Morgunblaðið - 27.12.2022, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
Innlent6
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2022
Parapró 200 mg/500 mg filmuhúðaðar töfur. Inniheldur íbúprófen og parasetamól.Markaðsleyfishafi:Acare ehf, info@acare.is.Til skammtíma verkjastillingar fyrir svefn,
til dæmis verks vegna kvefs og flensu, gigtar- og vöðvaverkja, bakverkjar, tannverkjar, höfuðverkjar og tíðaverkjar sem valda svefnerfiðleikum. Frábendingar: ofnæmi fyrir
íbúprófeni, parasetamóli eða einhverju hjálparefna lyfsins, saga um ofnæmisviðbrögð í tengslum við asetýlsalisýlsýru eða önnur bólgueyðandi gigtarlyf, saga um eða
sár/rof eða blæðingu í meltingarvegi, storkugalli, alvarleg lifrarbilun, alvarleg nýrnabilun eða alvarleg hjartabilun, samhliða notkun annarra NSAID-lyfja, samhliða notkun
annarra lyfja sem innihalda parasetamól, notkun á síðasta þriðjungi meðgöngu. Parapró er ætlað til notkunar hjá fullorðnum,18 ára og eldri. Sjá nánari upplýsingar um
lyfið á www.serlyfjaskra.is.
Parapró
Inniheldur bæði parasetamól
og íbúprófen
Verkjastillandi
og bólgu-
eyðandi
Parapró vinnur gegn mígreni, höfuðverk, bakverk, tíðaverk, tannverk, gigtar- og
vöðvaverkjum, verkjum vegna vægrar bólgu í liðum, einkennum kvefs og flensu,
særindum í hálsi og hita.Parapró hentar þeim vel sem þurfa meiri verkja-
stillingu en parasetamól og íbúprófen veita ein og sér.
Minni snjór í
suðurhöfum
lYfir 300 í skötuveislu áKanarí
Sem áður lagði fjöldi Íslendinga
leið sína suður til Kanaríeyja um
jólin og hélt þau hátíðleg í sól og
blíðu í stað snjókomu og kulda.
En þrátt fyrir að föðurlandið hafi
verið kvatt yfir hátíðarnar voru
hinar íslensku hefðir þó í hávegum
hafðar víða um eyjaklasann.
„Þetta var mjög gaman og frábær
stemning, það mættu hingað um
120 manns og jólasveinn,“ segir
Níels Hafsteinsson, sem rekur
staðinn St. Eugens á Tenerife og
sá fyrir jólaveislu fyrir Íslendinga
í fyrradag. Þar var boðið upp á
hangikjöt og laufabrauð að hefð-
bundnum íslenskum sið, enda jóla-
dagur þar ytra þrátt fyrir mildari
veðráttu.
Aðspurður jánkar Níels því að
erfitt hafi verið að koma íslenska
jólamatnum, svo sem hangikjöti,
rauðkáli og grænum baunum, frá
Íslandi til eyjarinnar, en „með
hjálp góðra manna“ hafi það tekist.
„Það fór allt í ferðatöskum bara.
Það var bara skemmtilegt verkefni
að standa í því og ef maður gerir
þetta aftur á næsta ári er maður
reynslunni ríkari.“
Þrátt fyrir að staðurinn sé rek-
inn af Níels kveður hann staðinn
ekki svokallaðan „Íslendingastað“.
Segist hann því ekki hafa getað
haldið skötuveislu á Þorláksmessu
með hreinni samvisku. „Ég gat ekki
boðið fólkinu sem kom um kvöldið
upp á lyktina,“ segir hann og hlær.
Spánverjanum líkaði skatan
Guðbjörg Bjarnadóttir, sem
rekur staðinn Why Not Lago á
Kanarí, hélt aftur á móti stærðar-
innar skötuveislu á Þorláksmessu
þar sem á fjórða hundrað manns
mættu. „Það var bara rífandi
stemning,“ segir hún og bætir við
að þrátt fyrir að að mestu hafi
verið um að ræða Íslendinga hafi
nokkrir frá öðrum löndum sýnt
lit og prófað. „Spánverjanum leist
bara vel á skötuna og fannst hún
alls ekkert vond, bara spennandi
að smakka þetta.“
Segist hún aðspurð einnig hafa
þurft að hóa í vini og vandamenn
til að pakka skötunni í ferðatöskur.
„Þegar allir hjálpast að, þá er þetta
létt verk.“
Ari Páll Karlsson
ari@mbl.is
Strönd Fjöldi Íslendinga lagði leið sína til Tenerife og Kanarí um jólin.
Gæsavarp á Íslandi í ár virðist
hafa tekist misjafnlega, segir
Arnór Þórir Sigfússon fugla-
fræðingur. Styrkur gæsastofnsins
er meðal annars metinn út frá
vængjum sem veiðimenn taka
af þeim fuglum sem þeir skjóta
á haustin. Alls bárust Arnóri
um 6.700 vængir í ár, sem telst
mjög góð skil. Út frá innsendum
vængjum er greint og talið hverjir
koma af fullorðnum fuglum og
svo af ungum. Í grágæsinni nú var
hlutfall unga um 58%, sem telst
mjög gott.
Fuglaflensa hefur áhrif
„Meðaltalið er um 45% en þegar
ungahlutfallið er komið í nærri
60% eru slíkt góðar fréttir, svo
mikið hefur verið talað ummögu-
lega fækkun grágæsa undanfarin
ár,“ segir Arnór Þórir og heldur
áfram:
„Hjá heiðagæsum var unga-
hlutfallið um 26%, sem er nokkru
undir meðaltalinu en það er 30%.
Ungahlutfall hjá helsingjum var
aðeins um 15%, sem er nokkru
undir meðaltali sem er 27%.
„Þetta er með lægra hlutfalli hjá
helsingja sem ég hef séð. Vetrar-
stöðvar helsingja eru í Skotlandi
þar sem fuglaflensa hefur mallað
að undanförnu. Síðustu árin
hefur helsingjastofninn verið
nokkuð sterkur og í sókn en nú
eru uppi vísbendingar um að hann
sé aðeins að gefa eftir. Talning
sem gerð verður á nýju ári ætti
að svara því hvernig stofninn
stendur.“
Merktar til Skotlands
Í talningum á íslenska
gæsastofninum nú í haust komu
fram 500 heiðagæsir. Grágæsir
vorumeðmeiramóti í talningunni
og helgast það líklega af mildum
nóvembermánuði og langvarandi
suðaustanáttum sem hafa seinkað
fari til Bretlands. Merktu gæsirn-
ar eru flestar komnar til Bret-
lands. Fimm grágæsir eru þó á
landinu enn ogmunu væntanlega
hafa vetursetu ef fer sem horfir.
lGæsastofn í
vandalVængir
gefa vísbendingar
Ungahlutfall er lágt
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Hákon
GæsirVel er fylgst með vexti og
viðgangi gæsastofnsins.
Fannfergi og ófærð urðu þess
valdandi að aflýsa þurfti helgihaldi
á Fljótsdalshéraði á jóladag og
öðrum degi jóla. Mikill snjór er
nú yfir öllu þar eystra og leiðir
tepptar, þar með talið innanbæjar
á Egilsstöðum. „Hér er allt á kafi
í snjó og skaflarnir eru háir. Við
slíkar aðstæður er hins vegar eins
og tilveran öðlist nýjan og fallegan
svip; fólk fer út að moka skafla og
hjálpa nágrönnum sínum. Bílum
er ýtt upp úr sköflum og þeim sem
ekki komast leiðar sinnar er hjálp-
að. Kærleikurinn er þarna virkur
í verki,“ sagði sr. Kristín Þórunn
Tómasdóttir prestur á Egilsstöð-
um í samtali við Morgunblaðið.
Fjórummessum í
sveitakirkjum aflýst
Á jóladag stóð til að messað yrði
í fjórum sveitakirkjum á Hér-
aði; í Ási í Fellum, Valþjófsstað í
Fljótsdal, Þingmúla í Skriðdal og á
Selbrjót í Jökulsárhlíð. Þeim guðs-
þjónustum var aflýst aðstæðna
vegna, rétt eins og þeim messum
sem í gær áttu að vera í Egilsstaða-
kirkju og á Hjaltastað á Úthéraði.
„Í prestakallinu hér náðist á
aðfangadagskvöld að messa á Eg-
ilsstöðum og á Seyðisfirði, en öðru
var aflýst. Þetta er auðvitað ansi
súrt í broti því fyrir þessar messur
voru kórar búnir að æfa, baka fyrir
messukaffið og svo framvegis,“
segir Kristín Þórunn og heldur
áfram:
Vont veður kom gamla fólkinu
á Egilsstöðum ekki á óvart
„Að svona skyldi fara kemur
annars ekki svo mjög á óvart.
Veðurspáin gerði ráð fyrir hragl-
anda um jólin og slíkt er svo sem
ekki stórmál. Gamla fólkið hér á
Egilsstöðum sem ég hitti hér á
förnum vegi veit sínu viti. Sagði
mér hins vegar að í ljósi slíkrar
spár mætti við öllu búast, rétt eins
og kom á daginn. Þreifandi bylur og
allt ófært. En við þessu er ekkert að
gera eða segja – og við reynum að
bæta þetta upp með einhverju móti.
En vissulega er þetta orðið talsvert;
núna varð messufall hér í Múlaþingi
vegna snjóa og árin 2020 og 2021
var tekið fyrir allt slíkt í heimsfar-
aldri. Mestu skiptir þó að jólin skila
sér alltaf til hvers og eins – og eru
hjartans hátíð.“
lÓfærð áAusturlandilKærleikur sýnir sig í snjómokstri
Messufall varð víða í
Múlaþingi á jólum
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Ljósmyndir/Kristín Þórunn Tómasdóttir
Prestur Þreifandi bylur og allt ófært. En við þessu er ekkert að gera eða
segja, segir sr. Kristín Þórunn, sem var úti í snjónum á Egilsstöðum í gær.
Leikur Börnin á Egilsstöðum kættust þegar snjóaði þar. Allir hjálpuðust
að við að moka og ýta á bíla sem sátu fastir í sköflunum í bænum.