Morgunblaðið - 27.12.2022, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.12.2022, Blaðsíða 4
FRÉTTIR Innlent4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2022 Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br eyy st án fyr irv a Cinque Terre að ve rð rva r 3. eða 10. júní í 7 nætur Júní 2023 595 1000 www.heimsferdir.is 255.900 Flug & hótel frá 7 nætur Fararstjóri: Vilborg Halldórsdóttir GÖNGUFERÐ Jólasvipur við höfnina þegar ljósum skreyttir togararnir lágu við bryggju Togararn- ir stefndu út ámiðin Togarar Brims lágu við Norð- urgarð í Reykjavíkurhöfn um jólin og settu ljósum prýddir hátíðlegan svip á umhverfið. Ráðgert var svo að Viðey og Akurey héldu til veiða strax nú í nótt enda þarf fiskvinnslan hráefni svo allt komist aftur á snúning. Svipaða sögu er að segja að norðan. Ísfisktogarar Samherja og ÚA áttu að fara á miðin strax eftir miðnætti, það er Björg, Björgúlfur, Björgvin og Kald- bakur. Ferðir þeirra nú verða þó aðeins fáeinir sólarhringar og hugsanlegt er að aflinn dugi til að hefja einhverja vinnslu í landi fyrir vikulokin. Almennt eru fiskmarkaðir sterkir strax eftir nýár og því gildir að þeir fiska sem róa, eins og máltækið segir. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Farþegi sem fékk hjartaáfall var hnoðaður til lífs um borð í þotu Icelandair frá Íslandi til Seattle í Bandaríkjun- um að kvöldi jóladags. Vélin var komin yfir Grænland þegar farþeginn veiktist, en sá var samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins bandarískur karlmaður um sjötugt. Flugvélin, sem fór í loftið um kl. 17, var yfir Baffinslandi, sem er í nyrstu byggðum Kanada, þegar þetta gerðist. Flugfreyja og tveir læknar sem voru farþegar um borð hjálpuðu manninum en svo var þotunni lent í bænum Iqaluit í Kanada. Þar var farþeganum veika komið und- ir læknishendur. Flugvélin hélt svo eftir þetta áfram til vesturstrandar Bandaríkjanna, en atvikið tafði ferðina um tvær klukkustundir. Áætlun Icelandair er nú komin aftur á rétt spor eftir þá röskun sem varð í óveðurshvellinum í byrjun síðustu viku. Fjöldi ferða féll út vegna veðurs, auk þess sem far- þegar komust ekki í flugstöðina á Keflavíkurflugvelli vegna ófærðar á Reykjanesbrautar og víðar. Þetta setti stórt strik í alla reikninga, þar sem margir voru á faraldsfæti fyrir jólin. Því greip Icelandair til þess ráðs að leigja þotu af gerðinni Boeing 777 sem tekur 312 farþega og Airbus sem tekur 436 manns. Vélar þessar voru notaðar í ferðir meðal annars til Kaupmannahafnar og Tenerife og tókst með því að koma öllum á áfangastað. sbs@mbl.is lLent í Iqaluit í KanadalÁætlunin er aftur komin á sporið Farþegi hnoðaður til lífs í flugi til Seattle á jóladag Ljósmynd/Icelandair Flug Þota Icelandair í nýjum litum tilbúin í loftið. Gert er ráð fyrir tæplega 40 íbúðum af ýmsum stærðum og gerðum í nýju íbúðahverfi í Stykkishólmi sem nefn- ist Víkurhverfi. Framkvæmdir þar við gatnagerð eiga að hefjast á nýju ári en að brjóta nýtt land undir íbúða- byggð er viðbragð sveitarfélagsins við fjölgun íbúa og fyrirliggjandi þörf á byggingarlóð- um samkvæmt húsnæðisáætlun sveitarfélagsins, segir JakobBjörg- vin Sigríðarson Jakobsson bæjarstjóri í samtali við Morgunblaðið. Íbúum hefur fjölgað um 46 á tveimur árum Íbúar í sameinuðu sveitarfélagi Stykkishólms og Helgafellssveitar eru skv. nýjustu tölum nú orðnir 1.308, en íbúumhefur fjölgað á tveimur árumum 46. Slíkt kallar á margvíslega innviða- uppbyggingu og þróun ýmissa verkefna. Með fyrirhugaðri uppbyggingu í Víkurhverfi er sveitarfélagið að leggja sitt af mörkum í samræmi við samn- ing milli ríkis og sveitarfélaga um að auka framboð íbúða á árunum 2023- 2032. Tilgangur samningsins er að auka framboð nýrra íbúða til að mæta fyrirsjáanlegri íbúðaþörf ólíkra hópa. Einnig til að stuðla að stöðugleika og jafnvægi á húsnæðismarkaði. „Í þessu endurspeglast sá sóknarhugur sembýr í fólki og fyrirtækjum á svæðinu og sú þörf sem er á uppbyggingu hér,“ segir Jakob bæjarstjóri. Miklar fjárfestingar Fjárhagsáætlun Stykkishólms- bæjar og Helgafellssveitar fyrir næsta ár gerir ráð fyrir að tekjur sveitarfélagsins á næsta ári, það er samstæðu A- og B-hluta, verði rétt tæpir 2,3 milljarðar kr. Útgjöld og vaxtakostnaður verða skv. áætlun- inni tæplega 1,9 milljarðar kr. Margt fleira kemur svo inn í breytuna, en að öllu samanlögðu er gert ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu að fjárhæð 115 millj. kr. Áætlunin gerir sömuleiðis ráð fyrir lækkun á fasteignasköttum til að koma tilmóts við íbúa,m.a. til að koma tilmóts við hækkun á fasteignamati. Þá er reikn- aðmeð að veltufé frá rekstri aukist um tæplega 100 millj. kr. milli ára og verði á því næsta 321,9 milljónir. Gert er ráð fyrir að skuldaviðmið sveitarfélagsins fari áfram lækkandi og verði í kringum 100% á næsta ári, en skv. fjármálaregl- um sveitarstjórnarlaga er hámarkið þarna 150%. Samkvæmt fjárhagsáætlun til fjögurra ára er áformað að í Hólmi ogHelgafellssveit verði á næstu fjórum árum fjárfest á vegum sveitarfélagsins fyrir um 955 milljónir kr. og að lántaka á sama tíma verði 300 millj. kr. Vegna sameiningar sveitarfélaga koma svo til á árunum 2023-2026 framlög frá Jöfn- unarsjóði sveitarfélaga sem verða allt 560 millj. kr. Verja grunnþjónustu Jakob Björgvin segir fjárhags- áætlunina endurspegla ágætlega þær áherslur bæjarstjórnar að standa vörð um grunnþjónustu sveitarfélagsins. Slíkt gildi sérstaklega um hag barna og fjölskyldna þeirra og eldra fólks. Í sambandi við síðarnefnda hópinn má nefna að stofna ámiðstöð öldrunarmála; og samþætta þar félags- og heilbrigðis- þjónustu við eldra fólk í sveitarfélaginu. Gert er ráð fyrir að starfsemin hefjist á sama tíma og lokið verður við flutn- ing hjúkrunarrýma frá dvalarheimili Stykkishólms við Skólastíg 14 í nýtt hjúkrunarheimili sem sveitarfélagið og ríkið byggja og verður það tengt St. Franciskus-sjúkrahúsinu. lVíkurhverfi í Stykkishólmi á teikniborðinul40 íbúðir af ýmsum gerðumlÍbúum fjölgar og eru nú orðnir 1.308lFjárhagsáætlun næsta árs er í góðum plúslMiðstöð öldrunarþjónustu verður sett á fót Þörfin fyrir uppbyggingu er mikil Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hólmur St. Franciskus-sjúkrahúsið sést hér fyrir miðri mynd. Hér er horft yfir bæinn þar sem sjást byggingar við höfnina og austurhluti bæjarins. Jakob Björgvin S. Björgvinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.