu“. Það sem gerir þetta kleift
er nútímaseðlabankakerfi sem gefur
útvöldum einkabönkum leyfi til að
framleiða peninga sem síðan eru not-
aðir til að sölsa undir sig
raunveruleg verðmæti
þjóða og einstaklinga
með skuldsetningar-
stefnu bankanna. Hér er
hægt að nefna dæmi en
lesið frekar bókina.
Andrés bendir rétti-
lega á lýðræðishallann.
Hann skapast þegar
þeir sem mega búa til
peningana þurfa að
halda niðri umræðunni
um afleiðingar gjörn-
inga sinna: Hrunið sem leiðir ávallt til
eignamissis og launaskerðingar hjá
almenningi þegar kerfið kemst í þrot.
Vegna yfirburðastöðu „fjármála-
geirans“ í fjölmiðlun er almenningur
blekktur til andvaraleysis og síðan fé-
flettur alveg grandalaus.
Andrés setur fram tillögur um
raunverulegar umbætur á þessu kerfi
almenningi til hagsbóta.
Hann gagnrýnir oft skemmtilega
eins og þegar hann lýsir aðgerðum
núverandi ríkisstjórnar í kjölfar
„Úkraínukreppunnar“.
Ég lít svo á að þessi bók geti nýst
sem kennslurit fyrir nemendur í
menntaskólum og jafnvel til stuðn-
ings umræðu í deildum háskóla sem
láta sig þetta varða. Mest myndu þó
skarpir stjórnmálamenn græða á því
að skoða málin með aðstoð bókar-
innar.
Ný bók: Hvernig virk-
ar fjármálakerfið?
Gísli Ingvarsson
Gísli Ingvarsson
»Ég lít svo á að þessi
bók geti nýst sem
kennslurit fyrir nem-
endur í menntaskólum og
jafnvel til stuðnings um-
ræðu í deildum háskóla.
Höfundur er læknir.
gingvarsson@mac.com
Ég er í þeim hópi
sem hið góða fólk
setur í flokk verstu
rasista. Ég er á því
að snúa eigi því fólki
við á flugvellinum
sem kemur til lands-
ins án gildra leyfa til
að koma inn fyrir
landamærin. Í
Bandaríkjunum eru
flutningsaðilar ábyrg-
ir fyrir því að flytja
fólk til baka á sinn kostnað sem
ekki hefur fengið áður útgefið
leyfi enda fær fólk ekki að ganga
um borð í flutningsför á leið þang-
að fyrr en tryggt hefur verið að
það hafi heimild til að koma til
landsins. En á Íslandi fá allir að
koma og kútveltast hver um ann-
an þveran. Síðan hangir fólk hér
með gríðarlegum kostnaði fyrir
skattgreiðendur, jafnvel í áraraðir,
án þess að mega vinna eða gera
samfélaginu gagn á nokkurn hátt.
Nú nýlega var send flugvél til
Grikklands með óæskilegu fólki,
samtals 15 manns. Sennilega hafa
verið jafnmargir löggæslumenn á
fullum launum og dagpeningum.
Ríkislögreglustjóri upplýsti að all-
ir þessir 15 hefðu fengið endan-
lega afgreiðslu mála og þeim til-
kynnt að þeir ættu að yfirgefa
landið og hefði öllum verið boðið
að gera það af fúsum og frjálsum
vilja án lögreglufylgdar.
Nú þekki ég sérstaklega til
máls eins þessara 15 aðila og veit
fyrir víst að embætti Ríkislög-
reglustjóra lýgur blákalt um
þetta. Sá sem ég vísa í kom hing-
að til lands frá Afganistan árið
2018, þá 17 ára, og hefur verið
nánast á vergangi þrátt fyrir að
hafa reynt ítrekað að komast inn í
samfélagið og fá að vinna hér. Það
hefur kostað skattgreiðendur tugi
milljóna að hleypa þessum manni
inn fyrir landamærin og leyfa hon-
um að hanga hér í reiðileysi þenn-
an tíma vegna fábjánagangs opin-
berra embættismanna sem
þessum málum stjórna.
Í maí á þessu ári fékk þessi
maður loksins tímabundið dvalar-
og atvinnuleyfi til sex mánaða og
var í starfi hjá fyrir-
tæki sem telur þrjá
starfsmenn. Leyfin
giltu til 31. október
2022 og höfðu öll til-
skilin gögn verið send
sem krafist var til
endurnýjunar. Þessi
aðili hefur staðið sig
afskaplega vel í vinnu,
er harðduglegur og
reglusamur. Hann
lagði sig allan fram
um að gerast hér gegn
þjóðfélagsþegn og
ekki yfir honum að kvarta á nokk-
urn hátt. Hann vann að jafnaði 11
klukkustunda vinnudag og átti því
lítinn tíma aflögu til annars þótt
hann hafi farið afsíðis tvisvar á
dag til að eiga samtal við sinn
guð.
Útlendingastofnun gerði svo at-
hugasemdir rétt fyrir síðustu
mánaðamót um að einhverjar upp-
lýsingar vantaði svo gögnin teld-
ust fullnægjandi, upplýsingar
þessar hafði stofnunin reyndar úr
þeim gögnum sem áður höfðu ver-
ið send inn, en pappírspésarnir
láta ekki að sér hæða. Ekki var
erindi pappírspésanna ítrekað.
Þess í stað mættu tveir lögreglu-
menn á vinnustað þessa manns og
færðu hann í járn að viðskipta-
mönnum ásjáandi og fluttu hann
síðan í fangelsið á Hólmsheiði.
Vinnuveitanda hans var í fram-
haldinu meinað að eiga nokkur
samskipti við hann. Hann var síð-
an fluttur til Grikklands í um-
ræddri flugvél þennan örlagaríka
morgun. Honum var aldrei gefinn
kostur á að yfirgefa landið af fús-
um og frjálsum vilja án lögreglu-
fylgdar heldur kom það honum
þvert á móti á óvart að vera hand-
tekinn og meðhöndlaður eins og
stórhættulegur glæpamaður.
Þessi maður var kominn í vinnu
og farinn að skila sköttum til sam-
félagsins sem nam hundruðum
þúsunda hvern mánuð. Þessir
skattar fara m.a. í að greiða laun
embættismannanna og undirsáta
þeirra sem engin verðmæti skapa
fyrir þjóðfélagið. Ljóst má vera að
samtöl þau sem þessi maður átti
við sinn guð daglega hjálpuðu
honum ekki í hremmingum hans.
Á sama tíma og þessir aðilar
sem fá laun sín fyrir tilstilli þeirra
sem greiða skatta í landinu voru
uppteknir við að flytja þennan
mann til Grikklands voru kollegar
þeirra að leggja rauða dregilinn út
fyrir fjölda fólks í Leifsstöð sem
hefur ekkert í höndunum til að
hafa heimild til landgöngu. Tugur
lögfræðinga gerir orðið út á að
koma ólöglegum flóttamönnum inn
í landið og skattgreiðendur greiða
fyrir þessa vinnu þeirra. Svo eru
aðrir tugir í opinberu starfi við að
þykjast hefta þennan innflutning.
Þessum kostnaði, sem hleypur
árlega á milljörðum, má að lang-
mestu leyti komast hjá einfaldlega
með því að hleypa ekki inn í land-
ið fólki sem ekki hefur leyfi til að
dvelja hér og starfa. Það væri líka
mun manneskjulegra að vísa þeim
strax frá á landamærunum en að
gefa þeim falskar vonir eins og
þessum manni.
Að það skuli taka kerfið hér
mörg ár að afgreiða svona mál
hlýtur að flokkast undir algjört
getuleysi þeirra sem með þessi
mál hafa að gera. Hvers vegna er
verið að reka burt fólkið sem hef-
ur sýnt og sannað að það vill gera
samfélaginu gagn á sama tíma og
nýju fólki er mokað inn í landið?
Það læðist að manni sá grunur
að lögreglan hafi aðeins sótt þá
sem hún vissi fyrir víst hvar var
að leita en ekki nennt að leita
þeirra 13 sem fundust ekki auð-
veldlega til að ná nýtingu vél-
arinnar betri. En hefði ekki verið
upplagt að fylla vélina með góðu
fólki og hinum ónytjungunum sem
um þessi mál véla? Skyldu ein-
hverjir vilja viðhalda þessum hlut-
um óbreyttum af því að þannig
tryggja þeir sér áframhaldandi
framfærslu og starfsöryggi?
Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson
»Hefði ekki verið
upplagt að fylla
vélina með góðu fólki og
hinum ónytjungunum
sem um þessi mál véla?
Höfundur er fv. atvinnurekandi.
orng05@simnet.is
Ríkislygastjórinn