Morgunblaðið - 08.11.2022, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.11.2022, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 2022 IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Nýir bílar á lager Sími 4 80 80 80 Litur: Onyx black/svartur að innan. 10 gíra skipting, auto track millikassi, multipro opnun á afturhlera, flottasta myndavélakerfið á markaðnum ásamt mörgu fleira. Heithúðaður pallur með gúmmimottu, sóllúga, toppljós. 2023 GMC Denali 2500HD VERÐ 16.730.000 m.vsk Án vsk. 13.492.000 Litur: Iconic Silver/svartur að innan. 475 hö, 1050 pund tog og 10 gíra sjálfskipting. Innifalið í TREMOR-pakki. Topplúga, Quad Beam LED ljós, heithúðaður pallur, húdd- hlíf. Lariat Sport útlitspakki með meðal annars samlitað grill. Ultimate pakki sem innheldur meðal annars lyklalaust aðgengi, start og fjarstart og tröppu í hlera. Heithúðaður pallur, quad beam LED aðalljós, 360 myndavélakerfi með back up assist. 2022 Ford F-350 Tremor Lariat Sport VERÐ 18.490.000 m.vsk Án vsk. 14.900.000 Þær eru margar öfugmælavísurnar og afbökun á íslensku máli sem ratað hafa úr ranni meirihlutans í borginni undanfarin misseri, en notkunin á orðinu „hagkvæmt“ ætlar að slá öll fyrri met. Orðið hagkvæmt þýðir samkvæmt orðabók Árna Magnússonar „fjár- hagslegur ávinningur“, þýðing sem er nokkuð skýr og skiljanleg. En það segir ekkert um það hverra ávinningurinn verður, sem veitir ákveðna möguleika á túlkun hug- taksins. Það er samhengið sem gefur tilefni til túlkunar. Meirihlutinn í Reykjavík hefur gert mikið úr þeim hluta húsnæð- isstefnu sinnar sem fjallar um hlutdeild hagkvæms húsnæðis á húsnæðismarkaði borgarinnar. Í því samhengi er líka talað um félagslegt og óhagnaðardrifið hús- næði. Í nýlegu erindi Dags B. Egg- ertssonar kom fram að allt að 30% af yfirstandandi og tilvonandi hús- næðisuppbyggingu færi fram undir þeim formerkjum. Það er því fullt tilefni til að skoða það nánar hvað það þýðir í raun í veröld hans. Hugtakið „hagkvæmt húsnæði“ sem sérstök tegund af húsnæði birtist fyrst í kynningum borgar- yfirvalda vorið 2014. Það vor var markaðsverðmæti á hverjum seld- um fermetra í nýrri eða nýlegri 60 fermetra íbúð alls þrjú hundruð sjötíu og fimm þúsund krónur. Það ár voru lágmarkslaun í kringum tvö hundruð tuttugu og fimm þús- und krónur. Hver fermetri í áður- nefndri íbúð var því 68% hærri en lágmarkslaun. Í dag er markaðs- verðmæti hans sjö hundruð þrjátíu og níu þúsund, en lágmarkslaun samkvæmt síðustu kjarasamning- um þrjú hundruð sextíu og átta þúsund. Það þýðir að markaðsvirði hvers fermetra er orðið 100% hærra en lágmarkslaun og hefur því hækkað 50% um- fram þau á tímabilinu. Árið 2016 var bygg- ingarreglugerð ein- földuð með þeim hætti að byggingarkostn- aður lækkaði. Í því samhengi var talað um að allt að tvær milljónir myndu spar- ast við hverja með- alíbúð í Reykjavík. Byggingarkostnaður hefur einungis hækk- að um þriðjung af hækkun markaðs- verðs frá árinu 2010. Það er því nokkuð eðlilegt að áætla að hag- kvæmar húsbyggingar, sem eru samkvæmt ráðagerð borgaryfir- valda ódýrar í uppbyggingu, yrðu seldar nokkru undir markaðsverði. Á heimasíðu Reykjavíkurborgar er listi yfir verkefni sem hafa hlotið brautargengi undir þessum for- merkjum og eiga þau flest sameig- inlegt að vera einmitt hagkvæm í byggingu. En ætli ungi kaupandinn sem er að stíga fyrstu skrefin á fasteigna- markaðnum eða sá sem vinnur lág- launastörfin í borginni fái hlutdeild í þessari hagkvæmni? Stutta svarið er nei, hann fær það ekki! Stað- reyndin er sú að þetta húsnæði, sem oft er reist úr innfluttum og verksmiðjuframleiddum einingum, verður dýrara en annað húsnæði í Reykjavík. Fyrirtæki eins og Frambúð ehf. og Hoffell ehf. hafa gert samninga við Reykjavíkurborg um uppbygg- ingu á slíku húsnæði, annars vegar í Skerjafirði og hins vegar í Gufu- nesi. Í báðum tilfellum er áætlað að reisa fjölbýlishús úr einingum, smærri íbúðir fyrir ungt fólk og tekjulága. Þessi fyrirtæki hlutu brautargengi hjá borginni eftir samkeppni um hagkvæmt húsnæði sem haldin var 2019. Til eru samningar og ráðagerðir, samþykkt af borgarráði, sem gera ráð fyrir að söluverð á þessu hag- kvæma húsnæði sé töluvert yfir núverandi markaðsverði og nálgast það að vera átta hundruð þúsund fyrir hvern fermetra, eða 115% hærra en lágmarkslaun. Hver skyldi svo hagnast á þessari bí- ræfnu skilgreiningu á hagkvæmni í byggingu húsnæðis? Það eru jú að- eins fasteignafélögin í Reykjavík og fjármagnselítan í vinfengi við borgarstjórann sem gera það, hinn fjárhagslegi ávinningur verður þeirra og aðeins þeirra. Það eru hins vegar fyrstu kaupendur, lág- launafólk og leigjendur sem greiða hið háa verð fyrir þessa tegund af hagkvæmni með lífsgæðum sínum og velferð. Það er stefna meirihlutans að byggja meira í þessum dúr, hag- kvæmt fyrir fasteignafélögin en íþyngjandi fyrir þá sem reyna að eignast heimili. Blekkingaleikurinn er svo fullkomnaður með því að reyna ítrekað að sannfæra almenn- ing um að maður þurfi að borga mest fyrir það sem kostar minnst. Sú staðreynd að reynt sé að blekkja almenning á svo ófyrirleit- inn hátt er mjög afhjúpandi fyrir hverra hagsmuna er gætt og hvar hollusta borgarstjórnar liggur. Ef raunveruleg fyrirætlan meiri- hlutans væri að íbúar borgarinnar fengju hlutdeild í ætlaðri hag- kvæmni þyrfti að setja skilyrði um söluverð, annaðhvort með því að binda það við hámarkshlutfall af markaðsverði eða hámarksálagn- ingu á byggingarkostnað. Að öðr- um kosti er ekkert að marka þessa framsetningu. Það eina sem hún annars undirstrikar eru öfugmæli og blekkingaleikur meirihlutans og gjaldfellir yfirskrift húsnæðisáætl- unar borgarinnar um öruggt hús- næði á viðráðanlegu verði. Guðmundur Hrafn Arngrímsson »Hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur verður dýrara en annað húsnæði í borginni. Guðmundur Hrafn Arngrímsson Höfundur er formaður samtaka leigjenda á Íslandi. sli@sli.is Blekkingaleikur borgarstjórans Mér þætti gaman ef blaðamenn spyrðu Katrínu og þetta lið, sérstaklega Jón Gunn- arsson, hvort þau hefðu ferðast til þess- ara landa sem hælis- leitendur koma frá. Ég hef nefnilega á til- finningunni að þetta fólk hafi aldrei farið neitt því ekki virðist það vita að sama hjartað slær í okk- ur öllum. Það er það sem ferðalög gera. Brúnó var brenndur á báli í Róm á sautjándu öld fyrir að halda því fram að við hefðum öll sömu al- heimssálina. En þetta fólk beitir því- líkum ruddaskap að það virðist ekki vita að lífið hefur fínni blæbrigði. Ég ætla ekki að hafa þetta langt en þegar ég ferðaðist með mömmu til arabalandanna, Líbanons, Sýrlands, Jemens, Palestínu og Jórdaníu, þá frjóvgaðist sál mín. Heimurinn opnaðist. Heimurinn var ekki lengur bara Shakespeare, Beckett og Aríel últra. Ég var að tærast upp í mínum vestræna menningar- heimi. Það er hættan. Að við tærumst upp í okkar eigin menning- arheimi; við forpok- umst ekki bara og hörðnum eins og grjót, nei við tærumst upp. Svo kæru blaðamenn, spyrjið Katrínu og Jón og kó hvert þau hafi ferðast og já hvort þau hafi komið til Grikklands, annars staðar en í sólina. Elísabet K. Jökulsdóttir Elísabet Jökulsdóttir »Þetta fólk beitir því- líkum ruddaskap að það virðist ekki vita að líf- ið hefur fínni blæbrigði. Höfundur er skáld. Sama hjartað Í desember 2021 óskaði Ísorka eftir því við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) að stofnunin gerði úttekt á hleðslu- stöðvum sem Ísorka býður húsfélögum fjöl- býlishúsa á landinu, en stofnunin sinnir lögum samkvæmt eftirliti með mælabúnaði á Ís- landi. Við þá vinnu óskaði HMS eftir afstöðu Orkustofnunar, sem setur kröfur um mælabúnað sem notaður er til uppgjörs á raforku, hvort sem er vegna innra uppgjörs eða beinnar gjaldtöku. Að fenginni afstöðu Orku- stofnunar var niðurstaða úttektar HMS að allur búnaður í eigu Ísorku uppfyllti kröfur um löggilda raf- orkumæla. Er Ísorku því heimilt að merkja stöðvar sínar sem slíkar. Uppfylla ekki settar kröfur Ástæða fyrirspurnar Ísorku var sú að í hleðslustöðvum á markaðnum eru annars vegar gerðarvið- urkenndir og sannprófaðir mælar í samræmi við kröfur reglugerðar sem sett var 2. desember 2019 (reglugerð um raforkuviðskipti og mælingar 1150/2019) og hins vegar mælar í hleðslustöðvum í fjölbýlis- húsum, þar sem ekki er hægt að sannreyna nákvæmni og frávik sem fylgja notkun mælanna og eru þeir mælar því hvorki gerð- arviðurkenndir né sannprófaðir eins og mælar Ísorku. Afstaða Orkustofn- unar er mjög skýr í svörum sínum til HMS. Þar segir m.a. að þegar sala raforku í hleðslu- stöðvum byggist á seldu magni skuli mælabúnaður stöðv- anna sem mælir raf- orkuna fylgja ákvæð- um reglugerðarinnar frá 2019 hvað varðar þá eiginleika sem kveðið er á um í 18. grein um kröfur til mælabúnaðar til „uppgjörs raforku“. Á ábyrgð söluaðila og hússtjórna Ísorka hefur frá árinu 2019 tjáð sig um nauðsyn þess að söluaðilar og rekstraraðilar hleðslustöðva á mark- aðnum tryggðu að mælar til upp- gjörs í hleðslustöðvunum uppfylltu ákvæði reglugerðarinnar. Því miður eru þó enn boðnar til sölu og leigu hleðslustöðvar hjá söluaðilum á markaðnum, sem uppfylla ekki ofan- greindar kröfur. Einnig eru rekstr- araðilar á markaðnum sem selja raf- magn með mælum til uppgjörs, sem uppfylla heldur ekki ákvæði reglu- gerðarinnar. Það er ávallt á ábyrgð eigenda hleðslustöðvanna og hús- stjórna fjölbýla að uppsettur bún- aður sé löglegur að þessu leyti sem öðru. Sé hleðslustöðin á hinn bóginn leigð er ábyrgðin öll hjá þeim sem leigir rafbílaeiganda stöðina. Ógerðarviðurkenndir og ósann- prófaðir mælar enn í rekstri Í byrjun desember næstkomandi verða liðin þrjú ár síðan reglugerðin tók gildi. Enn er þó starfræktur fjöldi hleðslustöðva í fjölbýlishúsum, sem settar voru upp eftir að reglu- gerðin tók gildi og eru hvorki gerð- arviðurkenndar né sannprófaðar til að mæla selt rafmagn til viðskipta- vina af nákvæmni, eins og tíðkast t.d. við sölu húsarafmagns eða sölu jarðefnaeldsneytis á bensínstöðvum. Og ekki nóg með það, sala og upp- setning þessa sama búnaðar tíðkast enn í nýjum húsum þrátt fyrir reglu- gerðina frá 2019. Starfræksla þess- ara tilteknu hleðslustöðva er því í raun ólögmæt án þess að eftirlits- aðilar hafi brugðist við. Hið sama á við um hleðslustöðvar á vinnustöð- um, þar sem starfsmenn greiða fyrir hleðsluna. Þegar sala raforku í hleðslu- stöðvum byggist á seldu magni Sigurður Ástgeirsson » Því miður eru hér enn boðnar til sölu og leigu hleðslustöðvar sem uppfylla ekki kröf- ur reglugerðarinnar frá 2019 sem kveður m.a. á um löggilda mæla. Sigurður Ástgeirsson Höfundur er framkvæmdastjóri Ísorku. Atvinna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.