Morgunblaðið - 27.12.2022, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2022
14
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri: Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Pistill
Takköll!
Á
öðrum degi jóla, þegar þetta
greinarkorn er skrifað, er ég
djúpt þakklát því fólki sem lætur
sig annað fólk varða. Allt það
fólk sem hefur hugað að velferð
okkar hinna, stigið út úr þægindunum og
komið okkur til aðstoðar á árinu. Samfélagið
reiðir sig á þau ykkar sem koma öðrum til
aðstoðar og fyrir það er ég þakklát.
Fyrst vil ég nefna hundruð björgunarsveitar-
fólks sem hefur lagt á sig gríðarlegt erfiði við
að koma okkur á milli staða á síðustu vikum
sem og leitað þeirra sem týnst hafa. Eftir
milt haust skall veturinn á af fullum þunga og
við höfum fylgst með björgunarsveitarfólki,
sjálfboðaliðum um allt land, koma fólki á ferð
til bjargar. Þegar okkur er bjargað úr knallföst-
um bílum okkar og rútum eða þegar við erum
ferjuð á milli staða svo við komumst til nauðsynlegra
starfa þurfum við að muna að það er ekki sjálfsagt að
fólk leggi allt þetta erfiði á sig fyrir okkur. Þetta er gert af
hugsjón fyrir betra samfélagi og fyrir þeirra störf er ég
djúpt þakklát. Við getum skeytt skapi okkar á vindinum
og snjónum en þökkum þeim sem leggja á sig mikið erfiði
við björgunina.
Ég vil einnig nefna þá sjálfboðaliða sem leggja sig fram
í aðdraganda stórhátíða við að útdeila nauðþurftum til
þeirra sem ekki búa við efnahagslega velsæld. Matarút-
hlutanir og gjafaútbýtingar eru því miður nauðsynlegar
í okkar annars ríka samfélagi, því hér finnst hópur fólks
sem ekki hefur efni á neinum aukaútgjöldum sem fylgja
jólum. Fjöldi fólks um allt land kemur saman við
þetta verk allan ársins hring en álagið eykst á
hátíðum og fyrir þeirra verk er ég líka þakklát.
Þá langar mig að nefna hóp fólks sem hefur
aðstoðað þau sem hingað eru komin í leit að
vernd gegn stríði, ofsóknum eða annars konar
ómannúðlegri meðferð. Alls konar fólk sem
aðstoðar flóttafólk við að setjast hér að, eignast
nauðsynlegan búnað til heimilishalds og útbýtir
jólagjöfum til barna á flótta, barna sem kannski
þekkja ekkert annað líf en að vera á flótta.
Fjöldi fólks hefur lagt sig fram um að gefa fólki
á flótta von um að það sé hægt að fá skjól og
mannfólkið sé þrátt fyrir allt gott. Þeim vil ég
þakka.
Loks vil ég nefna þann mann sem á árinu hef-
ur lagt fram töluverðan kraft, elju og fjármagn
til að gera hreyfihömluðum auðveldara með að
komast ferða sinna um almannarými. Haraldur Þorleifs-
son ásamt öðrum hratt af stað átakinu Römpum upp
Ísland sem á undraskömmum tíma hefur náð að leggja
yfir 300 rampa um allt land og er stefnan tekin á 1.500
rampa á næstu fjórum árum. Takk fyrir þetta verkefni,
þetta skiptir okkur öll máli.
Þetta er lítið brot þeirra sem ég vil þakka fyrir vel unnin
sjálfboðastörf. Samfélagið okkar byggist á samkennd og
samstöðu fólksins sem það myndar og gerir gott samfélag
enn betra.
Helga Vala
Helgadóttir
Höfundur er þingman Samfylkingarinnar.
helgavala@althingi.is
Enn er verk að vinna
Nú þegar búið
er að semja við
félög flestra launa-
manna á almennum
vinnumarkaði er
ástæða til bjart-
sýni um framhaldið og að öllu
óbreyttu ætti friður að geta
haldist á vinnumarkaði næsta
rúma árið, hið minnsta. En þrátt
fyrir betri horfur að þessu leyti
er enn verk að vinna. Enn eru
stéttarfélög á almenna mark-
aðnum sem eiga eftir að semja,
fyrir utan félög opinberra
starfsmanna. Efling er einna
helst þeirra félaga sem enn eiga
eftir að semja en áhyggjuefni
er hvaða hugmyndir koma enn
úr þeirri átt. Tilboð Eflingar er
enn úr takti við það sem aðrir
hafa samið um og því óaðgengi-
legt. Og Efling er raunar ekki
eina félagið sem er úr takti við
mikinn meirihluta launamanna,
sem veldur áhyggjum.
Þeir samningar sem þegar
hafa verið gerðir fela í sér að
allt svigrúm er nýtt og rúmlega
það hjá mörgum
fyrirtækjum sem
munu illa eða ekki
þola samningana.
Það bitnar ekki
aðeins á fyrirtækj-
unum heldur vitaskuld einnig
á starfsmönnum þeirra, sem er
mikið og raunverulegt áhyggju-
efni. Þess vegna verður að fara
varlega í þeim kröfugerðum sem
nú eru settar fram.
Í þessu sambandi verður
líka að hafa í huga varnaðar-
orð Yngva Harðarsonar hjá
Analytica sem telur nýgerða
kjarasamninga geta kallað á
hærri vexti Seðlabankans til
að ná niður verðbólgunni. Og
nýjustu verðbólgutölur eru ekki
uppörvandi.
Ábyrgir forystumenn laun-
þegasamtaka hljóta að reyna að
nýta tímann á milli jóla og nýárs
til að ljúka þeim samningum
sem út af standa og freista þess
þannig að tryggja kjarabætur,
en ekki síst að forðast kjara-
rýrnun.
Næstu daga þarf
að nýta til að ljúka
kjarasamningum}
Frídagar
Nokkur um-
ræða hefur
orðið um frí
opinberra stofnana
um jólin en dæmi
eru um að slíkar
stofnanir loki alfarið á milli
jóla og nýárs með tilheyrandi
viðbótarfrídögum fyrir starfs-
menn og má nefna Hagstofuna
og Menntamálastofnun í þessu
sambandi.
Eins og fram hefur komið í
viðbrögðum ráðherra eru þetta
umdeilanlegar ákvarðanir hjá
þeim sem leiða stofnanirn-
ar, svo ekki sé fastar að orði
kveðið, og vekur til að mynda
spurningar um það hvort
endurskoða þurfi fjárheimild-
ir þeirra, auk þess sem slík
viðbótarfrí hjá hinu opinbera
hljóta að flækja kjarasamn-
ingaviðræður og samanburð á
milli opinbera geirans og hins
almenna markaðar.
Í þessu sambandi var athygl-
isverð umræða og bókanir á síð-
asta fundi borgarstjórnar fyrir
jól. Vinstri meirihlutinn lagði
það til að fyrsti fundur næsta
árs skyldi falla niður, en hann
var á dagskrá þriðjudaginn 3.
janúar. Til að þetta næði fram
að ganga þurfti algera samstöðu
í borgarstjórn, en þrír fulltrú-
ar Sjálfstæðisflokksins, þau
Kjartan Magnússon, Þorkell
Sigurlaugsson og Jórunn Pála
Jónasdóttir, vildu að fundurinn
yrði haldinn og bókuðu: „Vand-
séð er að virða þurfi borgarfull-
trúum það til vorkunnar, þótt
þeir mæti til vinnu þriðjudaginn
3. janúar eins og annað launa-
fólk.“
Þessi bókun fór öfugt ofan í
meirihlutann sem andmælti því
að fulltrúar hans vorkenndu sér
að mæta á fund 3.
janúar, en sagði
tillöguna um að
fella fundinn niður
taka „mið af starfs-
aðstæðum þess
starfsfólks sem undirbýr borg-
arstjórnarfundinn. Að jafnaði
tekur um tvo daga að undirbúa
borgarstjórnarfund enda þarf
að senda út gögn fundarins með
tveggja daga fyrirvara. Með
þessari ákvörðun er reynt að
horfa til þess að sú undirbún-
ingsvinna lendi ekki á rauðum
dögum eða inni í jólafríum.“
Að auki taldi meirihlutinn
bókun fulltrúa minnihlutans
vera Sjálfstæðisflokknum til
minnkunar en fulltrúarnir þrír
bókuðu á móti að enginn starfs-
maður borgarinnar hefði óskað
eftir að fá fundinn færðan,
aðeins borgarfulltrúar.
Það vantaði sem sagt ekkert
upp á jólaandann á aðvent-
unni í borgarstjórn, en hvort
sem það var nú vinnuleti eða
ef til vill tilraun til að forðast
umræður, eins og meirihlutinn
hefur ítrekað orðið uppvís að,
eða ekki, er röksemdafærsla
meirihlutans umhugsunarverð.
Á milli jóla og nýárs eru fjórir
vinnudagar og frá borgarstjórn-
arfundinum og fram að jólum
voru þrír vinnudagar. Þá er einn
vinnudagur eftir áramót, fyrir
borgarstjórnarfundinn. Það
var sem sagt nægur tími til að
undirbúa fundinn ef það tekur
tvo daga eins og segir í bókun
meirihlutans, nema borgarkerf-
ið hafi allt meira og minna átt
að fara í frí á milli jóla og nýárs,
og jafnvel fram á nýtt ár. Getur
verið að það hafi verið ætlun-
in? Er allt í svo góðu horfi hjá
borginni að það sé mögulegt?
Eru aukafrí hins
opinbera komin
úr öllu hófi?}
þess að halda kyrru fyrir heima, þar
sem ekkert lát virtist ætla að verða
á snjókomunni.
2.600 flugferðum aflýst í gær
Gert er ráð fyrir því að snjóbylur-
inn haldi áfram í norðausturhluta
Bandaríkjanna, þar sem íbúar
hafa víða glímt við rafmagnsleysi
og raskanir á flugumferð vegna
veðursins. Yfir 150.000 flugferðum
hefur verið aflýst í Bandaríkjun-
um undanfarna daga, en jólin eru
jafnan einn mesti háannatími fyrir
flugfélögin vestanhafs. Þurfti m.a.
að aflýsa um 2.600 flugferðum í
gær.
Mark Poloncarz, héraðsstjóri
Erie-héraðs í New York, þar sem
Buffalo er, segist miður sín vegna
dauðsfallanna 25, en talið er að
mannfallið verði meira en árið
1977, þegar 30 dóu í mannskæðum
snjóbyl í Buffalo-borg. „Við búumst
við fleiri dauðsföllum,“ sagði
Poloncarz á blaðamannafundi í gær
þar sem hann ávarpaði gesti ásamt
Hochul. Þá væri borgin „algjörlega
ófær“ að sögn Poloncarz. Hvatti
hann og fólk til að halda kyrru
fyrir þar til storminn lægði. John
Garcia héraðsfógeti Buffalo-héraðs
sagði að hríðin væri sú versta sem
hann hefði séð. Snjóblinda hrjáði
viðbragðsaðila og gerði þeim erfitt
fyrir í útköllum.
„Það brýtur mann alveg að fá
símtöl frá barnafjölskyldum sem
segjast vera að frjósa í hel,“ sagði
hann í samtali við CNN.
Hochul, sem sjálf er frá Buffalo,
bætti við að hún hún hefði orðið
steinhissa á því sem fyrir augu bar
þegar hún fór í vettvangsferð til
Buffalo á dögunum. „Þetta er eins
og að mæta á stríðssvæði. Það er
hreinlega ótrúlegt að sjá alla bílana
sem sitja fastir í vegköntum,“
sagði hún og bætti við að björg-
unarbílar hefðu einnig setið fastir
í snjó. „Þetta er stríð gegn móður
náttúru,“ bætti hún við.
Um 1,7 milljónir voru án rafmagns
í Bandaríkjunum í nístandi kuldan-
um, samkvæmt tölum vefsíðunnar
poweroutage.com. Sú tala hefur nú
lækkað en enn voru 50.000 manns
án rafmagns síðdegis á austur-
strönd Bandaríkjanna í gær.
Þar sem rafdreifikerfi frusu víða
í Erie-héraði var ekki búist við að
rafmagnið kæmist aftur á fyrr en
í dag, þar sem rafdreifistöð er þar
grafin undir fimm metra snjólagi.
Alþjóðaflugvöllurinn í Buffalo er
þá lokaður þar til á morgun og
akstursbann er enn í gildi í borginni
sem og meirihluta Erie-héraðs. Þá
hafa vegalokanir og snjóbyljir gert
að verkum að helstu þjóðvegum
borgarinnar hefur verið lokað.
Viðlíka snjóstormur hefur ekki
orðið á austurströnd Bandaríkj-
anna í 30 ár.
A
lls hafa 47 látist í níu ríkj-
um Bandaríkjanna eftir
það sem ríkisstjóri New
York-ríkis, Kathy Hochul,
kallaði „snjóbyl aldarinnar“ á
blaðamannafundi í gær. Björgunar-
fólk í New York-ríki hefur staðið í
ströngu.
Ástandið er hvað verst í borginni
Buffalo í New York-ríki en þar hafa
að minnsta kosti 25 manns látist í
snjóbylnum. Hafa lík fundist í bílum
og undir snjósköflum. Viðbragðs-
sveitir eru kallaðar út og ganga á
milli bíla í von um að fólk finnist,
lífs eða liðið. Þar geta snjóbyljir
staðið yfir tímunum saman. Að
sögn Byrons Browns borgarstjóra
Buffalo voru rúmlega 100.000
manns án rafmagns þar og bætti
hann við í samtali við fréttastofu
CNN að kuldinn hefði náð fjögurra
stiga frosti á sínu heimili. Veður-
viðvaranir verða áfram í gildi í
Buffalo, Jamestown og Watertown
í New York-ríki en falla úr gildi á
næstu dögum. Snjóhæð gæti aukist
um 20 sentímetra þar á næstu
dögum.
Bæir í vesturhluta New York-rík-
is glíma við 75 til 100 sentímetra
snjóhæð og hvatti Hochul fólk til
Minnst 47 látnir í
„snjóbyl aldarinnar“
FRÉTTASKÝRING
Veronika S. Magnúsdót
veronika@mbl.is
tir
AFP/Joed Viera
Blindbylur Ökutæki sjást hér sitja föst í miðborg Buffalo-borgar í New York-ríki, en 25 manns hið minnsta hafa
farist í borginni af völdum eins mesta óveðurs sem dunið hefur á Bandaríkjunum undanfarna áratugi.