Morgunblaðið - 08.11.2022, Blaðsíða 24
DÆGRADVÖL24
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 2022
Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is
Verkfæralagerinn
Ennþá meira úrval af
listavörum
Listverslun.is
Mán.-fös. kl. 9-18, lau. kl. 10-17, sun. kl. 12-16
Helga A. Richter, fyrrverandi aðstoðarskólastjóri – 75 ára
Yndislegt að búa í Mosfellsbæ
H
elga Aðalsteinsdótt-
ir Richter er fædd
8. nóvember 1947 í
Reykjavík og bjó í
æsku á Melunum í
Vesturbænum. „Þar var gott að
vera og nógir leikfélagar í blokkinni.
Ég sótti í að komast til ömmu og afa
á Ísafirði á sumrin. Þá var farið á
Katalínuflugbáti og lent á Pollinum
og gusurnar gengu yfir vélina og
síðan kom bátur að sækja farþeg-
ana. Leiksvæðin voru Tangagatan,
Bakkarnir og Neðstikaupstaður.“
Helga gekk í Melaskóla, fór þaðan
í Kvennaskólann í Reykjavík og
útskrifaðist 1964. „Þar voru sam-
ankomnar stúlkur af öllu landinu
og þar eignaðist ég góðar vinkonur.
Við höldum enn hópinn eftir 58 ár.“
Helga vann í fjögur ár eftir útskrift
úr Kvennó við skrifstofustörf og fór
síðan í Kennaraskólann og útskrif-
aðist 1971.
Helga hóf þá kennslu í Breiðholts-
skóla sem hafði starfað í tvo vetur
og var enn í byggingu. Hún var
kennari við Breiðholtsskóla í
Reykjavík 1971-79 og var kennari
við Gagnfræðaskóla Mosfellsbæj-
ar og Varmárskóla frá 1979 og
aðstoðarskólastjóri við Grunnskól-
ann í Mosfellsbæ síðustu níu árin,
en hún hætti störfum árið 2007.
„Gagnfræðaskólinn og Varmárskóli
runnu saman og ég var aðstoðar-
skólastjóri við unglingadeildina í
grunnskólanum. Ég kenndi alltaf
meira unglingum. Ég gæti ekki hafa
hugsað mér skemmtilegra starf og
það var gaman að vinna með börn-
um og unglingum.“
Helga var í stjórn Landssambands
framhaldsskólakennara 1973-1980,
Kennarasambands Íslands 1980-
1982 og Orlofsheimilasjóðs BSRB
frá 1977 í nokkur ár. „Þá fór m.a.
fram uppbygging á Eiðum, kaup á
Stóruskógum og uppbygging ásamt
viðhaldi og rekstri Munaðarness.
Svo var ég í ýmsum foringjastörf-
um hjá skátum í Reykjavík. Ég var
m.a. ylfingaforingi. Starfið fór fram
í skátaheimilinu við Snorrabraut.
Farið var í útilegur og skálaferðir
upp á Hellisheiði. Svo tók ég þátt í
að stofna skátafélagið Urðarketti í
Breiðholti og sat í stjórn félagsins
sem var um tíma stærsta skátafélag
á landinu. Þá hef ég starfað í Odd-
fellowreglunni í 28 ár.“
Helga sat fyrir Sjálfstæðisflokkinn
í hreppsnefnd og síðan bæjarstjórn
Mosfellsbæjar 1982-1998, m.a. sem
forseti bæjarstjórnar og formað-
ur bæjarráðs og sinnti ýmsum
nefndarstörfum. Á þessum tíma
breyttist Mosfellssveit í Mosfellsbæ
og mikil fjölgun var í bæjarfélaginu
„Hérna var ör fjölgun, sérstaklega
í lokin, en fyrst þekkti maður alla.
Mér er helst minnisstætt að allir
unnu að heill bæjarfélagsins þótt
Á Tenerife Vinahópur sem samanstendur af bekkjarbræðrum Örlygs og mökum þeirra.
Jóladagatal Börn Helgu og Örlygs ásamt yngstu barnabörnunum. Hjónin Stödd í Louvre í október sl.
Til hamingju með daginn
Stjörnuspá
Hilmar Örn Erlendsson
50 ÁRA Hilmar er Hafnfirðingur í húð og
hár og er fæddur á Sólvangi. Hann er kennari
og viðskiptafræðingur að mennt. Hilmar er
íþróttakennari við Öldutúnsskóla og er þjálfari
á líkamsræktarstöðinni HRESS. Áhugamálin
eru líkamsrækt, fótbolti og handbolti, en hann
sinnir gæslu á handbolta- og fótboltaleikjum
með FH. Hann spilaði í meistaraflokki með FH
í fótbolta.
FJÖLSKYLDA Börn Hilmars eru Irena, f.
2006, og Elmar, f. 2008. Bróðir Hilmars er
Ingvaldur Ben Erlendsson, f. 1984. Foreldrar
Hilmars: Fjóla Reynisdóttir, f. 1955, sjúkraliði, búsett í Hafnarfirði, og Er-
lendur Ingvaldsson, f. 1955, d. 2022, síðast búsettur í Vogum.
21. mars - 19. apríl A
Hrútur Þú ert óvenju fljótur að komast að
kjarna málsins og það vekur bæði aðdáun
og öfund þeirra semmeð þér starfa. Ein-
beittu þér að því sem þú átt að gera.
20. apríl - 20. maí B
Naut Gættu þess að gera ekki meiri
kröfur til annarra en sjálfs þín. Þú finnur
til óvenjumikils örlætis í garð vinar eða
einhvers í fjölskyldunni í dag.
21. maí - 20. júní C
Tvíburar Einhver valdabarátta er í gangi í
kringum þig. Settu mál þitt fram af skyn-
semi og sanngirni og þá munu aðrir veita
því athygli og taka afstöðu.
21. júní - 22. júlí D
Krabbi Þótt verkefnin hlaðist upp máttu
ekki vanrækja sjálfan þig. Enginn getur
unnið hvíldarlaust án þess að tapa áttum
og týna lífssýn sinni.
23. júlí - 22. ágúst E
Ljón Þú mátt ekki hafa svo miklar áhyggj-
ur af framtíðinni að þú getir ekki tekist
á við nútíðina. Gefðu þér þennan tíma til
þess að njóta lífsins.
23. ágúst - 22. september F
Meyja Það væri ákaflega misráðið af
þér að byrja á nýju verkefni áður en þú
hefur lokið við það sem þú vinnur að nú.
Reyndu ekki að sanna þig eða hafa betur í
rökræðum.
23. september - 22. október G
Vog Leyfðu vinum þínum að sýna þér þak-
klæti fyrir það sem þú hefur þeim vel gert.
Reyndu að taka eftir því þegar klappað er
fyrir þér og meðtaka það.
23. október - 21. nóvember H
Sporðdreki Reyndu að bregða út af
vananum í dag ef þú getur. Farðu varlega
þegar þú ert á ferðinni, hvort sem það er
fótgangandi eða undir stýri.
22. nóvember - 21. desember I
Bogmaður Sérstakt tækifæri bíður þín
handan hornsins. Viljirðu breytingar skaltu
stíga á pall og láta í þér heyra.
22. desember - 19. janúar J
Steingeit Rómantísk sambönd geta verið
erfið í dag. Hæfileikar þínir til að kanna
smáatriðin og rannsaka mál ofan í kjölinn
eru í hámarki í dag.
20. janúar - 18. Febrúar K
Vatnsberi Það er engin ástæða til að
missa móðinn þótt eitthvað blási á móti.
Láttu af þeim leiða vana að vera sífellt að
þóknast öðrum en sjálfum þér.
19. febrúar - 20. mars L
Fiskar Þú verður að finna sköpunarþrá
þinni farveg og sinna henni semmest þú
mátt. Helltu þér af kappi út í eitthvað sem
þú hefur stórkostlegan áhuga á.
Elvar Már Sigurðsson
40 ÁRA Elvar er fæddur og uppalinn á Akur-
eyri en býr í Kópavogi. Hann er stýrimaður,
sjúkraflutningamaður og kafari að mennt.
Elvar hefur starfað sem stýrimaður á varð-
skipum Landhelgisgæslunnar síðastliðin fimm
ár, en byrjaði í vor sem sigmaður í þyrludeild
Landhelgisgæslunnar. Hann stundar flugu-
veiði á sumrin og snjósleða á veturna.
FJÖLSKYLDA Maki Elvars er Helena Björg
Hallgrímsdóttir, f. 1983, kjólaklæðskeri og
ritari á bráðamóttökunni í Fossvogi. Sonur
þeirra er Sölvi Freyr, f. 2021. Sonur Elvars
er Elvar Birgir, f. 2000. Foreldrar Elvars eru
Sigurður Lárus Sigurðsson, f. 1963, varðstjóri slökkviliðs höfuðborgarsvæð-
isins, búsettur í Garðabæ, og Dagbjört Eiríksdóttir, f. 1965, fv. starfsmaður á
leikskóla, búsett á Akureyri.