Morgunblaðið - 27.12.2022, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.12.2022, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2022 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar .Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. .Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. .Smíðum gestahús – margar útfærslur. .Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. .Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning 21x125mm, panill 10x85mm, pallaefni 21x145mm, 21x140, 90x21mm, útihurðir 5,4cmx210cm (80,90 og 100cm) o.fl. Eurotec skrúfur, Penofin og Arms- trong Clark harðviðarolíur. NÝKOMIÐ BANKIRAI HARÐVIÐUR 21X145MM VERÐ 1.950 KR LENGDARMETERINN slétt beggja megin fasað og ofnþurrkað. Lengdir frá 2.44 metrar upp í 5,50 metrar. Upplýsingar hjá Magnúsi á magnus@vidur.is og í símum 6600230 og 5611122, og frá 10-14 á Indus ,Óseyrarbraut 2 Hafnarfirði. Atvinnuauglýsingar Lambhaga gróðrarstöð vantar bílstjóra til starfa við útkeyrslu auk annarra tengdra starfa. Ekki er krafist meiraprófs. Um fullt starf er að ræða og er vinnutími frá kl. 7–15. Lambhagi er reyklaus vinnustaður og þarf starfsmaðurinn að vera altalandi í íslensku. Starfið er laust strax. Umsóknir sendist á hafberg@lambhagi.is og er umsóknarfrestur til 20. janúar 2023. BÍLSTJÓRI Raðauglýsingar Tilkynningar Útboð vetrarþjónustu í Súðavík Súðavíkurhreppur auglýsir útboð á vetrarþjónustu í Súðavík. Tilboðsfrestur er til kl. 12:00 þann 5. janúar 2023. Útboðsfundur verður haldinn 5. janúar 2023 kl. 13:00 í Álftaveri, Grundarstræti 1 í Súðavík. Útboðum má skila rafrænt á jbh@verkis.is og bragi@sudavik.is eða til skrifstofu Súðavíkurhrepps. Nánari upplýsingar um útboð á heimasíðu Súðavíkurhrepps á sudavik.is en einnig fást frekari upplýsingar hjá byggingafulltrúa Súðavíkurhrepps, Jóhanni Birki (jbh@verkis.is s. 898 3772) og sveit- arstjóra Súðavíkurhrepps (bragi@sudavik.is). Félagsstarf eldri borgara Árskógar 4 Smíðastofa með leiðb. kl. 9-16. Erlent handverksfólk kl. 10-12. Handavinna kl. 12-16. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Allir velkomnir. Sími 411-2600. Boðinn Allt félagsstarf í jólafríi. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 10:00-11:00. Hádegismatur kl. 11:30-12:30. Lokum kl. 14:00. Gerðuberg Opnunartímar yfir hátíðarnar: kl. 10:00 - 15:00 Gjábakki Opin handavinnustofa og verkstæði frá kl. 8.30 til 16. Heilsu-Qigong er komið í jólafrí en hefst aftur strax í byrjun janúar. Opin handavinnustofa og verkstæði kl. 8.30 til 16. Gullsmári Allt félagsstarf í jólafríi. Seltjarnarnes Kaffikrókur á Skólabraut frá kl. 9.00. Í dag kl. 14.00 verður stund eldri borgara í safnaðarheimili kirkjunnar. Gamansögur og skemmtilegheit. Veitingar. Allir velkomnir. - $*& $!,')"#+(%") Ég minnist tengdamóður minnar, Sæunnar Ragnheiðar Sveinsdóttur, með hlýju og þakklæti fyrir umhyggju hennar og samfylgd í rúmlega 35 ár. Ég varð þess fljótt áskynja að fjöl- skyldan var þungamiðjan í lífi Sæunnar. Það var sama hver átti í hlut, heimilið á Sunnubraut var opið öllum enda var þar oft margt um manninn og mikið um að vera. Stór hluti stórfjölskyld- unnar bjó utan höfuðborgar- svæðisins þannig að það var eðlilegasti hlutur í heimi að koma til Sæunnar og Ásgeirs í styttri eða lengri heimsókn. Alltaf stóð Sæunn klár með veit- ingarnar. Búin að hella upp á og baka enda húsmóðir af gamla skólanum. Það var enginn sem fór svangur úr hennar húsi. Á sama hátt var eðlilegt að hún kæmi fram um miðjar nætur þegar við Þór vorum að koma heim af balli til að fá sér kaffi með okkur og heyra sögur af skemmtuninni. Síðar þegar við Þór vorum flutt í Kópavoginn með dætur okkar þá var ekkert víst að þær kæmu beint heim úr skólanum því oft þurfti aðeins að koma við hjá ömmu fyrst. En Sæunn átti líka önnur hugðarefni og ég var svo heppin að fá að deila einu með henni. Hún hafði yndi af tónlist og einkum og sér í lagi söng. Á ár- um áður hafði hún sungið í kór- um Ólafsvíkurkirkju og Háteigs- kirkju. Um það leyti sem Sæunn hætti að vinna fór hún að syngja með Senjorítum, kór eldri kvenna sem er á vegum Kvennakórs Reykjavíkur. Nokkrum árum síðar tók ég við stjórn kórsins og naut þess að fá að kynnast Sæunni á annan hátt, óháð fjölskyldutengslum. Hún sinnti kórnum af stakri samviskusemi. Alltaf mætt, allt- af undirbúin og alltaf jákvæð. Formlegar æfingar voru einu sinni í viku en hún var fljótt komin í góðan hóp úr altinum sem hafði aukaæfingar heima til að tryggja að ekki stæði neitt upp á þær. Hún var oft ökumað- ur fyrir kórfélaga sem bjuggu í Kópavoginum og tryggði að þær væru mættar með góðum fyr- irvara. Og svo var hún glaðlynd- ur félagi, alltaf brosandi og tilbúin í slaginn. Við ferðuðumst saman með kórnum og áttum saman dásamlegar minningar úr þessu starfi. Sigrún Þorgeirsdóttir. Elsku amma er fallin frá. Að standa sig vel og vera góð. Sæunn Ragnheiður Sveinsdóttir ✝ Sæunn Ragnheiður Sveins- dóttir fæddist 23. júní 1930. Hún lést 4. desember 2022. Útförin fór fram 14. desem- ber 2022. Þetta voru ráðin sem amma gaf undir lokin og má með sanni segja að hún hafi fylgt þessum einkunnarorðum alla tíð. Amma var bjartsýn, jákvæð, með sterka réttlætiskennd og mátti ekkert aumt sjá. Hún setti metnað sinn í að halda heimili af miklum myndarskap og tryggja að öllum í kringum sig liði vel og hefðu það sem þau þörfnuðust, jafnvel þó það þýddi að hún setti sjálfa sig í annað sætið. Þegar ráðrúm gafst var hún þó óhrædd við nýjar áskoranir eins og þegar hún fór til Bret- lands um fimmtugt að læra ensku eða skráði sig í ræðufélag til læra að koma fram. Henni fórst allt vel úr hendi en var mjög lítið fyrir að vekja máls á því og vildi miklu frekar tala um hversu vel allir aðrir voru að standa sig. Hún var afskaplega hlý og með manni í liði sama hvað bját- aði á. Hún var alltaf að gauka einhverju matarkyns að mér og ég man eftir ófáum hrærðum sveskjugrautum með rjóma, sem gátu lagað svo til allt. Einnig hvatti hún mig áfram bæði í skóla og tómstundum og fannst allt sem ég var að vasast í alveg frábært. Þetta var ekki ein- skorðað við mig heldur var hún stöðugt að hvetja okkur barna- börnin áfram, tryggja að okkur liði vel og sérstaklega að sjá til þess að við værum nú örugglega vel nærð. Mér fannst mjög dýrmætt að fá að kynna hana fyrir mínum eigin börnum síðar meir og sjá þau fá sama stað í hjarta hennar og ég sjálfur naut. Þrátt fyrir að aldurinn hafi verið farinn að hafa áhrif á minnið hennar þeg- ar börnin mín komu til sögunnar lét hún það ekkert á sig fá, lék með þeim á gólfinu og gladdist með þeim yfir öllu sem þau fengust við. Það var virkilega sárt að horfa upp á elliglöpin sem hægt og bítandi sviptu hana minni og drógu úr persónuleika hennar síðustu árin. Á sama tíma var magnað að upplifa að þegar ekk- ert stóð eftir nema kjarni henn- ar var hann fullur af góð- mennsku, umhyggjusemi og kærleik til allra þeirra sem heimsóttu hana. Hennar verður sárt saknað. Ásgeir Gíslason. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Minningargreinar ✝ Björg Stefanía Sigurðardóttir fæddist á Hvamms- tanga 20. mars 1937. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Vest- urlands á Hvamms- tanga 6. desember 2022. Foreldrar Bjargar voru Björnlaug Marta Albertsdóttir, f. 1906, d. 1986, og Sigurður Emil Jónsson, f. 1912, d. 1972. Björg var önnur í röð þriggja systkina, elstur var Gunn- ar Sölvi, f. 1934, d. 2001, en yngri er Helena Svanlaug, f. 1945. Björg ólst upp í foreldrahúsum á Hvammstanga við leik og störf. Hún gekk í Barnaskólann á Hvammstanga og fór síðan í Kvennaskólann á Hvammstanga sem starfaði einungis í einn vetur Björg og Stefán reistu sér hús- ið Birkihlíð á Hvammstanga, norðan við Vegamót, þ.e. for- eldrahús Bjargar. Þau hjón fluttu þar inn árið 1958 og sinnti Björg þar húsmóðurstörfum allt til árs- ins 2021 þegar hún flutti á sjúkra- húsið á Hvammstanga. Störf Bjargar voru mun víð- tækari en húsmóðurstörf í Birki- hlíð og kom hún víða við. Hún starfaði um langt skeið sem tal- símavörður á símstöðinni. Einnig vann hún um árabil hjá rækju- vinnslunni Meleyri hf. Þá var hún lengi starfandi í kjörbúð Kaup- félags Vestur-Húnvetninga og margar sláturtíðir í Sláturhúsi Kaupfélagsins. Björg var félagslynd og tók virkan þátt í ýmiskonar fé- lagsstörfum. Hún tók þátt í starfi kvenfélagsins Bjarkar um ára- tugaskeið og leiklistarstarfi á staðnum. Einnig söng hún um árabil í Kirkjukór Hvammstanga og Lillukórnum. Útförin fór fram í kyrrþey frá Hvammstangakirkju að hennar ósk, 14. desember 2022. Jarðsett var í Kirkjuhvammskirkjugarði. undir handleiðslu og forystu Bennýjar Sigurðardóttur. Björg kynntist lífsförunaut sínum, Stefáni Þórhalls- syni frá Ánastöðum, fyrir tvítugt en þau gengu í hjónaband 8. desember 1957. Stefán fæddist 17. apríl 1931 en lést fyrir rúmum tveim- ur árum, 8. október 2020. Björgu og Stefáni varð tveggja barna auðið: 1) Emilía Marta, f. 1958, gift Þrándi Óðni Bald- urssyni. Þeirra börn eru Arna og Baldur en fyrir átti Emilía soninn Óttar. 2) Ólafur Hallur, f. 1960, kvæntur Huldu Einarsdóttur. Þeirra börn eru Sara, Aron Stef- án og Rakel Ósk. Barnabarna- börnin eru níu talsins. Elsku amma. Amma sem alltaf gerði allt fyrir alla. Hún hafði alltaf tíma og nægt pláss. Hún var alltaf að, dugleg og hjálpsöm. Hafði áhuga og vit á ótrúlegustu hlutum, setti sig inn í umræðuefni hverrar stundar og tók þátt í þeim af einlægum áhuga. Forvitin, af- skiptasöm, ráðagóð, drífandi, hamingjusöm, gjafmild og svo margt annað. Þegar ég var lítil varði ég löngum stundum hjá ömmu og afa. Amma mætti eldsnemma til vinnu, fór í rækjuna til há- degis svo kaupfélagið eftir há- degi. Kom heim á milli og gaf okkur að borða, mér, afa og oft Óla. Sumrin hjá ömmu og afa voru best. Útilegur, reiðnám- skeið, bjartar nætur, göngu- túrar, rúntur, gleði og gaman. Af öllu hjarta þakka ég ömmu útbreiddan faðminn, opnar dyrnar, alúðina og upp- eldið. Sönginn, sögurnar, bæn- irnar, uppskriftirnar, samveru- stundirnar hérlendis og erlendis. Amma var fyrirmynd í svo mörgu. Gönguskíði, hjól- reiðar, göngutúrar, útivist. Bakstur, eldamennska, gest- risni og náungakærleikur. Eng- inn náði hvítum þvotti eins hvítum og enginn náði blettum betur úr. Elsku amma, knúsaðu afa og passaðu að hann raki sig daglega. Amma var alltaf til staðar og vildi aldrei missa af neinu. Mætt fyrst þegar nýtt barn fæddist og tilbúin að hjálpa til. Heimilið var óaðfinnanlegt þeg- ar amma var í heimsókn, allur þvottur samanbrotinn á sínum stað og allt í röð og reglu. Þannig var amma, alltaf best. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa) Ég er þakklát fyrir allt okk- ar og þakklát fyrir einstakt samband barnanna minna við löngu. Elskum þig lambaka. Þín Arna. Björg Stefanía Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.