Morgunblaðið - 27.12.2022, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.12.2022, Blaðsíða 1
FAGNAR GÓÐU GENGI Í SKARA Í SVÍÞJÓÐ ALDÍS ÁSTA 27 BÆKUR ÁRSINS 2022 MENNING 29 VALA KAREN ÁVERALDAR- VAKTINNI SÞ ÁRIÐ 2023 11 • Stofnað 1913 • 303. tölublað • 110. árgangur • ÞR IÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2022 Hressingarganga í Laugarnesinu á öðrum degi jóla Brunagaddur, snjór yfir öllu og víða fljúgandi hálka. Svona var staðan í gær í Reykjavík, en eftir veisluhöld jólanna var fjölda fólks nauðsynlegt að fara út í göngutúr. Þar lét enginn veðrið og hálkuna á sig fá heldur naut þess að fylla lungun af súrefni og líta til sólar, en gangur hennar lengist nú hænufet dag hvern. Leit ljósmyndari Morgun- blaðsins hlíðar Esju ogMóskarðshnúka í fallegri birtu er hann var á ferð í Laugarnesi ummiðjan dag í gær og víst er alltaf fallegt að líta til Viðeyjar úti á sundunum bláu. Morgunblaðið/Hákon Sagði Kúleba að Úkraínumenn myndu gera allt sem þeir gætu til þess að knýja fram sigur í styrjöldinni á næsta ári, en að öllum styrjöldum lyki við samningaborðið í kjölfar þeirra aðgerða sem gerðust á vígvellinum. Átta felldir í eldflaugaárás Hart var barist um jólahelgina og felldu Rússar átta manns í Kerson- borg í eldflaugaárás á aðfangadegi jóla. Volodimír Selenskí Úkraínufor- seti fordæmdi árásina harðlega og sagði hana dæmi um grimmd Rússa. Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði á jóladag að innrásinni í Úkra- ínu væri ætlað að „sameina rússnesku þjóðina“, og sakaði hann um leið and- stæðinga landsins um að vilja sundra hinu „sögulega Rússlandi“. Ummælin vísuðu til kenninga sem Pútín hefur haldið fram um að Úkraínumenn og Rússar séu í raun hluti af sömu þjóð. Pútín sagði einnig að Rússar væru reiðubúnir til friðarviðræðna. Úkra- ínustjórn tók hins vegar dræmt í þá yfirlýsingu, þar sem skilyrði Rússa fela í sér að þeir fái varanleg yfirráð yfir þeim svæðum sem þeir segjast hafa innlimað í Rússland. Dmítró Kúleba utanríkisráðherra Úkraínu sagði í gær að Úkraínumenn vildu efna til friðarráðstefnu fyrir lok febrúar á næsta ári, en þá verður ár liðið frá því að innrás Rússa hófst. Sagði Kúleba í viðtali við AP-frétta- veituna að Úkraínustjórn vildi að ráðstefnan yrði á vegum Sameinuðu þjóðanna og að António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, myndi hafa þar milligöngu á milli Rússa og Úkraínumanna. Kúleba tók hins vegar fram að Rússar yrðu að samþykkja að stríðs- glæpamenn úr þeirra röðum yrðu dregnir fyrir dóm áður en Úkraínu- menn myndu ræða beint við þá. Öðr- um ríkjum væri þó frjálst að ræða við Rússa, og benti Kúleba þar með- al annars á dæmi Tyrkja, sem höfðu milligöngu ásamt Guterres um korn- flutningasamkomulagið á milli Rússa og Úkraínumanna í sumar. lKúleba leggur til ráðstefnu á vegum Sameinuðu þjóðannalMunu reyna að knýja fram sigur á næsta árilDræmt tekið í yfirlýsingu Pútíns um viðræður Leggja til friðarráðstefnu Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Önnur drónaárás …» 13 AFP/Genya Savilov Jólahaldi flýtt Þessar tvær konur í Kænugarði sóttu jólaguðsþjónustu úkraínsku rétttrúnaðarkirkjunnar, sem haldin var á jóladag, en jólahaldi hennar var flýtt frá 7. janúar í mótmælaskyni við innrás Rússa. „Ekkert lát er á þeim kuldum sem nú eru og búast má við brunagaddi víða um land alveg fram til áramóta. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veður- fræðingur í samtali við Morgun- blaðið. Eitthvað gæti líka snjóað bæði á Suður- og Austurlandi gangi veðurspár eftir og því má búast við ófærð á vegum í þessum landshlutum. Áfram eru svo að myndast lægðadrög fyrir vestan land sem summunu skila sér að ströndum og þeim gæti þá fylgt snjókoma við sunnanvert landið. Í gærkvöldi klukkan 18 var 12 stiga frost á Akureyri og 19 stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum. Áfram verður mikill kuldi um land allt Grótta Fosthörkur eru víða á Fróni nú. Morgunblaðið/Eggert

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.