Morgunblaðið - 08.11.2022, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.11.2022, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 2022 ✝ Þórunn Theo- dórsdóttir fæddist í Reykjavík 23. mars 1927. Hún lést 19. október 2022. Foreldrar henn- ar voru Kristín Pálsdóttir og Theo- dór Jakobsson skipamiðlari. Systkini Þórunn- ar eru: Sigríður, f. 1921, Soffía, f. 1922, Helga, f. 1924, Björn, f. 1926, Páll, f. 1928, og Steinunn, f. 1932. Þau eru öll látin. Ung fór Þórunn til Bretlands í nám í ritaraskóla og vann síð- an nokkur ár sem slík. Hún var gift Baldri Jónssyni og börn þeirra eru fimm: Einar Baldvin, f. 1953, Kristín Soffía, f. 1955, Hildur, f. 1957, Jón Páll, f. 1963, og Margrét, f. 1965. Barna- börnin eru sextán talsins og barna- barnabörnin nítján. Síðustu áratugi starfsævinnar vann Þórunn sem bókavörður á bókasafni Kópavogs og þar var hún sann- arlega á réttum stað með sína yfirgripsmiklu þekkingu á bók- um. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Í göngutúrum niðri í fjöru, skammt frá heimilinu, svipast ég stundum um eftir steinum. Þetta er vani, að glápa á grjót og reyna að finna stein sem er kannski asnalegur í laginu, glansandi eða litríkur. Vani sem ég tók upp í bústað ömmu og afa. Í minningunum þaðan, frá eilífa rokinu undir Eyja- fjöllum, fer amma stundum í vaðstígvélum með fötu niður að ánni og leitar að grjóti. Stund- um fékk ég að skottast á eftir henni og hjálpa. Jafnvel kom fyrir að ég fyndi stein sem rat- aði í fötuna, en ef þeir voru nógu flatir og kringlóttir fleyttu þeir kerlingar á ánni. Glæsilegustu steinunum raðaði hún í gluggann hjá dauðu hús- flugunum og innrammaða fjög- urra laufa smáranum: Hrafn- tinnu, hvítskellóttu grjóti og öðru, helminguðu eins og fugls- eggi, með glimmeri innan í. Amma Tóta var þrjósk, sker- andi kaldhæðin og hún þoldi ekki væmni en þótti við barna- börnin ansi ágæt. Það sýndi hún með því að lána okkur bækur, kenna okkur að klappa randaflugum og ef maður var með kám á kinninni eftir rabarbarasultuna sem alltaf var borin fram með kvöldmatnum þá sleikti hún á sér þumalputt- ann og nuddaði mann ákveðið í framan með sígarettuna lafandi þar til bletturinn var horfinn. Þegar ég var að vinna í ná- grenninu fyrir nokkrum árum kom ég stundum í heimsókn í pásunni til ömmu og afa. Þá sat hún við gluggann, reykti og leysti krossgátur eða las og við spjölluðum undir malinu í út- varpinu. Þegar ég var alveg að sofna hjá eineygða sjúskaða bangsanum í sófanum lagði hún frá sér krossgátublaðið, stóð upp og breiddi yfir mig sjúskað ullarteppi. Ég sá hana sjaldan síðustu árin sem hún lifði en hugsaði til hennar. Það mun ég gera áfram og halda áfram að ganga niður í fjöru og svipast um eftir steinum sem myndu passa í föt- una og síðar í gluggakistuna í bústaðnum hjá smáranum og húsflugunum sem fyrir löngu hefur verið sópað í burtu. Júlía Margrét Einarsdóttir. Þórunni hitti ég fyrst í gætt- inni á húsi hennar við Fögru- brekku í Kópavogi, en ég hafði þá nýverið kynnst eldri börn- unum á heimilinu, og ein dætr- anna vildi gefa mér kettling úr nýlegu goti þeirra heimiliskatt- ar. Þórunn heilsaði mér og þakkaði fyrir að þiggja kett- linginn og fól mér að gæta hans vel: miðaldra kona með höfð- inglegt yfirbragð tók í höndina á táningsstráknum. Heimilis- læðan þar í Fögrubrekku var hvít og hét Rósa Lúxembúrg, og hún var svolítið sérvitur og gat verið flókin í umgengni: gast til dæmis ekkert vel að að- komufólki, eins og væntanleg- um tengdasonum og -dætrum sem þangað slæddust; við þess konar fólk átti Rósa það til að verða hvefsin og öfugsnúin. Nokkrum árum seinna var ég svo sjálfur orðinn kærasti þeirrar dóttur sem á sínum tíma gaf mér kettlinginn, en ég skar mig þannig úr vonbiðlum að kisan Rósa, þá að verða roskin og kannski enn sérlund- aðri, hóf fljótlega að fagna komu minni, sótti í mig og vildi fá klapp á haus og háls með til- heyrandi mali, horfandi upp í loft. Þetta taldi Þórunn vera til vitnis um mannkosti og tók mér afar vel; mundi auðvitað ekki í svipinn eftir unglingsstaulanum sem hún hafði fyrrum hitt í dyragætt með kettling í fang- inu, en staðreyndin var auðvit- að sú að það var líka læða og álíka sérlunduð og raunar með alveg sams konar sinnislag og móðirin Rósa, svo galdurinn var ekki annar en sá að ég hafði í gegnum hana lært að umgangast þess konar dömur. Þórunn bar vitni um menn- ingarlegan bakgrunn, þar á heimilinu var mikil tónlist og margar góðar bækur; Þórunn vann að auki lengi á bókasafni og var þar á heimavelli því hún las alltaf mikið og átti ég við hana margar fróðlegar sam- ræður um bókmenntaleg mál- efni. Og bæði vorum við katta- fólk, hún gat jafnvel, merkilegt nokk, minnt stundum dálítið, ekki síst í umgengni við fólk, á gömlu heimiliskisuna Rósu Lúxembúrg, og líka dóttur þeirrar kisu sem lenti hjá mér. Einhvern tímann var Þórunn að tala um mann eða konu sem hafði nýlega kvatt þetta jarðlíf og henni fannst sjónarsviptir að, og vitnaði þá í skáldkonuna Karen Blixen sem sagði í bók um samskonar tilefni: „Det var som om en kat havde forladt stuen.“ Og þannig er það auð- vitað með stóra persónuleika eins og tengdamóður mína. Einar Kárason. Þórunn Theodórsdóttir Mundína Ásdís Kristinsdóttir, eða Munda, hefur verið í blakdeild Aftureldingar frá stofnun og samanstóð deildin einungis af tólf konum sem langaði að æfa blak. Síðan hef- ur mikið vatn runnið til sjávar og var Munda með í öllu ferl- inu. Við héldum okkar fyrsta öldungamót á Varmá 2002 sem var mikið ævintýri og í kjölfar- ið stofnuðum við barna- og ung- lingadeildina okkar. Við rákum þessar tvær deildir samhliða og eldri deildin aðstoðaði þá yngri á mótum og í dómgæslu og átti Munda marga dómgæsluna á yngriflokkamótum. Þegar ákveðið var að taka næsta skref og stofna meistaraflokk kvenna kom Munda fljótlega inn í það ráð auk þess að vera sjúkra- þjálfari liðsins. Það þýddi ekki eingöngu líkamlega sjúkraþjálf- un heldur ekki síður að vera andlegur sjúkraþjálfari. Við héldum öldungamót aft- ur 2010 og 2017 og alltaf var Munda með í undirbúningi og vinnu við mótið ásamt því að spila á því að sjálfsögðu. Mundína Ásdís Kristinsdóttir ✝ Mundína Ásdís Kristinsdóttir fæddist 30. nóv- ember 1972. Hún lést 31. október 2022. Útför hennar fór fram 7. nóvember 2022. Munda var mikil baráttumanneskja hvort sem það var innan vallar eða ut- an og geislaði af henni keppnisskap- ið og er ég ekki í nokkrum vafa um að það var það sem kom henni svo langt sem raunin var í hennar miklu veikindum. Hún sýndi ótrúlega seiglu og bar- áttuvilja og jákvæðni í gegnum allt það ferli en hún leyfði okk- ur að fylgjast með í gegnum síðuna sína „Í lífsins ólgusjó, brosum og njótum“ og titill síð- unnar segir allt sem segja þarf um hennar viðhorf til lífsins. Þar leyfði hún okkur að fylgj- ast með sinni „fjallgöngu“ eins og hún kallaði sitt ferðalag og veikindi. Okkar konur klæddust bleikum bol, Mundu til heiðurs, þegar við minntumst Mundu í upphafi fyrsta leiksins sem spilaður var eftir að hún kvaddi. Bleikur október var henni mikilvægur og við vitum öll fyrir hvað það stendur og munum við heiðra Mundu okk- ar með bleikum októbermánuði um ókomin ár. Munda hafði skoðanir á flestu og lá ekki á þeim. Við vorum kannski ekki alltaf sam- mála um nálgun á hlutina en við vorum alltaf sammála hvert stefnt var og af hverju við vor- um í þessu. Við bárum virðingu fyrir skoðunum hvor annarrar og unnum að sömu markmið- um. Það verður mjög tómlegt að hafa ekki skoðanir Mundu lengur því þær vöktu mann oft til umhugsunar. Fyrir utan starf sitt innan blakdeildar Aft- ureldingar sinnti hún ákaflega mikilvægu starfi innan Blak- sambands Íslands og eiga margar landsliðsstúlkur henni mikið að þakka bæði sem leik- menn og sem persónur utan vallar og eftir landsliðsferðir því hún sleppti ekki takinu. Fyrir hönd blakdeildar Aft- ureldingar vil ég þakka Mundu allt hennar frábæra starf sem hún vann fyrir deildina frá stofnun. Það verður seint full- þakkað. Við sendum fjölskyldu Mundu okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Mikill persónu- leiki er fallinn frá langt fyrir aldur fram og verður hennar sárt saknað á mörgum víg- stöðvum en við tökum með okk- ur baráttu hennar og lífsvilja og þökkum fyrir þær stundir sem hún gaf okkur í þessari jarðvist. Takk fyrir allt og allt. Hvíl í friði, elsku Munda. F.h. blakdeildar Afturelding- ar, Guðrún K. Einarsdóttir (Gunna Stína) formaður. Elsku Munda. Mikið er erfitt að sjá að einstaklega hetjulegri baráttu þinni við krabbameinið sé nú lokið. Einhvern veginn hafði ég alltaf von í hjarta um að ef einhver gæti sigrast á slíkum veikindum þá væri það þú. Enda búin að sýna það og sanna svo oft hversu öflug þú varst, þrautseig, lausnamiðuð, jákvæð og bjartsýn. Þú barðist svo ótal sinnum fyrir okkur landsliðsstelpurnar, stóðst vörð um heilsu okkar (bæði andlega og líkamlega), stappaðir í okk- ur stálinu, hvattir áfram og varst fyrst og fremst órjúfan- legur hluti af liðinu. Fyrir mig varstu alltaf mikill stuðningur og sýndir því svo fallegan skilning að ég átti erf- itt með að vita ekki fyrir fram hverjum ég yrði með í herbergi í landsliðsferðum og gaukaðir þeim upplýsingum alltaf að mér í trúnaði. Það kunni kvíðapés- inn í mér svo sannarlega vel að meta. Þetta sýnir svo skýrt að þú mættir fólki eins og það er og að sama skapi komst þú ávallt til dyranna eins og þú varst klædd. Veiruástand síðustu tveggja ára hafði því miður þau áhrif að maður fylgdist mest með þér úr fjarska, í gegnum stöðuupp- færslur þínar á facebook- grúppunni og þegar þú komst og fylgdist með blakviðburðum úr öruggri fjarlægð. Mér þykir svo óskaplega vænt um að hafa fengið að eiga gæðastund með þér þegar við tókum góðan göngutúr saman í Laugardaln- um með Gunnar Hauk minn nokkurra mánaða í vagninum. Kanínuhúfan sem þú prjónaðir á hann og við notuðum daglega er hlutur sem ég mun varðveita og hugsa hlýtt til þín í hvert skipti sem hún yljar litlum kolli. Elsku Munda, þú ert og verður ávallt órjúfanlegur hluti af mínum landsliðs- og blak- minningum og ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að halda minningu þinni á lofti. Kærleikskveðja, Ásthildur Gunnarsdóttir. Elsku amma mín. Ég sakna þín mikið. Þú varst besta amma í heimi, og ég var nafna þín. Góða ferð í blómalandið. Boð að heilsa afa, Gústa og Kiddu og líka Bæroni. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson) Þín sonardóttir, Ásdís Ásgeirsdóttir. Ásdís Ásgeirsdóttir ✝ Ásdís Ásgeirsdóttir fæddist 4. júlí 1927. Hún lést 26. október 2022. Útför hennar fór fram 7. nóvember 2022. Elskulegur faðir minn, sonur, bróðir, mágur, vinur og fósturfaðir, HJÁLMTÝR SÆMUNDUR HALLDÓRSSON plötu- og ketilsmiður, sem lést á heimili sínu laugardaginn 29. október, verður jarðsunginn í Seljakirkju fimmtudaginn 10. nóvember klukkan 15. Kári Sæmundsson Guðný Hjartardóttir Kristín Halldórsdóttir Haukur Sigurðsson Guðni Halldórsson Hildur Mikaelsdóttir Pétur Haraldsson Henný Gestsdóttir Jóhann Sigurðarson Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG ÞORSTEINSDÓTTIR, Álftárbakka, lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Brákarhlíð 3. nóvember. Útför hennar verður gerð frá Borgarneskirkju fimmtudaginn 10. nóvember klukkan 14. Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Alzheimersamtökin á Íslandi. Arilíus Dagbjartur Sigurðsson Þorsteinn Arilíusson Heiður Hörn Hjartardóttir Sigurður Arilíusson Svanhildur Björk Svansdóttir Friðrik Arilíusson Dagbjartur Ingvar Arilíusson Svanhildur Valdimarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ARNFRÍÐUR AÐALBJÖRG GUNNARSDÓTTIR, frá Ábæ í Austurdal, Skagafirði, sem lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi mánudaginn 24. október, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 10. nóvember klukkan 15. Útförinni verður streymt á vefsíðunni https://youtu.be/o8J_nDs52-w Einnig má nálgast hlekk á streymi á mbl.is/andlat Jörundur Helgi Þorgeirsson Edda Björk Þórarinsdóttir Ragnheiður Guðrún Þorgeirsdóttir Þóra S. Þorgeirsdóttir Guðmundur Ólafsson Freyja Júlía Þorgeirsdóttir Ásgeir Þorgeirsson Anna Margrét Kaldalóns Nína Björg Þorgeirsdóttir Anders Litsegård Guðmundur Þór Þorgeirsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Elsku Hofdís. Mikið er búið að vera erfitt að setjast niður til að skrifa kveðjuorðin til þín. Ég man svo vel þegar ég hitti þig fyrst. Þú tókst svo vel á móti mér eins og þú hefðir alltaf þekkt mig. Þú varst búin að dekka upp glæsi- legt borð og elda dýrindismat. Þannig varst þú alltaf, allt svo fínt og flott. Heimilið þitt alltaf til fyr- irmyndar og alls staðar skemmti- legir hlutir sem voru ekki á öðrum heimilum. Krakkarnir voru alltaf komnir í smá ævintýraheim þegar þau komu til þín. Hjá þér var dansandi og syngjandi górilluapi, risastórir bangsar og syngjandi jóasveinn ásamt óteljandi furðu- verum sem þau höfðu svo gaman af. En það sem þau höfðu öll mest gaman af varst þú, þú varst svo hlý og góð við börnin og okkur öll. Það var svo augljóst að þú lagðir þig alla fram til þess að ná sem Ingunn Hofdís Bjarnadóttir ✝ Ingunn Hofdís Bjarnadóttir fæddist 29. júní 1944. Hún lést 24. október 2022. Útförin fór fram 2. nóvember 2022. flestum stundum með okkur fjölskyld- unni. Það var það sem skipti þig öllu máli. Það var aðdá- unarvert að sjá hvað þú gast gefið börn- unum mikið þó þú værir orðin svo mik- ið veik. Það þurfti ekki nema einn kuð- ung og þú náðir þeim öllum á vit ævintýr- anna. En að því sögðu þá er svo margt sem við tökum með okkur í þinni minningu. Þrautseigja er eitt af því. Gunnar þinn er fékk marga af þínum mannkostum í vöggugjöf og munum við saman halda þinni ljúfu minningu hátt á lofti. Ég veit að þú óttaðist það að ná ekki að skapa minningar með börnunum en þú náðir því svo sannarlega og þau minnast þín með hlýju og sakna þín mikið. Þegar ég minnist þín þá eru tvö orð efst, góð og hlý. Þú varst svo mikið góð og hlý. Ég átti góða vin- konu í þér og það þótti mér óend- anlega vænt um. Takk fyrir allt, elsku Hofdís. Þín tengdadóttir, Rakel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.