Morgunblaðið - 27.12.2022, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2022
BEYONDAIR
H. Jacobsen ehf. | Reykjavíkurvegi 66, 220 Hfj.
Kíktu á beyondair.is
Ný tækni í
loftgæðum
• Tækið líkir eftir loftinu utandyra
• Notar súrefni og raka úr loftinu
• Breytir þeim í öflug oxuð vatnsmólíkúl
• Hlutleysir örverur í loftinu og á yfirborði
• Eyðir vírusum, bakteríum, myglu og fl.
Glæný verslun
Skeifunni 9
Troðfull af vörum fyrir öll gæludýr
Kauptúni 3, Garðabæ | Skeifan 9, Reykjavík | Sími 564 3364 | www.fisko.is
Opið virka daga 10-19, laugardag 10-18, sunnudag 12-18
kíktu í heimsókn
L i f and i v e r s l un
fy r i r ö l l gæ ludýr
Söfnum as nn s y u p s ands
fyrir þá fjölmörgu sem lægstu framfærsluna hafa.
Þeim sem geta lagt okkur lið er bent á
bankareiknin 4 -2 - k . 60903-2590.
Fjölskylduhjálp Íslands, rsgötu 14 í Reykjanesbæ.
Jólasöfnun
Guð blessi ykkur öll
Það er skelfileg til-
finning að uppgötva
að maður sé fastur í
veiðarfærum sem ver-
ið er að keyra út á
fullri ferð og muni
dragast fyrir borð á
næsta augnabliki. Það
varð mér þó til lífs að
ég náði að kalla fram
á dekk hvað væri að
gerast og ná jafn-
framt, þegar í sjóinn
var komið, að losna við lykkjuna á
dragnótartóginu, sem herst hafði að
fótleggnum.
Þótt ég væri ekki lengur í sjónum
en tiltölulega skamma stund, þá var
mjög af mér dregið þegar bátnum
hafði verið snúið til baka og tekist
hafði að draga mig upp í bátinn. Ég
hugsa með hryllingi til þess ef ekki
hefði heyrst í mér kallið fyrir vélar-
hávaðanum og mín beðið þar með
þau örlög að örmagnast á sundinu
og drukkna. Sökkva síðan til botns
og hvíla í votri gröf, sem því miður
hafa orðið örlög margra sjómanna,
sérstaklega áður fyrr. Blessuð sé
minning þeirra allra.
Það liggur fyrir að hefðu skips-
félagar mínir ekki heyrt í mér, en
uppgötvað síðar að ég væri ekki
lengur um borð, þá hefði strax verið
hafin leit að mér í sjónum, svo lengi
sem fræðilegur möguleiki væri á
því og rúmlega það að ég gæti hafa
haldið mér á floti með einhverjum
hætti. Eftir það væri ljóst að ég
hefði drukknað og sokkið til botns.
Af þeim ástæðum hefði þá ekki ver-
ið kostað til leitar með skipum og
flugfarartækjum, hvað þá sólar-
hringum saman, þar sem ljóst lægi
fyrir í upphafi að ekkert yrði að
finna á yfirborði sjávar. Jafnframt
sem slík kostnaðarsöm leit skilaði
því miður engu og hefði þar af leið-
andi engan tilgang. Óskhyggja
breytti þar engu um. Að sjálfsögðu
hefðu menn haft fulla samúð með
aðstandendum mínum og skilning á
því að þeirra ósk væri
eðlilega sú að lík mitt
fyndist svo hægt væri
að jarðsetja mig í
vígðri mold.
Nú nýlega varð það
hörmulega slys að
maður féll fyrir borð á
fiskiskipi og votta ég
aðstandendum hans
innilega samúð mína.
Ég tel þó því miður að
ekkert hafi breyst frá
því að ég lenti í sjónum
á sínum tíma, eins og
rakið er hér að framan. Að leita að
látnum skipverja á yfirborði sjávar
um stórt hafsvæði dögum saman
hafi því fyrirsjáanlega og því miður
ekki getað skilað neinum árangri.
Aðeins haft í för með sér mikinn
kostnað, eins og fullljóst mátti vera
frá upphafi. Væri fróðlegt að fá að
vita, þótt ekki væri nema það, hver
heildarkostnaðurinn var af þyrlu-
fluginu alla þessa daga sem leitin
stóð yfir.
Hér verður eins og alltaf að
leggja ríka áherslu á það að í öllum
tilvikum verða menn að vera
raunsæir og láta raunveruleikann
ráða ferðinni. Breytir engu þótt um
sorgaratburði og afar viðkvæm mál
sé að ræða og menn vilji sýna við-
komandi alla þá hluttekningu, sam-
stöðu og hjálp sem framast má til
að létta þeim sorgina.
Að leita látins
sjómanns
Jónas Haraldsson
Jónas Haraldsson
» Þótt ég væri ekki
lengur í sjónum en
tiltölulega skamma
stund, þá var mjög af
mér dregið þegar bátn-
um hafði verið snúið til
baka og tekist hafði að
draga mig upp í bátinn.
Höfundur er lögfræðingur og sat í
Rannsóknarnefnd sjóslysa 1972-
1985.
Móttaka aðsendra
greina
Morgunblaðið er vettvangur lif-
andi umræðu í landinu og birtir
aðsendar greinar alla útgáfu-
daga.
Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Kerfið er
auðvelt í notkun og tryggir ör-
yggi í samskiptum milli starfs-
fólks Morgunblaðsins og höf-
unda. Morgunblaðið birtir ekki
greinar sem einnig eru sendar á
aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir
Morgunblaðslógóinu efst í
hægra horni forsíðu mbl.is.
Þegar smellt er á lógóið birtist
felligluggi þar sem liðurinn
„Senda inn grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem inn-
sendikerfið er notað þarf not-
andinn að nýskrá sig inn í kerf-
ið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja
hverju þrepi í skráningarferlinu.
Eftir að viðkomandi hefur skráð
sig sem notanda í kerfið er nóg
að slá inn kennitölu notanda og
lykilorð til að opna svæðið.
Hægt er að senda greinar allan
sólarhringinn.
Nánari upplýsingar veitir
starfsfólk Morgunblaðsins alla
virka daga í síma 569-1100 frá
kl. 8-18.
SMARTLAND