Morgunblaðið - 27.12.2022, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.12.2022, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2022 Á Reykjavíkurtjörn Þessi feðgin fóru í skemmtilega sleðaferð um ísilagða Tjörnina í gær, enda fátt skemmtilegra í jólafríinu en að eyða góðum samverustundum með sínum nánustu. Hákon Pálsson Grunnurinn að al- þjóðasamstarfi í um- hverfismálum var lagð- ur fyrir hálfri öld á vegum Sameinuðu þjóð- anna með Stokkhólms- ráðstefnunni 1972. Hún snerist einkum um mannlegt umhverfi og gífurlega mismunun í lífskjörum milli þjóð- ríkja. Í kjölfarið urðu til umhverfisráð, um- hverfissjóður og umhverfis- skrifstofa Sameinuðu þjóðanna og fékk skrifstofan fast aðsetur í Nai- robi í Kenía. Alþjóðasamstarf að hafréttarmálum fylgdi í kjölfarið og skilaði hafréttarsamningi SÞ 1982, sem Ísland átti góðan þátt í að móta. Árið 1983 varð síðan til Brundtland-nefnd Sameinuðu þjóð- anna sem í skýrslu sinni Sameig- inleg framtíð okkar mótaði og kynnti 1987 hugmyndina um sjálf- bæra þróun. Í júní 1992 var komið að Ríóráðstefnu SÞ, sem sam- þykkti yfirlýsingu um umhverfi og þróun og lagði grunn að þremur alþjóðasáttmálum: 1) Um loftslags- breytingar, 2) um líffræðilega fjöl- breytni og 3) um aðgerðir gegn eyðimerkurmyndun. Ísland gerðist formlegur aðili að þessum samn- ingum á árunum 1994-1997 og hef- ur átt fulltrúa á fundum þeirra, sem bera yfirskriftina Conferences of the Parties, skammstafað COP. Mestrar athygli hefur samning- urinn um loftslagsbreytingarnar notið með sína 27 ársfundi frá 1995 að telja, og nú nýverið samning- urinn um líffræðilega fjölbreytni í lok 15. ársfundar í Kanada. Loftslagsváin kallar á skjótar aðgerðir Þrátt fyrir róttæk markmið Par- ísarsamningsins 2015 í orði hafa flest iðnvædd ríki síðan aukið los- un gróðurhúsalofts. Einnig Ísland er í þeim hópi og er með allra mestu los- un CO2-ígilda á mann í Evrópu, eða um 12 tonn. Þannig jókst losun Íslands árið 2021 frá fyrri árum, og enn sýnist stefna í aukningu á þessu ári. Hér þarf því að verða mikill samdráttur í losun næstu árin eigi að nást markmið stjórnvalda um 55% samdrátt í losun „á beinni ábyrgð Íslands fyrir 2030 miðað við árið 2005“. Á ársfundi COP-27 í Egypta- landi nýlega var samþykkt fyrri stefna um að stöðva hlýnun á jörð- inni við 1,5-2 gráðu meðalhita, markmið sem virðist æ fjarlægara eftir því sem árin líða. Að mati tímaritsins The Economist 5. nóv. sl. þyrfti a.m.k. þrefalt meira fjár- magn frá þróuðum ríkjum en nú í þessu skyni, fyrst og fremst til nota í þeim ríkjum sem mest losa. Taka muni lengri tíma en áætlað hefur verið að skipta út jarðefna- eldsneyti og því þurfi að auka að- gerðir til aðlögunar vegna síhækk- andi hitastigs. COP-15 um líffræðilega fjölbreytni Um miðjan desember sl., mánuði eftir loftslagsfundinn í Egypta- landi, kallaði ársfundur samnings- ins um líffræðilega fjölbreytni á at- hygli heimsbyggðarinnar, en væntingar um árangur voru litlar fyrir fram. Þátttaka stjórnmála- manna í þessum fundi, andstætt hinum fyrri um loftslagið (COP-27), var í algjöru lágmarki, sem undirstrikar blindu þorra stjórnmálamanna hvað viðkemur heildarsamhengi í lífríkinu. Af um átta milljón lífverutegundum á jörðinni er um ein milljón talin í bráðri útrýmingarhættu, með keðjuverkandi afleiðingum fyrir líf á jörðinni, mannlífið meðtalið. Þessu valda fyrst og fremst mann- gerðar umhverfisbreytingar. Til að stöðva þetta skelfilega ferli sam- þykkti COP-15-ráðstefnan að vernda skuli að minnsta kosti 30% af yfirborði lands og sjávar fram til ársins 2030. Kína hefur sl. fjögur ár verið í forystu fyrir samningnum á þessu sviði og kynnti fyrir hönd aðstand- enda hans tillögurnar um aðgerðir. Fyrir lokadag ráðstefnunnar virt- ist ekkert samkomulag í augsýn. Þá setti kínverski umhverfis- ráðherrann og forseti fundarins, Huang Runqiu, fram úrslitatillögu, sem var samþykkt, þó með orða- lagsbreytingu sem felldi út form- lega kröfu um að fyrirtæki gerðu grein fyrir hversu háð þau séu náttúrulegu umhverfi. Fjöldi fulltrúa viðskipta- og fjár- málafyrirtækja fylgdist með ráð- stefnunni og fullyrt er að meðal þeirra fari skilningur vaxandi á efnahagslegum afleiðingum náttúrueyðingar. Samhengið milli umhverfistjóns og reksturs náttúruháðra fyrir- tækja hefur verið dregið fram í þessari nýstárlegu umræðu, sem m.a. hefur leitt í ljós áætlaða ár- lega þörf fyrir 700 milljarða punda framlag til verndar náttúrukerfum. Ísland vakni af værum blundi Íslensk stjórnvöld hafa lengst af verið afar fálát þá kemur að samn- ingnum um verndun líffræðilegrar fjölbreytni. Um þetta fjallaði Rík- isendurskoðun í skýrslu í janúar 2006 undir heitinu „Samningurinn um líffræðilega fjölbreytni – Um- hverfisendurskoðun.“ Þar sagði m.a.: „Að öllu samanteknu telur Rík- isendurskoðun að aðild Íslands að samningnum hafi haft mjög tak- mörkuð áhrif á íslenska löggjöf og opinbera stefnu á sviði líffræði- legrar fjölbreytni. … Sérstaka at- hygli vekur hve takmörkuð áhersla virðist lögð á náttúrufræðilegar rannsóknir hér á landi. … Æski- legt er að Alþingi og stjórnvöld skoði hvort tilefni kunni að vera til að fela tilteknu stjórnvaldi sér- staklega það hlutverk að fylgjast með hvernig staðið er að verndun og varðveislu líffræðilegrar fjöl- breytni á Íslandi.“ Því miður hygg ég að þessi varnaðarorð Ríkisendurskoðunar séu enn í fullu gildi. Um það vitnar handahóf þegar kemur að innflutn- ingi og dreifingu erlendra lífveru- tegunda, m.a. til skógræktar, að ekki sé talað um dreifingu ágengra tegunda eins og lúpínu og kerfils. Það á einnig við um dæmalaust handahóf í laxeldi í lekum sjókví- um, byggt á erlendum laxastofnum sem nú eru að leggja undir sig ís- lenskar ár, eina af annarri. – – – Haft var á orði um COP-15- ráðstefnuna í Kanada á dögunum, að þar hafi verið fátt stjórnmála- manna að fylgjast með, m.a. var enginn slíkur tilgreindur frá Ís- landi. Þetta er dapurlegt, en end- urspeglar fálæti sem ætti að heyra fortíðinni til. Á Ríó-ráðstefnunni 1992 undir- ritaði Eiður Guðnason umhverfis- ráðherra fyrir Íslands hönd samn- inginn um verndun líffræðilegrar fjölbreytni. Má sjá það gerast á meðfylgjandi mynd sem ég tók í Ríó. Eiður lagði áherslu á að vera með þeim fyrstu og varð Ísland þriðja ríkið til að lýsa stuðningi við þann alþjóðasamning. Betur að framhaldið hefði endurspeglað þann metnað þáverandi ráðherra. Hjörleifur Guttormsson » Íslensk stjórnvöld hafa lengst af verið afar fálát þá kemur að samningnum um vernd- un líffræðilegrar fjöl- breytni. Höfundur er náttúrufræðingur. Umhverfismálin 30 árum eftir Ríó-ráðstefnuna Hjörleifur Guttormsson Á Ríó-ráðstefnunni 1992 undirritaði Eiður Guðnason umhverfisráðherra fyrir Íslands hönd samninginn um verndun líffræðilegrar fjölbreytni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.