Morgunblaðið - 27.12.2022, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.12.2022, Blaðsíða 11
FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2022 11 Hamraborg 10, Kópavogi, sími 554 3200 Opið virka daga 9.30–18 laugardaga 11-14 Verið velkomin í sjónmælingu Einnig að stuðla að mannlegri reisn og tryggja fólki réttindi og skapa möguleika til þátttöku í lýðræðislegum samfélögum þar sem jafnrétti er í heiðri haft. Þetta skiptir allt máli fyrir frið í heim- inum. Skilningur á mismunandi trúarbrögðum og menningarlegri fjölbreytni um allan heim gerir slíkt einnig og að velja samræð- ur og samningaviðræður í stað árekstra er nokkuð sem Sþ eiga að þjóna, sem vettvangur til þess að tryggja þessi tengsl og umburðar- lyndi meðal ólíkra þjóða. Framlag kvenna, barna og ungmenna og eldra fólks í því að efla friðarmenn- ingu er einnig mjög mikilvægur þáttur sem oft gleymist. En til þess að þróa friðsamleg samfélög þarf jafnrétti og umburðarlyndi. Einnig verður að fjárfesta í menntun og bæta þekkingu í svo mörgu tilliti. Þetta er nokkuð sem hefur fengið mikinn hljómgrunn í íslenskri utan- ríkisstefnu með ályktun öryggis- ráðsins nr. 1.325 frá árinu 2000, en það fjallar um mikilvægt framlag kvenna til friðaruppbyggingar og viðhalds friðar eftir átök. Ekki eingöngu fyrir eigið öryggi heldur líka í alþjóðasamfélaginu. Ísland var eitt af fyrstu ríkjum til þess að setja sér landsáætlun um konur, frið og öryggi. Núverandi áætlun gildir út 2022 og er því von á nýrri landsáætlun Íslands bráðlega.“ Meira en 200 dagar í almanaki næsta árs eru tileinkaðir ákveðn- um málefnum eða verkefnum sem eru samþykkt af allsherjarþingi Sþ en aðildarríki mega koma með tillögur. Stundum draga til dæmis stofnanir og samtök Sþ athygli að ákveðnum málefnum sem mikilvæg þykja. Alls konar alþjóðlegir dagar Í ályktunum sínum fjallar allsherjarþingið svo um tillögur að merktum dögum. Alþjóðlegur dagur til útrýmingar fæðingarfistli er þarna, en hann er 23. maí. Íslendingar hafa um árabil stutt verkefni mannfjöldasjóðs Sam- einuðu þjóðanna (UNFPA) gegn fæðingarfistli víðs vegar í heimin- um, meðal annars í Malaví, sem er annað tveggja samstarfsríkja Íslands í alþjóðlegri tvíhliða þró- unarsamvinnu. Um tvær milljónir kvenna þjást af fæðingarfistli (obstetric fistula) samkvæmt upplýsingum Sameinuðu þjóðanna. Í Malaví er talið að um 0,6 prósent kvenna þjáist af þessu. Mikill líkamlegur sársauki og skömm fylgir fæðingarfistli, til dæmis þegar hann myndast milli ristils og legganga, með þeim afleiðingum að konur hafa ekki lengur stjórn á þvaglátum og/eða hægðum. Þemu alþjóðlegra daga eru ávallt tengd ályktunum og helstu að- gerðasviðum Sþ, það er að viðhalda friði, stuðla að öryggi og sjálfbærri þróun, verndun mannréttinda og tryggja alþjóðalög og mannúðar- aðgerðir. „Margir alþjóðadaganna eru haldnir hátíðlegir í íslensku samfé- lagi, bæði af skólum, fyrirtækjum, stjórnvöldum og samtökum svo fátt eitt sé nefnt,“ segir Vala Karen. Nefnir hún þar til dæmis alþjóða- daga til dæmis kennara og fatlaðra. Einnig má tiltaka dag mann- réttinda, barna, jafnlauna, hafs, umhverfis, frjálsrar fjölmiðlunar og móðurmálsins. Aðrir dagar sem Sþ tileinkar ákveðnum málefnum en er lítt getið á Íslandi eru merktir til dæmis blindraletri, djasstónlist, tókbaksvörnum og ferðaþjón- ustu. Einnig eru til dagar þar sem skáklist, útvarp, sjónvarp, vinátta, þjóðtungur, menntun og vísinda- starf kvenna eru í brennidepli. Allir eiga þessir dagar sína sögu og mið- ast fræðsla um þá við að málefnin tengist heiminum öllum. Á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna verður árið 2023 tileinkað tveimur málefnum; annars vegar framleiðslu á hirsi, og hins vegar samræðum sem tryggingu fyrir friði. „Hvor tveggja eru viðeigandi málefni í þeirri stöðu sem nú er uppi í alþjóða- samfélaginu,“ segir Vala Karen Viðars- dóttir, fram- kvæmdastjóri Félags Sam- einuðu þjóðanna á Íslandi. „Hjá félaginu vekjum við athygli á þessum málum með samtali og fræðslu til almennings, heimsækj- um skóla og stofnanir og ræðum við fjölmiðla. Leiðirnar eru margar og málefnin sem snerta allt mann- kynið eru mikilvæg.“ Framlag til fæðuröryggis Misjafnt er hvernig kynningu á málefnum ársins er háttað. Umfjöllun um hirsisræktina er á ábyrgð FAO, Matvælastofnunar SÞ, sem er með höfuðstöðvar í Róm. Stofnunin sendir frá sér margvís- legan fróðleik um hirsi, sem er í raun samheiti nokkurra tegunda af korni. Í Úkraínu til dæmis er mikill fjöldi kornbænda og víðfeðmir akr- ar þar í landi hafa stundum verið kallaðir matarkista Evrópu. Þess verður fólk á Vesturlöndum svo sannarlega vart nú á stríðstímum. „Kornskortur vegna stríðsins í Úkraínu hefur haft neikvæð áhrif víða. Því þarf viðurkenningu á því að landbúnaður og fæðukerfið eru hvor sín hliðin á sama peningnum. Ný tækni og stafræn þróun geta sömuleiðis aukið virði framleiðslu og þar geta komið til bættar aðferð- ir við verkun framleiðslu, flutninga, viðskipti, endurvinnslu og annað. Framleiðsla á hirsi er lífsviðurværi milljóna fjölskyldna í dreifbýli um allan heim og framlag sem skiptir miklu fyrir fæðuöryggi,“ segir Vala Karen og heldur áfram: „Í matvælakerfi heimsins eru uppi margvíslegar flóknar áskoran- ir, vegna hungurs, vannæringar og sjúkdóma sem tengjast mataræði. Í þessu sambandi þarf að líka að horfa til neyðarástands í loftslags- málum og þess að náttúruauðlindir eyðast. Hirsi getur vaxið á þurru landi með lágmarksaðföngum og þolir breytingar á loftslagi og því kjörin lausn fyrir lönd til að auka sjálfsnægtir og draga úr því að treyst sé á innflutt korn. Við þurfum að horfa til þess að af hirsi og öðrum korntegundum sé nægt framboð á viðráðanlegu verði. Allt þetta helst svo í hendur við Heims- markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.“ Jafnrétti og umburðarlyndi í þágu friðar Alþjóðlegt ár samræðna sem trygging fyrir friði er hitt megin- málið sem Sameinuðu þjóðirnar hafa í brennidepli á árinu 2023. Innrás Rússa í Úkraínu fyrir tíu mánuðum hefur verið efst á baugi í fjölmiðlum. Bæði þar eystra og víðar í veröldinni ríkir ófriður, sem oftar en ekki bitnar verst á almennum borgurum og hefur það gríðarleg áhrif á innviði landsins. Með alþjóðlegu ári samræðna vilja SÞ, segir Vala Karen, minna á það mikilvæga hlutverk sem þær hafa í því að þróa vinsamleg tengsl milli ríkja. Einnig árétta að stofnsátt- máli samtakanna, markmið hans og meginreglur lúta að því að tryggja frið og skapa betri framtíð. „Að koma í veg fyrir átök, vinna að friðsamlegri lausn deilumála, leita sátta og halda úti friðar- gæslu og afvopnun er hluti af því. Málefni alls mannkyns Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Árið 2023 á vettvangi Sameinuðu þjóðanna er tileinkað hirsis- og kornframleiðslu og mætti samtalsins í þágu friðar AFP Akrar Úkraína er stundum sögð matarkista Evrópu. Innrás Rússa í landið hefur því ógnað fæðuöryggi í álfunni sem kallað hefur á viðbrögð. AFP/Brendan Smialowski Samtal Volodimír Selenskí leiðtogi Úkraínu og Joe Biden forseti Banda- ríkjanna á skrafi í Hvíta húsinu. Hverju mun samtal þeirra skila? Vala Karen Viðarsdóttir Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra hátíðar og þökkum viðskiptin á líðandi ári Hólshraun 3 · 220 Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Virti ekki lokanir í tvígang Rúta á vegum Hópbíla, með 30 farþegum, festist tvisvar í fyrradag og þveraði þjóðveg 1 í bæði skiptin í nágrenni Víkur í Mýrdal. Eftir að björgunarsveitir losuðu rútuna í fyrra skiptið er hún festi sig á þjóðvegi 1 við Pétursey hlýddi bílstjóri hennar engum tilmælum um lokanir og festi sig aftur við afleggjarann að Hótel Dyrhólaey þar sem rútan þveraði veginn. Þjóðvegur 1, á milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs, var lokaður í allan gærdag. Upp- lýsingafulltrúi Landsbjargar harmar málið en segir sveit- irnar ekki hafa haft heimildir til að hamla för rútunnar. Rútan Bílstjórinn virti ekki lokanir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.