Morgunblaðið - 27.12.2022, Blaðsíða 32
Í lausasölu 822 kr.
Áskrift 8.880 kr. Helgaráskrift 5.550 kr.
PDF á mbl.is 7.730 kr. iPad-áskrift 7.730 kr.
Sími 569 1100
Ritstjórn ritstjorn@mbl.is Auglýsingar augl@mbl.is
Áskrift askrift@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is
ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 361. DAGUR ÁRSINS 2022
MENNING
Fílharmónían flytur Jólaóratoríuna
Söngsveitin Fílharmónía, ásamt hljómsveit og ein-
söngvurum, flytur Jólaóratoríu Johanns Sebastians
Bachs í Langholtskirkju á morgun, miðvikudag, kl.
20. „Jólaóratoría er eitt rómaðasta tónverk jólanna
og mörgum ómissandi um jólin,“ segir í tilkynningu.
Einsöngvarar eru Íris Björk Gunnarsdóttir, Hildigunnur
Einarsdóttir, Benedikt Kristjánsson og Oddur Arnþór
Jónsson. Konsertmeistari er Páll Palomares og stjórn-
andi Magnús Ragnarsson. Söngsveitin Fílharmónía er
80 manna blandaður kór og hefur verið starfandi frá
árinu 1960. Miðar fást á tix.is.
ÍÞRÓTTIR
Arsenal náði sjö stiga forskoti
Arsenal er komið með sjö stiga forskot á toppi ensku
úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 3:1-sigur á West Ham
í gær. Newcastle fór upp í annað sætið með sannfær-
andi 3:0-útisigri á Leicester á meðan staða Tottenham
í fjórða sæti versnaði, þar sem liðið þurfti að sætta
sig við 2:2-jafntefli á útivelli gegn Brentford. Liverpool
vann góðan 3:1-útisigur á Aston Villa.» 26
WWW.SVEFNOGHEILSA.IS
Svefn heilsa&
ÚRVALAF
VÖNDUÐUM
HEILSURÚMUM
EITT MESTA
ÚRVAL AF
HEILSUDÝNUM
Á LANDINU
VANDAÐAR
SÆNGUR OG
KODDAR Í
ÚRVALI
PANDORA
STILLANLEGUR
HÆGINDASTÓLL
SOFÐU VEL
UM JÓLIN
GERIÐ GÆÐA- OG
VERÐSAMANBURÐ
Tíkin Tia Oroka Olimia eða Ollie,
eins og hún er kölluð, var nýlega
útnefnd „afrekshundur ársins
2022“ hjá Hundaræktarfélagi
Íslands. Til að fá viðurkenninguna
þarf hundur „að hafa komið að
björgun manna og dýra, liðsinnt
fötluðum eða veikum, verið til
uppörvunar eða hjálpað á annan
hátt“, en frá því í fyrra hefur
Ollie „unnið“ á Læk í Hafnarfirði.
Markmið Lækjar er að draga úr
félagslegri einangrun, auka lífs-
gæði og efla félags- og líkamlega
vellíðan einstaklinga með geðræn-
an vanda. „Ollie gefur fólkinu á
Læk gríðarlega mikið og finnum
við mikinn mun á því að hafa hana
í húsinu,“ segir meðal annars í
umsögn forstöðumanns Lækjar í
tilnefningunni til HRFÍ.
Hjónin Sunna Björg Skarp-
héðinsdóttir og G. Orri Rósen-
kranz Sævarsson eiga tíkina.
„Ollie elskar að mæta í vinnuna
á morgnana, er byrjuð að gelta
þegar Lækur er í sjónmáli og
þarf enga fylgd inn, tekur rakleitt
sprettinn þegar þangað er komið,“
segir Sunna. „Að sama skapi veit
hún þegar vinnudagurinn er búinn
og liggur yfirleitt á glugganum og
bíður spennt þegar hún er sótt.“
Ollie auðgar lífið
Sunna og Orri eiga þrjú börn.
„Ollie er góð viðbót við fjöl-
skylduna,“ segir Sunna og bætir
við að hún hafi ekki átt hund áður.
„Ég vissi ekki hvað ég var að fara
út í en langaði í hund og Ollie
hefur auðgað líf okkar.“
Ollie er fjögurra ára Coton de
Tulear-tík frá Sigríði Margréti
Jónsdóttur, hundaræktanda í
Hafnarfirði. Sunna segir að fyrir
um einu og hálfu ári hafi þeim
boðist að hafa hana á Læk til
reynslu og það hafi gengið svo vel
að hún hafi verið „fastur starfs-
maður“ síðan. „Ollie elskar að vera
á Læk og dýrkar þá sem þar eru,“
áréttar hún.
Sunna segir að Ollie sé líka mjög
annt um fjölskyldu sína, sé mikill
knúsari og passi vel upp á börnin
á heimilinu. „Hún er yfirleitt fyrst
til að leggjast í rúmið með þeim
sem veikjast eða að hjúfra sig hjá
börnunum þegar þau fara að sofa.“
Sama eigi í raun við á Læk. „Ég
held að hundar hafi róandi áhrif
á flesta og Ollie kúrir með fólkinu
á Læk, það fer út með hana að
ganga og leikur við hana.“
Þrátt fyrir að sækjast eftir knúsi
og klappi er Ollie ekki uppá-
þrengjandi, að sögn Sunnu. „Hún
vill mikla nánd, en er mjög næm á
fólk, les hvern og einn og kássast
ekki upp á þá sem eru ekki mikið
fyrir hunda.“
lTiaOrokaOlimia eðaOllie afrekshundur ársins 2022
Tíkin Ollie „fastur
starfsmaður“ á Læk
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Verðlaunafjölskylda SunnameðOllie, Gabríel Arnar Rósenkranz, BrynjarHrafn Rósenkranz og starfsmaður Lækjar.
Ljósmynd/Ágúst Elí Ágústsson