Morgunblaðið - 08.11.2022, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.11.2022, Blaðsíða 32
Í lausasölu 822 kr. Áskrift 8.880 kr. Helgaráskrift 5.550 kr. PDF á mbl.is 7.730 kr. iPad-áskrift 7.730 kr. Sími 569 1100 Ritstjórn ritstjorn@mbl.is Auglýsingar augl@mbl.is Áskrift askrift@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 312. DAGUR ÁRSINS 2022 Gítarleikarinn Björn Thoroddsen hefur þekkst boð ástralska gítarleik- arans Williams Thomas Emmanuels um að leika á fernum tónleikum í Reykjavík ummiðjan apríl á næsta ári. „Þetta er líklegast stærsta áskorun sem ég hef fengið, því þarna verða nokkrir af bestu gítarleikurum heims,“ segir Bjössi Thor. Tommy Emmanuel verður með sérstakar fjögurra daga gítarbúðir (Tommy Emmanuel Guitar Getaway Iceland) fyrir áhugasama gítar- leikara í Reykjavík 13. til 16. apríl og á hverju kvöldi verða tónleikar, meðal annars í Hörpu, þar sem valdir gítarleikarar spila með goðinu. Námskeiðið, eða gítarveislan, eins og Bjössi kallar viðburðinn, er fyrst og fremst hugsað fyrir Bandaríkja- menn, en bandaríska fyrirtækið Dreamcatcher Events skipuleggur dagskrána. Veislan hefur verið kynnt í Bandaríkjunum og auk þess að spila með goðsögnum og fylgjast með þeim á tónleikum gefst þátttakendum tækifæri til þess að fara í skipulagðar ferðir í nágrenni borgarinnar. Emmanuel valdi Írann Martin Taylor, Jerry Douglas og Mike Dawes frá Bandaríkjunum, Þjóðverjann Joscho Stephan og Björn Thorodd- sen til að spila með sér á tónleikun- um. „Ég er ótrúlega stoltur af því að vera í þessum félagsskap, að ég tali ekki um á slíkum stórviðburði,“ segir Bjössi. „Þetta eru frægustu gítarleik- ararnir og byrjað er að selja miða á tónleikana erlendis, en miðasala hefst hérlendis eftir áramót.“ Gítarveislan Árleg Gítarveisla Bjössa Thor er ekki aðeins þekkt á Íslandi heldur hefur hún vakið athygli í Kanada, Bandaríkjunum og Noregi undir heitinu Guitarama. Hún verður næst í Bæjarbíói í Hafnarfirði um helgina, 11. og 12. nóvember, og að þessu sinni verður Robben Ford sérstakur heiðursgestur. „Robben er auðvitað einn af „stóru“ gítarleikurunum, en hann hitaði upp með Eric Clapton á Ítalíu á dögunum. Ekki amalegt að fá hann nánast beint frá Ítalíu í Bæjarbíó.“ Bjössi og Robben Ford kynntust á tónleikum fyrir nokkrum árum. „Ég hef verið mikill aðdáandi hans frá því ég byrjaði að spila á gítar og allt í einu vorum við saman á sviði,“ rifjar Bjössi upp. Hann segist hafa verið frekar feiminn en reynt að halda uppi samræðummeð því að spyrja um hitt og þetta. „Hann sagðist vera æ meira farinn út í framleiðslu á tónlist og spurði hvað ég væri að gera. Ég varð mjög upp með mér við spurninguna og sagði að mig langaði til þess að gefa út plötu. Spurði hann svo í beinu framhaldi hvort hann væri til í að framleiða hana. Hann tók sér umhugsunarfrest í viku og sagðist þá myndu taka verkið að sér. Platan Bjössi varð að veruleika og síðan höfum við verið í góðu sambandi.“ Aðrir gestir Bjössa í gítarveislunni verða Þórður Árnason, Andri Ívars- son, Sigfús Óttarsson, Jón Rafnsson og Hálfdán Árnason. „Þetta verður eiginlega Robben Ford-þema en við verðum traustir á bak við.“ lGítarveislaBjössaThor í Bæjarbíói umhelgina Bjössi Thor spilar með Emmanuel og Ford Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Ljósmyndir/Jóhann Ísberg Góðir Björn Thoroddsen og Tommy Emmanuel spila næst saman í apríl. Gítarveisla Robben Ford til hægri verður heiðursgestur um helgina. MENNING Volaða land verðlaunað í Lübeck Kvikmyndahátíðinni Nordische Filmtage Lübeck, eða Norrænum kvikmyndadögum í Lübeck, lauk um helgina og hlaut kvikmynd Hlyns Pálmasonar, Volaða land, hin svokölluðu Eystrasaltslandaverðlaun, Baltic Film Prize. Verðlaunafé nemur 5.000 evrum eða um 755.000 krónum. Kvikmyndaleikstjórinn og -framleið- andinn Friðrik Þór Friðriksson hlaut heiðursverðlaun á hátíðinni fyrir framlag sitt til kvikmyndalistarinnar og voru nokkrar mynda hans sýndar af því tilefni. ÍÞRÓTTIR Valur jók forskotið á toppnum Íslands- og bikarmeistarar Vals náðu í gærkvöldi þriggja stiga forskoti á toppi Olísdeildar karla í handbolta með 38:33-heimasigri á Selfossi. Valsmenn byrjuðu af krafti og komust snemma í 6:3 og þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður hafði Valur tvöfaldað for- skotið, 12:6. Að lokum munaði fimm mörkum á liðun- um í hálfleik, 21:16. Selfoss skoraði þrjú fyrstu mörkin í seinni hálfleik en eftir það tóku Valsmenn aftur við sér og unnu að lokum öruggan sigur. » 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.