Morgunblaðið - 27.12.2022, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.12.2022, Blaðsíða 10
FRÉTTIR Innlent10 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2022 STOFNAÐ 1953 Háaleitisbraut 58–60 • 108 Reykjavík • haaleiti@bjorg.is www.facebook.com/efnalauginbjorg • Sími 553 1380 15% afsláttur af 5 eða fleiri skyrtum Mannauðurinner hjartafyrirtækisins Drottning og amma dó „Árið 2022 kippti okkur flestum rækilega nið- ur á jörðina. Minnti fólk á að taka ekkert sem sjálfsagt. Stríðið í Úkraínu situr í okkur öllum. Þessir atburðir hafa haft gríðarleg áhrif sem mun taka langan tíma að vinna úr,“ segir Þór- hildur Þorkelsdóttir kynningarstjóri BHM. Afleiðingar Úkraínustríðisins eiga sér margar birtingarmyndir sem hafa áhrif á öryggistilfinningu fólks og hugmyndir um framtíðina, segir Þórhildur. „Verðbólgan, sá óboðni gestur, minnti líka rækilega á sig og neyddi okkur flest til að endurskoða heim- ilisbókhaldið. Verðbólgan minnir okkur á að góð lífskjör og hagstæðir vextir eru ekki sjálfsagðir.“ Elísabet Englandsdrottning dó og Elon Musk keypti Twitter; hvort tveggja mál sem höfðu áhrif um veröld víða. „Elísabet var einhvers konar sameiginleg amma heims- byggðarinnar og Musk, sem er einn ríkasti maður heims, er einhvers konar blanda af illmenni og furðufugli úr teiknimynd sem fólk elskar að hata. Báðir þessir atburðir voru óvæntir og gætu komið til með að breyta ýmsu um heimsmynd okkar,“ segir Þórhildur og heldur áfram: „Við sameinumst að minnsta kosti um að hafa skoðanir á þessum málum. Persónulega stendur svo upp úr hjá mér að hafa á árinu haft svigrúm til að eyða meiri tíma með mínum nánustu og finna svolítið fegurðina í hversdagsleikanum. Ég ætla að taka það með mér inn í nýtt ár. Það má nefnilega alls ekki taka góðri heilsu og dýrmætum tíma sem sjálfsögðum hlut. Að segja slíkt er kannski klisja en stundum felst sannleikur í slíku.“ Morgunblaðið/Sigurður Bogi Okkar skylda er að hjálpa „Aðgerðir í loftslagsmálum og friðsamleg lausn á stríðsátökum eru brýnustu við- fangsefni mannkynsins. Mér er ofarlega í huga styrjöldin í Sýrlandi sem nú hefur staðið í rúm tíu ár. Þá er ófriður í Evrópu eftir áratuga langt friðarskeið öllum íbúum þeirrar álfu gríðarlegt áfall,“ segir Valgarður Lyngdal Jónsson, grunnskólakennari og forseti bæjar- stjórar á Akranesi. Síðustu árin hefur, að sögn Valgarðs, talsverð áhersla verið lögð á framþróun í svokölluðum STEM-greinum í skólum, þ.e. raunvísindum, tækni og stærðfræði. Sannar- lega sé þörf á því að styðja við kennslu í raunvísindum en um leið megi ekki gleyma því að hjálpa börnum og ungmennum við að rannsaka samskipti fólks og sögu. „Sagan er minni mannkyns og samviska. Sagan er nú óspart notuð til að réttlæta ódæðisverk einræðisherra nútímans, en fólk sem þekkir söguna sér í gegnum slíkar blekk- ingar. Sagan kennir okkur að stríðsátök hafa aldrei skilað ávinningi. Valda alltaf þjáningum þeirra sem síst skyldi. Svo hafa þau legið eins og mara á samvisku heilu þjóðanna. Okkur mannfólkinu er nauðsyn að þekkja söguna, því þannig verðum við líklegri til að takast á við ógnir nútímans með mannúð að leiðar- ljósi. Við hér á Íslandi skiptum kannski ekki miklu máli í hinu stóra samhengi, en okkur ber engu að síður skylda til að gera allt sem í okkar valdi stendur til að hjálpa fólki sem hefur þurft að flýja sín heimalönd vegna stríðsátaka. Á árinu 2022 sáum við að ís- lenska þjóðin vill ekki að yfirvöld bregðist við af miskunnarleysi. Okkar skylda er að hjálpa.“ Morgunblaðið/Sigurður Bogi Stríðið hefur breytt mörgu „Um leið og heimsfaraldri létti tók við stríð í Evrópu, með allri þeirri ólgu og óvissu sem slíku fylgir. Þessi atburðarás hefur verið sögu- leg og átökin í Úkraínu hafa mörgu breytt á Vesturlöndum. Eftirspurn á mörkuðum var í lágmarki meðan veiran varði en svo þegar henni sleppti brast á með verðbólgu og vaxta- hækkunum. Þessi atburðarás þarf kannski ekki að koma á óvart; bæði fyrri og síðari heimsstyrjöld fylgdu erfiðleikar í efnahags- málum sem langan tíma tók að vinna úr,“ seg- ir Magnús Magnússon, sveitarstjórnarmaður og sóknarprestur í Húnaþingi vestra. Umhverfismál vega æ þyngra og ráða miklu um stefnu, strauma og framvindu allra mála. Magnús segir að grænbók um stöðu lofts- lagsmála sem gerð var á vegum umhverfis- ráðuneytis snemma á þessu ári sé í þessu efni mikilvægur leiðarvísir til framtíðar. Fyrir liggi skv. bókinni að auka þurfi framleiðslu á grænni endurnýjanlegri orku, þannig að orku- skiptin megi raungerast. „Sú niðurstaða er alveg skýr að virkja þarf meira, hvort heldur er með því að beisla varma, vatn eða vind. Nú þarf bara að taka umræðu um leiðir og finna þær leiðir í orkumálum sem breið samstaða getur náðst um,“ segir Magnús. Óveðurshvellur í vikunni fyrir jól setti sam- göngur á landinu sunnanverðu úr skorðum. „Ég tel mikilvægt að nota svona atvik til þess að læra af þeim og skoða hvort innviðir séu nægilega sterkir. Slíkt er samfélagslegt úrlausnarefni þar sem hinn kristni boðskapur er mikilvægt leiðarljós; að við virðum skoð- anir annarra og komum fram við aðra eins og við væntum að aðrir komi fram við okkur.“ Morgunblaðið/Sigurður Bogi Mikil óvissa í heiminum „Ekkert hefur sett eins sterkt mark á árið 2022 og stríðið í Úkraínu. Áhrifin koma víða fram. Segja má að öll helstu kerfi heimsins séu undir þótt stríðið sjálft sé staðbund- ið. Efnahagur heimsins er í mikilli óvissu, orkuframleiðsla, vöruflutningar og mat- vælaöryggi, auk þess sem allt landslagið í alþjóðastjórnmálum hefur breyst. Þessi áhrif verða næstum örugglega langvarandi,“ segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Átökin hafa, segir Kristín, valdið mannúðar- krísu enda er 40 milljóna manna þjóð í hræði- legri stöðu. Miskunnarlaust sé vopnum beitt gegn óbreyttum borgurum sem hafast við í myrkri og kulda og algerri óvissu víða um Úkraínu. „Vegna þess hve innrásin í Úkraínu er yfirþyrmandi hafa átök í öðrum löndum, sem áður voru daglega í fréttum, nánast horf- ið af yfirborðinu. Ég nefni stríðsreksturinn í Jemen, Sýrlandi og Palestínu. Þessi mál hafa bæði bein og óbein áhrif hér á Íslandi, hingað kemur fjöldi fólks í leit að skjóli og betra lífi sem aftur veldur því að innflytjendamál eru í brennidepli. Þetta er málaflokkur sem kallar fram heitar tilfinningar og getur valdið hörðum deilum, líkt og gerst hefur í öllum okkar nágrannaríkjum. Það er mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að reyna að forðast slíkar deilur,“ segir Kristín og heldur áfram: „Rauði krossinn á Íslandi hefur í ár áfram unnið að því að styðja fólk sem á sér hvergi skjól og hefur enga málsvara. Þessi vinna fer ekki í sögubækur því hún endurtekur sig. Okkar tilfinning er líka sú að því fólki sem býr við félagslega einangrun fjölgi.“ Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hvaða atburðir, stefnur og straumar setja árið 2022 í sögubækur og verða leiðarljós til framtíðar. Af hverjumá helst lærdóm draga og á hvaða vegferð eru veröldin ogmannanna börn? Fjögur svara hér. Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.