Morgunblaðið - 27.12.2022, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.12.2022, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2022 DÆGRADVÖL24 Gleðileg jól og heillaríkt komandi ár Þökkum viðskiptin í gegnum ár og öld. Opið: 8-18 virka daga 10-14 laugardaga slippfelagid.is Til hamingju með daginn Stjörnuspá ElísabetMaría Ingadóttir 30 ÁRA Elísabet ólst upp á Álftanesi og býr í Hafnarfirði. Hún er fatahönnuður að mennt frá ESMOD í París. Elísabet er rekstrarstjóri á Start Hostel á Ásbrú í Reykjanesbæ og vinnur einnig að eigin hönnun. Hún hefur tekið þátt í fjölbreyttu íþrótta- og félagsstarfi skáta, FBSR, DÍH og UMFÁ. Áhugamálin eru dans, tónlist, menning og læra tungumál. FJÖLSKYLDA Eiginmaður El- ísabetar er Birkir Rafn Þorvaldsson, f. 1989, bakari hjá Brikk í Hafnarfirði. Börn þeirra eru Óliver Máni, f. 2020, og Amelía Sóley, f. 2022. Foreldrar Elísabetar eru hjónin Margrét Jóna Jónsdóttir, f,. 1957, eigandi Start Hostels, og Ingi Þór Þorgrímsson, f. 1957, fv. starfsmaður Atlantshafsbandalagsins. Þau eru búsett í Hafnarfirði. Nýr borgari Hafnarfjörður Amelía Sóley Birkis- dóttir fæddist 22. ágúst 2022 kl. 11.22. Hún vó 3.208 g og var 49,5 cm cm löng. Foreldrar hennar eru Elísabet María Ingadóttir og Birkir Rafn Þorvaldsson. 21.mars - 19. apríl A HrúturVinirnir eru þérmikilvægari en ella um þessarmundir, reyndu að gefa þér tíma til þess að hitta þá. Sýndu þolinmæði og sannaðu þitt mál með rökum. 20. apríl - 20.maí B Naut Það er allt á ferð og flugi í kringum þig og þúættir bara að láta það eftir þér að taka þátt í leiknum. Ekki dvelja við þessar tilfinningar. 21.maí - 20. júní C Tvíburar Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þúmunt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt.Varastu að taka afstöðu því með því myndir þú slá sjálfan þig út af laginu. 21. júní - 22. júlí D Krabbi Þig langarmest til að vera ein/n með hugsunum þínum í dag. Reyndu að eyða tíma úti í náttúrunni eða lestu bók. 23. júlí - 22. ágúst E LjónDagurinn í dag bermeð sér óreiðu sem aðeins fastmótuð áætlun getur unnið bug á.Varastu að taka ofmikið að þér. 23. ágúst - 22. september F MeyjaNú er kominn tími til að eyðaminna en þú hefur gert undanfarið. Nú er ekki rétti tíminn til þess aðætla sér að komast til botns í einhverju. 23. september - 22. október G VogOft veltir lítil þúfa þungu hlassi og lítilfjörlegustu atvik geta leitt til styrjalda. Láttu ekki freistast til fljótfærni því það er fyrir öllu að velta hlutunum fyrir sér í rólegheitum. 23. október - 21. nóvember H SporðdrekiÓvænt tækifæri til ferðalaga eða aukinnar þjálfunar á einhverju sviði eru hugsanleg.Taktu nýjummöguleikummeð opnum huga. 22. nóvember - 21. desember I BogmaðurOft er gott það sem gamlir kveða. Ef þú berð í hjarta þér sorg gamallar ástar, reiði eða biturð, þá er núna rétti tíminn til sleppa takinu. 22. desember - 19. janúar J SteingeitMundu að oft er skammt ámilli hláturs og gráts.Vertu þolinmóður og leystu hvern hnút fyrir sig. Reyndu samt að draga réttar ályktanir og þá ertu á grænni grein. 20. janúar - 18. febrúar K Vatnsberi Það er kominn tími til að eiga samskipti við fólk og njóta aðventunnar. Náðu sambandi í gegnum tónlist, samræð- ur eða hvaða dægurfyrirbæri sem er. 19. febrúar - 20.mars L FiskarHaltu ró þinni þótt mikill hamagang- ur sé í kringum þig og aðrir veltist hver um annan þveran í persónulegum átökum.Og þú ert nógu ráðkænn til að fá það núna. Elín Helga Sveinbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Hvíta hússins – 50 ára Fjölskyldan saman í Kosta Ríka E lín Helga Sveinbjörns- dóttir fæddist 25. des- ember 1972 í Reykjavík og varð því 50 ára á jóladag. Hún ólst upp í Neðra-Breiðholti. „Ég byrjaði sex ára í fimleikum, var fram á unglingsárin í þeim og það komst ekkert annað á þeim tíma, ég var í Gerplu og var alltaf að keppa og æfði fimm til sjö sinnum í viku.“ Fjórtán ára fór Elín í dansnám hjá Dansstúdíói Sóleyjar. Hún dans- aði í fjölda sýninga á Hótel Íslandi, Íslensku óperunni, Loftkastalanum og víðar. „Hárið í Íslensku óperunni '94 er líklega eftirminnilegasta sýn- ingin, en hún sló algjörlega í gegn. Ég er pínu þannig að fara alla leið með hlutina. Ég ætlaði að æfa dans tvisvar í viku þegar ég byrjaði, en fyrstu vikuna var ég búin að kaupa mér kort sem gilti í alla tíma hjá Dansstúdíói Sóleyjar og fór í alla tíma sem ég komst í. Ég var síðan í dansinum meira og minna alveg þangað til ég eignaðist Hrafnhildi dóttur mína, 1998.“ Elín gekk í Breiðholtsskóla og lauk stúdentsprófi frá Menntaskól- anum í Hamrahlíð og BA prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands í júní 1998. Hún er með próf í markþjálf- un frá Opna Háskólanum í Reykja- vík og hefur einnig tekið þar ýmis námskeið, eins og í straumlínu- stjórnun. Elín byrjaði starfsferilinn á AUK auglýsingastofu sem birtingastjóri árið 2000. Birtingadeildir nokkurra stofa sameinuðust í Auglýsingamið- lun árið 2001 og starfaði Elín þar til ársins 2004 þegar hún fór yfir til Hvíta hússins. Hún starfaði sem viðskiptastjóri og ráðgjafi þar til ársins 2017 þegar hún varð fram- kvæmdastjóri. Þá voru tveir fram- kvæmdastjórar en frá 2019 hefur Elín verið ein framkvæmdastjóri. Hvíta húsið er elsta og ein stærsta auglýsingastofa lands- ins, en 52 manns starfa á henni. „Við leggjum rosalega mikið upp úr mannauðsmálum, góðum starfsanda og góðri vinnustaða- menningu því það mun alltaf skila sér í auknu virði til viðskiptavinar- ins. Auðvitað viljum við vera mest skapandi auglýsingastofan, en aftur er það sama þar. Ef þú býrð til góð- an jarðveg inni á stofunni þá teljum við að sköpunargáfan blómstri. Við erum t.d. komin með geðheilsu- stefnu, fyrst íslenskra fyrirtækja á Íslandi.“ Elín var formaður SÍA, Sam- bands íslenskra auglýsingastofa, 2016-2019, fyrst kvenna til að gegna þessari stöðu og var á þeim tíma talsmaður þess að jafna kynjahall- ann í auglýsingageiranum. „Á þeim tíma var orðið frekar áberandi hvað auglýsingabransinn var karllægur og mér fannst liggja beinast við að vekja athygli á þessu og reyna að fá stofurnar upp á tærnar að hlúa að jafnréttismálunum. Það er svo augljóst að þegar þú ert að búa til markaðsefni fyrir neytendur sem eru jafn fjölbreyttir og þeir eru að þá verður að vera fjölbreytt flóra fólks sem kemur að vinnunni.“ Áhugamál Elínar í dag eru útivist; skíði, fjallahjólamennska, göngur og almenn útivera. Hún stundar einnig golf á sumrin. „Ég miða á að fara í a.m.k. eins skíða- ferð og eina golfferð erlendis á ári.“ Elín heldur upp á afmælið í Kosta Fjölskyldan Við útskrift Hákonar frá Verzlunarskólanum vorið 2020. Afmæli Elín á 45 ára afmælisdaginn í Meribel í Frakklandi. Á fjallaskíðum Elín stödd með vinum sínum á Tröllaskaga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.