Morgunblaðið - 27.12.2022, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.12.2022, Blaðsíða 8
FRÉTTIR Innlent8 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2022 STAKSTEINAR Kirkjan á erindi við almenning Biskup Íslands sagði í jóla- prédikun sinni að Guð birt- ist hér á jörð í barninu Jesú. Svo bætti hún við að ekki væri vinsælt að nefna nafnið hans í opinberri um- ræðu, þöggun ríkti: „Spurt var hvort samhengi væri á milli vanlíðunar ungs fólks og þess að ekki mætti lengur fræða börnin um kristna trú í skólum landsins. Fundar- menn hneyksluðust á þessari spurningu. Hvaða samhengi ætti svo sem að vera á milli þessa? Við sem treystum þeim Guði sem Jesús birti og boðaði vitum að í öllum aðstæðum lífsins er svar að finna í orði Guðs,“ sagði biskup. Og hún sagði ennfremur að hvaða aðstæður sem mættu okkur á lífsveginum þá værum við ekki ein. Þetta eru skilaboð sem skipta máli og eiga erindi við fólk á öllum aldri. Þeir sem gert hafa öfgatrúleysi að leiðarljósi sínu í lífinu mega ekki heyra á neitt slíkt minnst, en ekki nóg með það, þeir sætta sig ekki við að aðrir heyri á slíkt minnst. Kirkjan gegnir mikilvægu hlutverki í íslensku sam- félagi og hún verður að fá að rækja það hlutverk sitt án þess að þöggunarárátta nútímans nái að kveða hana í kútinn. En hún verður líka að vera trú grundvelli sínum, vera kletturinn en ekki laufið í vindinum. Agnes M. Sigurðardóttir Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni www.mbl.is/mogginn/leidarar Flestirættu aðkomast til vinnu lBorgin lagt áherslu á stofnleiðir lVerktakar sitja ekki auðum höndum Flestir ættu að komast til vinnu í dag vegna snjós sem hefur fallið yfir hátíðarnar, að sögn Eiðs Fannars Erlendssonar, einingarstjóra vetr- arþjónustu hjá Reykjavíkurborg. Snjór féll á aðfangadag og aftur í gærkvöldi. „Trukkarnir hafa verið að fara í stofnleiðirnar og halda þeim góðum. Það hefur ekki verið sett gríðarmikið í húsagötur, en það fer einhver hreinsun í gang í fyrramálið til að greikka á því. Það þarf að fara að byrja á því uppi í Úlfarsárdal og nágrenni að aka snjó í burtu. Það er farið að þrengja að þar,“ segir hann og bætir við að sú vinna verði líklega farin af stað á morgun. Úrkoma var mikil á Suðurlandi á aðfangadag og hefur Vegagerðin hugað að snjómokstri yfir hátíðarn- ar, sem og verktakar. Einar Viðar Viðarsson hjá verktakafyrirtækinu Eyfelli ehf. stóð í ströngu frá því klukkan sjö á jóladagsmorgun fram á gærdaginn við að skafa vegi undir Eyjafjöllum. „Við byrjuðum klukkan sjö um morguninn og vorum til tíu í gær- kvöldi. Þetta er óvenjulega mikill snjór hérna undir Eyjafjöllum. Seinni partinn fór allt í lás. Það byrjaði klukk- an þrjú að hvessa þar mikið og sást ekki neitt. Þá stoppuðu bílar út um allt og ég þurfti að hjálpa björgunar- sveitinni að vinna úr því verkefni,“ sagði hann í samtali við mbl.is í gær. veronika@mbl.is / steinthors@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson MoksturÁhersla er lögð á stofnleið- ir. Íbúar ættu að komast í vinnu. Fimmtánmilljónir í samfélagsstyrki Samfélagsstyrkjum að upphæð 15 milljónir króna var úthlutað úr samfélagssjóði Landsbankans skömmu fyrir jól. Alls hlutu 32 verkefni styrki að þessu sinni. Sex verkefni hlutu styrk að fjár- hæð ein milljón króna, tíu verkefni hlutu 500.000 króna styrk og 16 verkefni fengu 250.000 króna styrk. Meðal þeirra sem fengu eina milljón voru góðgerðarsam- tökin Okkar heimur og Samtök um endómetríósu. Samfélagsstyrkjum Landsbank- ans er ætlað að styðja mannúð- ar- og líknarmál, menntamál, rannsóknir og vísindi, forvarnar- og æskulýðsstarf, umhverfismál og verkefni á sviði menningar og lista. Dómnefnd var skipuð þeim Sverri Jakobssyni, prófessor við Háskóla Íslands, Felix Bergssyni leikara og Guðrúnu Agnarsdóttur lækni, en hún var jafnframt formaður dómnefndar. Frá árinu 2011 hafa ríflega 400 verkefni fengið styrki úr samfélagssjóði Landsbankans og nema styrkirnir samtals 195 milljónum króna. Ljósmynd/Landsbankinn Afhending Fulltrúar styrkþega og Landsbankans í höfuðstöðvunum.GLEÐILEGA ÞÖKKUM FYRIR VIÐSKIPTIN Á ÁRINU SEM ERAÐ LÍÐAHÁTÍÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.