Morgunblaðið - 08.11.2022, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
Innlent8
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 2022
STAKSTEINAR
Ekki ónáða
ánamaðkana
Björn Bjarnason nefnir álita-
efni á vettvangi Sjálfstæðis-
flokksins:
Álandsfundinum núna skýrðist
betur en áður að einmitt
þarna er að finna grasrótina
sem Guðlaugur Þór nefnir oft til
sögunnar sér til stuðnings.
Hér á þessum vettvangi hefur
áður verið vikið að þessum
þáttum í flokksstarfi sjálfstæðis-
manna.
Það er til dæmis ekki skyn-
samlegt að í Reykjavík sé eitt
kjördæmisráð sjálfstæðismanna
fyrir tvö kjördæmi þegar gengið
er til þingkosninganna. Núver-
andi fyrirkomulag er ákall um
átök og vandræði.
Ámeðan stjórn Varðar á fullt
í fangi með að ákveða aðferð
við val á framboðslista er kannski
ekki von til þess að innan hennar
náist samstaða um nauðsynlegar
skipulagsbreytingar á flokks-
starfinu í Reykjavík. Rétti tíminn
til þeirra er einmitt nú, þegar
þrjú ár eru til þingkosninga.
Hvatningin á landsfundi um að
hugað verði að innra starfi
flokksins til að styrkja hann út
á við er hjáróma ef ekki er fyrst
litið til flokksstarfsins í Reykja-
vík.“ Hitt er svo önnur kenning
sem var ekki sett fram í fullri
alvöru. Hún var svona: Varast
ber að hlusta svo ákaft eftir því
sem er að gerast í grasrótinni að
eyrun fyllist af ánamöðkum.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinumMorgunblaðsins á slóðinni
www.mbl.is/mogginn/leidarar
Sætanýting yfir 80% í október
lIcelandair flutti 333 þúsund farþega
en Play 92 þúsundlPlay fjölgar stöðum
Heildarfjöldi farþega Icelandair
var 333 þúsund í nýliðnum október,
samanborið við um 206 þúsund
í október í fyrra. Sætanýting í
innanlands- og millilandaflugi var
80,2% og flugframboð var nánast
það sama og í október 2019 eða
99%. Heildarfjöldi farþega Icelanda-
ir það sem af er ári er kominn yfir
þrjár milljónir. Bogi Nils Bogason,
forstjóri Icelandair, segir ánægju-
legt að leiðakerfið hafi náð fyrri
styrk. Einnig hafi stundvísi aukist
til muna í innanlandsfluginu.
Flugfélagið PLAY flutti 91.940
farþega í október síðastliðnum og
sætanýting í mánuðinum var 81,9%,
samanborið við 81,5% í september.
Um 35% farþega voru á leið frá
Íslandi, 28,5% voru á leið til Íslands
og 36,3% voru tengifarþegar. Þá
tilkynnti félagið í gær að næsta
vor bætist við tveir áfangastaðir í
Evrópu; Stokkhólmur og Hamborg,
og verða áfangastaðir Play þá alls
28 talsins.
Í tilkynningu frá Play segir að
almenn eftirspurn eftir flugi til
Íslands hafi verið minni en búast
mátti við á síðustu mánuðum, þar
sem mörg hótel voru uppbókuð og
sömuleiðis bílaleigubílar. Afleiðing
þess var aukinn fjöldi tengifarþega
í stað farþega til Íslands, sem skila
minni tekjum. Nú horfi hins vegar
til framfara og Play sér aukna eftir-
spurn farþega á leið til landsins.
Morgunblaðið/Eggert
Leifsstöð Icelandair og Play með
ágæta sætanýtingu í október.
Krota á flugstöðina
í skjóli næturinnar
Á næstunni verða settar upp öryggis-
myndavélar við flugstöðina á Alex-
andersflugvelli við Sauðárkrók en að
undanförnu hafa verið talsverð brögð
að því að skemmdarvargar komi að
byggingunni í skjóli myrkurs og kroti
á veggi hennar.
„Af þessu öllu er orðinn verulegur
ami og sumar krotmyndirnar eru í um
þriggja metra hæð á húsinu. Menn
koma því væntanlega með stiga hér að
og príla þar upp fyrir þessa gjörninga
sína, það er að mála nýnasistamyndir,
gyðingahatur og reðurtákn,“ segir
Ólafur Jónsson, annar tveggja um-
sjónarmanna flugvallarins, í samtali
við Morgunblaðið.
Forsvarsmenn sveitarfélagsins
Skagafjarðar hafa komið umkvört-
unum um hirðuleysi við flugvöllinn á
framfæri við ISAVIA. Umsjónarmenn
vallarins nyrðra hafa reynt að halda
í horfinu og um helgina þvoði Ólafur
krotið af veggum flugstöðvarinnar
með háþrýstidælu.
Um sólarhring síðar var aftur búið
að maka málningu og krota á veggina,
svo þrifin voru til lítils. „Núna er búið
að krota á alla veggi flugstöðvarinnar
nema austurhliðina, en hún snýr út
að flughlaðinu og er á afgirtu svæði.
Auðvitað þarf að hreinsa þetta svo
mannvirkið sé þokkalega útlítandi,
því þó ekki sé áætlunarflug hingað
á Alexandersflugvöll er hann í tals-
verðri notkun, svo sem vegna einka-
flugs og sjúkraflutninga,“ segir Ólaf-
ur. sbs@mbl.is
Ljósmynd/Ólafur Jónsson
Alexandersflugvöllur Lýti á veggnum og skilaboðin þykja varhugaverð.Glæný verslun
Skeifunni 9
Troðfull af vörum fyrir öll gæludýr
Kauptúni 3, Garðabæ | Skeifan 9, Reykjavík | Sími 564 3364 | www.fisko.is
Opið virka daga 10-19, laugardag 10-18, sunnudag 12-18
kíktu í heimsókn
L i f and i v e r s l un
fy r i r ö l l gæ ludýr