Morgunblaðið - 27.12.2022, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2022
Elskuleg eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir og amma,
STEINUNN ÁSTA BJÖRNSDÓTTIR,
Logafold 64, Reykjavík,
lést á Landspítalanum Fossvogi
miðvikudaginn 14. desember.
Útför hennar fer fram miðvikudaginn 28. desember klukkan
13 frá Grafarvogskirkju. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á
MND-félagið.
Jón Frímann Eiríksson
Anna María Jónsdóttir Christian Hansen
Emil og Oliver
Hjartans þakkir sendum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför ástkærs eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður og afa,
ÞORGEIRS JÓNSSONAR,
Kambsvegi 8.
Starfsfólki heimahjúkrunar og Vífilsstaða
eru færðar sérstakar þakkir fyrir umönnun
og hlýtt viðmót.
Dröfn Björgvinsdóttir
Björk Þorgeirsdóttir Þorgrímur Toggi Björnsson
Egill Þorgeirsson
Fjalar Þorgeirsson Málfríður Erna Sigurðardóttir
og barnabörn
Hinn 11. nóvem-
ber kvaddi ég
hinsta sinni elsku-
lega föðursystur
mína, hana Lóu, Oddnýju Ólafíu
Sigurjónsdóttur. Lóa var sú
manneskja sem ég leit mest upp
til af öllu mínu mér eldra skyld-
fólki. Lóa var stórglæsileg kona
sem tekið var eftir og ég hef
aldrei séð fallegri og unglegri
konu yfir nírætt. Það var ekki
annað hægt en að dást að Lóu,
fasi hennar og persónu. Hversu
ljúft það var að koma á fallega
heimilið hennar og Bensa. Opnu
faðmarnir þeirra og brosin blíðu
gerðu það að verkum að maður
fann sig ætíð svo yfirmáta vel-
kominn og aldrei neitt minna en
veislumóttökur í boði. Lóa og
Bensi voru dásamlega samrýnd,
skemmtileg og hlý, svo miklar
fyrirmyndir!
Ég var alin upp á Akranesi af
föðurforeldrum mínum ásamt
fósturbróður, Sigurjóni Guð-
mundssyni, sem Lóa eignaðist
ung. Þessi fjölskyldutengsl mín
við Lóu hafa án efa valdið því að
við vorum nánari en ella hefði
verið. Þegar ég flutti 10 ára
gömul til Reykjavíkur með
ömmu, afa og Sigurjóni var ég
með miklar vangaveltur um lífið
og tilveruna og hlutskipti mitt í
lífinu. Þessar hugsanir mínar
voru án efa þess valdandi að ég
var sögð erfitt barn. Þegar við
eitt sinn heimsóttum Lóu og
Bensa og börnin þeirra þrjú,
Sævar, Hermann og Rannveigu,
á Akureyri er ég 12-13 ára göm-
ul og þótti sem oftar stórkostlegt
Oddný Ólafía
Sigurjónsdóttir
✝
Oddný Ólafía
Sigurjóns-
dóttir, Lóa, fæddist
6. júní 1929. Hún
lést 2. nóvember
2022.
Útförin fór fram
11. nóvember 2022.
að koma til þeirra.
Einn daginn biðja
þau mig að koma og
setjast með sér í
stofunni og spyrja
mig þá hvort ég vilji
ekki bara flytja al-
farið til þeirra, fara
í skóla á Akureyri,
að þau tækju mig
að sér. Ég man enn
hvað ég var yfir mig
glöð yfir að þau
skyldu sýna mér þennan mann-
kærleika, en mér var ætlað eitt-
hvað annað, því eftir einhverja
umhugsun guggnaði ég og sneri
til baka til Reykjavíkur. Enn
þann dag í dag hef ég verið
hugsi yfir þessari ákvörðun
minni en eftir situr hugsunin um
þann kærleik sem þau sýndu
mér og hversu miklu þau voru
reiðubúin að fórna fyrir mig.
Á námsárunum var maðurinn
minn aðstoðarlæknir á Akureyri
og þar bjuggum við í eitt ár með
dætrunum okkar litlu, Huldu og
Örnu. Lóa og Bensi voru ekki
lengi að taka að sér ömmu- og
afahlutverkið og við erum þeim
ævinlega þakklát fyrir öll elsku-
legheitin sem þau sýndu okkur,
sem værum við þeirra eigin af-
komendur.
Lóa lifði farsælu lífi, hún var
elskuð, ekki bara af Bensa sín-
um, börnunum og barnabörnun-
um, heldur af öllum þeim ótal
mörgu sem nutu þeirra fádæma
gestrisni og hlýhugar gegnum
árin. Nú er elsku Lóa mín komin
í Sumarlandið til hans Bensa
síns, sem án efa hefur tekið
henni opnum örmum. Ég kveð
þig að sinni elsku Lóa mín þar til
við sjáumst á ný. Takk fyrir þá
hlýju og kærleik sem þú ávallt
sýndir mér! Takk fyrir allt og
allt!
Þín frænka,
Sigríður Stein-
arsdóttir (Sigga).
Elsku afi. Það
sem þín verður
saknað. Þú varst
svo dásamlegur afi,
mikill barnakarl og
fannst alltaf svo gaman að sjá
barnabörnin þín. Þú varst svo
sannarlega ríkur með barna-
flóruna í kringum þig og voru
barnabörn okkar Söndru 5.
ættliðurinn. Við tvíburarnir
vorum mikið hjá ykkur ömmu í
Smáraflötinni þegar við vorum
litlar og eigum við endalausar
góðar minningar frá þeim tím-
um. Við vorum nú ekki fyr-
irferðarlitlar og getum við
Guðjón Þorleifsson
✝
Guðjón Þor-
leifsson fædd-
ist 1. maí 1928.
Hann lést 15. des-
ember 2022. Útför
hans fór fram 22.
desember 2022.
ímyndað okkur að
við höfum alveg
haldið ykkur vel á
tánum. Einu sinni
bökkuðum við bíl í
gegnum bílskúrs-
hurðina, svo datt
pabba í hug að
koma með lítinn
krúttlegan hvolp
og við Sandra vor-
um í fimleikum úti
í garði og hvolpur-
inn hélt að við værum að leika
við hann og ég (Sara) varð svo
hrædd við glefsið í honum að
ég hljóp í gegnum glerið í gróð-
urhúsinu. Sama hvað við ofur-
virku tvíburarnir gerðum mun-
um við aldrei eftir að hafa séð
eða heyrt þig skipta skapi. Svo
þegar þú fluttir á Lækjargöt-
una niðri í bæ þegar við vorum
að detta í unglingsaldurinn
komum við oft til þín í strætó,
okkur fannst geggjað að afi
okkar byggi þar og komum við
ósjaldan með vini með okkur í
smá heimsókn, okkur fannst
allir vinir okkar þurfa að kynn-
ast yndislega afa okkar. Þú
alltaf svo nýjungagjarn, hvort
það var að eiga flottustu sjón-
varpsgræjurnar, fara „niður“ á
Tunglið þegar það var opnað og
fá þér einn Breezer eða þegar
Hard Rock var opnað og þú
einn af þeim fyrstu að fá þér
hamborgara þar.
Nú ertu kominn til elsku
ömmu Höllu og við yljum okkur
við allar fallegu minningarnar
sem við eigum.
Sara og Sandra
Heimisdætur.
Elsku tengdafaðir minn er
látinn 94 ára að aldri. Mig lang-
ar að minnast þín með fáeinum
orðum. Þú varst góður maður,
stoltur af öllum þínum afkom-
endum og brostir þínu blíðasta
þegar ég sagði þér frá mínum
legg. Þú varst frekar lokaður
og dálítið inni í þinni skel en
áttir til að hrósa þegar þér
fannst það við hæfi. Ekki má
gleyma ást þinni á tónlist, sér-
staklega óperu.
Þú skrifaðir svo fallega til
mín á kortið þegar ég útskrif-
aðist og það geymi ég í hjarta
mínu. Við áttum fallegar stund-
ir saman bara við tvö, sem mér
þykir svo vænt um, þær fara í
minningabankann. Þegar hún
Halla þín kvaddi okkur, sem
var allt of snemma, vildir þú
fara frá Garðabænum til
Reykjavíkur á þínar æskuslóð-
ir, keyptir þér fallega íbúð á
Lækjargötunni þar sem þér
leið vel. Þú bjóst þar þangað til
heilsan fór en síðustu árin
varstu á Hrafnistu. Þú varst
hvíldinni feginn og ert vænt-
anlega búinn að hitta hana
Höllu þína. Ég kveð þig með
þakklæti í huga. Guð geymi
þig, elsku Rabbi minn.
Þín tengdadóttir,
Anna María.
Ég kynntist
Böðvari árið 2000
þegar ég fékk það
verkefni í starfi
mínu hjá Hrafnistu að ráða nýjan
starfsmann til að sjá um fé-
lagsstarfið á Hrafnistu í Hafnar-
firði. Ég kunni strax mjög vel við
þennan grannvaxna brosmilda
mann með glettnisglampa í aug-
✝
Böðvar Magn-
ússon fæddist
9. mars 1940. Hann
lést 26. nóvember
2022.
Útför hans fór
fram 9. desember
2022.
unum enda kom
fljótlega í ljós að
þarna hafði valist
frábær maður til
starfsins. Þegar ég
lít til baka er í raun
ótrúlegt hverju hann
gat áorkað. Það voru
aldrei hindranir hjá
honum Böðvari,
bara lausnir. Allt
unnið á svo jákvæð-
an hátt og þannig að
allt virtist svo auðvelt
Böðvar stofnaði fljótlega
Hrafnistukórinn en í kórnum var
heimilisfólk á Hrafnistu í Hafnar-
firði og íbúar sem bjuggu á lóð
heimilisins. Kórinn var mjög virk-
ur undir stjórn Böðvars og fór
víða til að halda tónleika þrátt
fyrir að margir í kórnum væru
lasburða. Ógleymanleg er ferð
sem farin var á Sauðárkrók og
sungið á nokkrum stöðum á leið-
inni. Þetta var mikil ævintýraferð
og lengi í minnum höfð. Ég sé enn
fyrir mér hvað kórinn tók sig vel
út í hvítum blússum og rauðum
vestum, allir brosandi út að eyr-
um.
Böðvar stofnaði einnig DAS-
bandið eins og það heitir og voru
það harmonikkufélagar og/eða
íbúar heimilisins og nágrannar
sem spiluðu í því. DAS-bandið
spilaði alltaf á föstudagsböllum
fyrir íbúa og var oft mikið fjör á
þeim böllum. Mér er minnisstætt
þegar tónlistarmaður gleymdi að
hann ætti að spila á haustfagnaði
hjá Hrafnistu í Hafnarfirði sem
er stór veisla með hátíðarmat og
dansi. Þá kom DAS-bandið með
engum fyrirvara og hélt frábært
ball svo enginn fann fyrir að neitt
vantaði. Þannig var Böðvar, mál-
um var bara bjargað.
Böðvar kom á föstum myndlist-
arsýningum og voru sýnendur
bæði listamenn og íbúar og var
hver sýning opnuð með viðhöfn
sem Böðvar stýrði af miklum
myndarbrag. Böðvar lærði á píanó
eftir að hann byrjaði hjá Hrafnistu
svo hann gæti spilað undir í mess-
um og við fleiri tilefni en hann
hafði lært eitthvað á orgel sem
barn. Ég gæti haldið lengi áfram
hvað hann var mikilvægur fyrir
starfið á Hrafnistu en læt hér
staðar numið.
Ég kveð frábæran vinnufélaga
og góðan vin með söknuði og
þakka fyrir allar ógleymanlegu
stundirnar. Sigrúnu og fjölskyldu
sendi ég mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Soffía Egilsdóttir, um-
boðsmaður íbúa og að-
standenda Hrafnistu.
Böðvar
Magnússon
Þegar símtalið
um andlát Terrys
vinnufélaga barst
kom það svo sem
ekkert á óvart. Vit-
að var að baráttan yrði erfið og
hann hafði leyft okkur að fylgj-
ast vel með sinni erfiðu bar-
áttu. En vonin var alltaf fyrir
hendi og vonin getur dregið
fólk ansi langt því hana getur
enginn tekið. Ég vonaði með
honum að hann fengi að eiga
jólin með fjölskyldu sinni og
Terry Douglas
Mahaney
✝
Terry Douglas
Mahaney fædd-
ist 15. mars 1961.
Hann lést 22. nóv-
ember 2022. Útför
hans fór fram 5.
desember 2022.
vinum. Terry var
búinn að vinna í
nokkur ár í BYKO
og þá í gólfefna- og
múrdeild. Hann
var múrari og síð-
ustu ár tók hann á
móti nemum frá
Tækniskólanum en
hann sá líka til
þess að skólinn
fengi flísaafganga
fyrir nemendur
skólans.
Terry var rólegur og ljúfur
maður. Þegar fárið byrjaði
þarna um árið breyttist margt
og þar á meðal nánd fólks.
Hann tók það upp á 10 og ætl-
aði sko ekki að fá þennan
fjanda, passaði upp á að gríma
og spritt væru aldrei langt frá
og minnti fólk á ef það virti
ekki regluna. Stundum fannst
manni of langt gengið en það
skipti engu því svona vildi hann
hafa það og ekkert múður.
Flesta morgna þegar hann
kom og kíkti yfir deildina og
það vantaði bretti og lyftarinn
inni hjá mér kom hann og
spurði: „Hanna, má ég fá þenn-
an lyftara?“ Sko þennan rauða,
hann þoldi ekki þann gula.
Það eru mörg lítil atvik og
hlutir sem gefa manni mest í
minningunni. Terry að fitla við
giftingarhringinn, alltaf að
snúa honum eða bara snerta.
Til dæmis sat hann oftast við
borð hjá lagerklíkunni og fór
yfir þrautir í Mogganum. Hann
fékk sér oftast gos og nammi í
kaffinu, hann mátti það ekki en
honum fannst það bara svo gott
að hann gat ekki sleppt því.
Eitt er það sem aldrei
gleymist en það eru snitturnar
hans Terrys. Alltaf þegar hann
átti afmæli kom hann með
snittur og bauð upp á, en það
gera fáir betri snittur en hann.
Þegar ég hitti þennan ljúfa
mann síðast kom hann til mín
að þakka fyrir gjöf frá starfs-
fólki BYKO, bæði vinnufélögum
og þeim sem voru hættir. Þá
vildi hann fara að senda öllum
blóm eða kort til að þakka fyr-
ir. Ég bað hann að vera ekkert
að því enda ætlaðist fólk ekki
til að fá þetta endurgreitt. Þá
ræddum við aðeins saman og
hann sagðist vera farinn að
sætta sig við orðinn hlut. Þá
spurði ég hann hvort ég mætti
faðma hann og við kvöddumst í
síðasta sinn með faðmlagi.
Takk fyrir samstarfið og alla
pennana sem þú töltir reglu-
lega með til mín. Þau eru hepp-
in þarna efra að fá þig því varla
verður snittulaust hjá þér.
Megi minningin um Terry og
giftingarhringinn hans lifa um
ókomna tíð.
Góða ferð!
Kveðja,
Hanna
Ingimundardóttir.
Elsku Danía
systir mín er búin
að kveðja okkur.
Hún kenndi mér
svo margt þegar við vorum
yngri og vildi alltaf allt fyrir
Danía
Árnadóttir
✝
Danía Árna-
dóttir fæddist
27. febrúar 1958.
Hún lést 4. desem-
ber 2022.
Útför hennar var
gerð 20. desember
2022.
mig gera. Hún
fyllti mig sjálfs-
trausti og sagði
alltaf Dabby mín,
þú gerir bara svona
og svo svona og þá
kemur þetta.
Alltaf tilbúin að
lána mér föt, mála
mig eða krulla á
mér hárið.
Þegar hún vann í
Karnabæ, helstu
tískuversluninni, þá naut ég
góðs af. Eftir að hún flutti að
heiman og fór að búa var ég
eins og heimalningur hjá henni.
Hún átti frumburðinn hann
Árna Heiðar og var ég mikið að
passa fyrir hana meðan hún
vann.
Hún var alltaf bakandi og
prófaði endalaust nýjar upp-
skriftir. Ég var alltaf velkomin
til hennar og hún hjálpaði mér
mikið þegar ég fór að búa sjálf
og eignaðist mitt fyrsta barn en
við vorum óléttar saman og það
voru ófá símtölin milli okkar
systranna þar sem við bárum
saman óléttuna.
Danía gerðist dagmamma og
sinnti því starfi mjög vel enda
mikil barnagæla. Hún var eft-
irsótt dagmamma og bjó í
Laugarneshverfinu en hún
passaði Karen, frumburðinn
minn, á meðan ég vann. Það var
alltaf gott og hittast heima hjá
henni í kaffibolla og spjalli enda
leit ég mikið upp til hennar og
mun sakna hennar mikið.
Fjölskyldu hennar, Árna,
Lillý, Hirti, Róbert, Bjarka og
barnabörnum sendi ég mínar
dýpstu samúðarkveðjur.
Gleðin og sorgin
eru samrýmdar systur
og án hvor annarrar
einskis megnugar.
(Svava Strandberg)
Ég mun sakna þín mikið og
held í góðar minningar um mína
fallegu systur.
Elska þig.
Dabby systir.
Danfríður Kristín
Árnadóttir.
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn-
arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með
minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal
senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið
sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta
umsjónarmenn minningargreina vita.
Minningargreinar