Morgunblaðið - 27.12.2022, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.12.2022, Blaðsíða 27
eftir yfirstandandi leiktíð. Kanté hefur glímt við erfið meiðsli að undanförnu og missti hann af HM í Katar. Hann lék síðast með Chelsea í ágúst. Leikmað- urinn verður væntanlega frá keppni í mars og gæti hann því átt fáa leiki eftir í bláu Chelsea-treyjunni. „Unai Emery, knattspyrnustjóri Aston Villa, vill losna við argentínska markvörðinn Emiliano Martínez. Spænski miðilinn Fichajes greinir frá. Martínez hegðaði sér furðulega meðan á úrslitaleik Argentínu og Frakklands á HM stóð, sem og eftir leik. Emery var ekki hrifinn af hegðun markvarðarins og vill losna við hann. Mörg stór félög fylgjast vel með gangi mála hjá Martínez, eftir mjög góða frammistöðu á HM, þar sem hann var valinn besti markvörðurinn í mótslok. „Úrúgvæski knattspyrnu- maðurinn Luis Suárez er á leið til Gremio í Brasilíu, en hann hefur komist að samkomulagi við félagið. Suárez, sem er 35 ára, lék síðast með Nacional í heimalandinu og varð úrúgvæskur meistari, áður en hann yfirgaf félagið. Gremio verður nýliði í efstu deild á næstu leiktíð, eftir eitt ár í B-deildinni. „Enska knattspyrnufélagið Chelsea hefur áhuga á að kaupa franska varnarmanninn B Badiashile frá M diashile er 21 árs spilar aðallega se miðvörður. Hann alinn hjá Mónakó hefur leikið rúml 100 deildarleiki f félagið þrátt fyri ungan aldur. „Þeir Bjarki Már Elísson, Gísli Þorgeir Kristjáns- son og Ómar Ing koma allir til gre handboltamönnu vefsíðunni Handb Bjarki Már sem le alandi er tilnefndur ornamanna ásamt e hjá Barcelona, Kielce og Milos Fuchse Berlin. Gísli g Ómar Ingi eru jar hjá Magdeburg alandi en Gísli er ndur í flokki miðju- na ásamt Kentin e hjá Vesprém, Jim tfridsson hjá Flens- g og Luc Steins hjá Ómar er tilnefndur ki hægri skyttna t Mathias Gidsel chse Berlin, Dika m hjá Barcelona og ex Dujshebaev hjá Kielce. enoit ónakó. Ba- gamall og m vinstri er upp- og ega yrir r i Magnússon ina í vali á bestu m í heimi á all-Planet. ikur með Vezprém í Ungverj í flokki vinstri h Hampus Wann Dylan Nahi hjá Vujovic hjá Þorgeir o samher í Þýsk tilnef man Mah Got bur PSG. í flok ásam hjá Fü Me Al Þýskaland Magdeburg – Göppingen .................... 33:29 Ómar Ingi Magnússon skoraði 7 mörk fyrir Magdeburg og Gísli Þorgeir Krist- jánsson 2. RNLöwen – Hamm ............................... 37:27 Ýmir Örn Gíslason skoraði ekki fyrir Löwen. Melsungen – Lemgo ............................. 20:19 Arnar Freyr Arnarsson skoraði 2 mörk fyrir Melsungen og Elvar Örn Jónsson 1. Efstu lið: RN Löwen 29, Füchse Berlín 29, Kiel 28, Magdeburg 27, Flensburg 24, Melsungen 20, Hamburg 19, Hannover-Burgdorf 19. Zwickau – Oldenburg .......................... 26:26 Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði 5 mörk fyrir Zwickau sem er í 13. sæti af fjórtán liðum í deildinni. B-DEILD: Hagen – Balingen.................................. 29:34 Oddur Gretarsson skoraði 9 mörk fyrir Balingen og Daníel Þór Ingason 2. Lübeck – Empor Rostock .................... 27:27 Sveinn Andri Sveinsson skoraði 2 mörk fyrir Rostock en Hafþór Már Vignisson ekkert. Coburg –Motor Zaporozhye ............. 23:30 Tumi Steinn Rúnarsson skoraði 9 mörk fyrir Coburg. Konstanz – N-Lübbecke ...................... 26:26 Örn Vésteinsson skoraði ekki fyrir N-Lübbecke. Efstu lið: Balingen 31, Eisenach 25, Dessauer 25, N-Lübbecke 25, Ludwigshafen 24, Nord- horn 22, Bietigheim 21. Svíþjóð Sävehof – Ystad ..................................... 29:26 Tryggvi Þórisson skoraði ekki fyrir Sävehof. ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2022 „Thomas Frank, knattspyrnustjóri enska liðsins Brentford, hefur skrifað undir nýjan samning við félagið sem gildir til ársins 2027. Þessi 49 ára gamli Dani tók við liðinu af Dean Smith í október 2018 og hefur náð eftirtektarverðum árangri. Hann stýrði liðinu upp í úrvalsdeildina árið 2021 en undir hans stjórn endaði það nokkuð óvænt í 13. sæti á síðasta tímabili. Frank skrifaði undir nýjan samning í janúar á þessu ári en félagið vildi framlengja enn frekar við hann vegna góðs gengis. „Enska knattspyrnufélagið Aston Villa hefur fengið leyfi frá borgarstjórn Birmingham-borgar til að stækka leikvanginn sinn, Villa Park. Villa Park tekur 42 þúsund manns í sæti í nú- verandi mynd en félagið hefur fengið leyfi til að stækka hann svo hann geti tekið 50 þúsund í sæti. Þá á að byggja nýja stúku, Trinity-stúkuna, og einnig verður lestarstöðin í nágrenninu,Witt- on-stöðin, tekin í gegn. Villa Park er hugsaður sem einn af völlunum sem leikið verður á fái Bretland og Írland að halda Evrópumótið árið 2028 eins og þau hafa sótt um. „Brynjar Ingi Bjarnason, landsliðs- maður í fótbolta, gæti gengið í raðir Gautaborgar í Svíþjóð frá norska liðinu Vålerenga. Sænski miðillinn Expressen greinir frá að sænska félagið hafi mik- inn áhuga á varnarmanninum, sem er 23 ára. Brynjar hefur leikið með Våler- enga frá því á síðasta ári, eftir stut hjá Lecce á Ít Hann hefur á erfitt uppdrá undanfarna mánuði hjá Vålerenga og gæti hann leikið í Svíþjó næsta tímab Gautaborg hafnaði í áttu sæti sænsku úrvalsdeildar á síðustu leik ta dvöl alíu. tt ttar ð á ili. nda innar tíð. Nokkuð semmig hefur alltaf langað að gera lAldísÁsta á góðu gengi að fagna í SvíþjóðlEin þriggja Íslendinga hjá Skara „Næsti leikur er 29. desember og það er æfing 27. desember, þannig að ég ákvað að vera áfram í Svíþjóð en Ásdís og Jóhanna fara heim um jólin,“ sagði Akureyringurinn Aldís Ásta Heimisdóttir í samtali við Morgunblaðið. Aldís, sem er 23 ára, gekk í raðir sænska handknattleiksfélagsins Skara frá KA/Þór fyrir yfirstand- andi tímabil og gerði tveggja ára samning. Þar leikur hún ásamt Ásdísi Guðmundsdóttur, sem kom einnig til félagsins frá KA/Þór, og Jóhönnu Margréti Sigurðardóttur, sem kom til Skara frá Önnered í Svíþjóð í október. Jóhanna lék þar á undan með uppeldisfélaginu HK. „Þetta er búið að vera mjög gaman. Þetta byrjaði mjög vel og ég fékk tækifæri til að spila á miðjunni og fékk traust frá þjálfaranum. Fyrstu leikirnir byrjuðu vel og svo kom landsleikjapása. Ég var í mánuð á Íslandi vegna hennar og varð fyrir því að snúa mig á ökkla á landsliðsæfingu. Hann hefur verið að hrjá mig síðan en er allur að koma til. Þetta hefur verið aðeins erfiðara eftir meiðslin, en mér sýn- ist þetta vera komast í betra horf,“ sagði Aldís. Skorar og leggur upp Aldís er fjórða markahæst hjá Skara í sænsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni með 33 mörk í tíu leikjum og þá er hún með næstflestar stoðsendingar, eða 23. Hún er í 17. sæti í allri deildinni yfir stoðsendingar og hefur því staðið sig vel í að stýra sóknarleik Skara- liðsins. Lífið í Skara, sem er 18 þúsund manna bæjarfélag um 120 kílómetra norðaustur af Gautaborg, er aðeins ólíkt því sem Aldís er vön heima á Akureyri þótt bæirnir séu svipaðir að stærð. „Þetta var aðeins erfið ákvörðun, en þetta er nokkuð sem mig hefur alltaf langað að gera, svo það tók ekki mjög langan tíma að stökkva á það. Þetta er mjög ólíkt því að vera á Akureyri. Maður er voðalega mik- ið bara einn og ekki hægt að fara til mömmu og pabba í mat.“ Leikstjórnandinn frétti af áhuga Skara í gegnum umboðsmann og voru fleiri félög sem höfðu áhuga á kröftum Aldísar. Hún sér ekki eftir að hafa valið Skara. „Það var umboðsmaður sem hafði samband við mig og sagði við mig að það væru 2-3 félög í Svíþjóð sem hefðu áhuga. Mér leist best á Skara og ég er mjög ánægð með þá ákvörðun,“ sagði Aldís Ásta. Hún segir sænsku úrvalsdeildina sterkari en þá íslensku, þar sem það séu fleiri góð lið í Svíþjóð. Henni hefur gengið vel að aðlagast betri deild. „Mér finnst það. Öll liðin hérna eru góð og neðstu liðin líka. Svo eru tvö eða þrjú lið sem eru virkilega góð. Mér finnst deildin yfirhöfuð erfiðari en sú íslenska. Mér hefur fundist ganga vel að aðlagast því, sérstaklega í fyrstu leikjunum, sem gengu mjög vel. Eftir það dalaði þetta aðeins en svo fann ég að sjálfstraustið var gott í síðasta leik, þar sem gekk vel. Ég þarf að halda því áfram.“ Fínt að við séum þrjár Eins og áður hefur komið fram eru þrír Íslendingar hjá Skara. Aldís segir það koma sér vel, sér- staklega þar sem Jóhanna Margrét hjálpar sem túlkur, þar sem hún skilur tungumálið. Þær skoruðu samtals tíu mörk af 23 mörkum Skara í síðasta leik, sem var útileik- ur gegn Kungälv. „Það er mjög fínt að við séum þrjár frá Íslandi í liðinu. Það er gott að geta talað íslensku og Jóhanna skilur tungumálið, því hún var í Noregi og talar sænsku líka. Hún hefur svolítið verið í því að þýða fyrir okkur, því þjálfarinn okkar talar mest bara sænsku. Ég er ekki orðin sleip í henni enn þá, en maður skilur flest handboltaorðin í leikhlé- um og svona.“ Fjórar fóru frá KA/Þór Aldís var ein fjögurra leikmanna KA/Þórs sem fóru í erlent félag eftir síðustu leiktíð. Ásdís fór með henni til Skara, Rakel Sara Elvarsdóttir fór til Volda í Noregi og Sunna Guðrún Pétursdóttir til Amicitia Zürich í Sviss. „Það var mjög gott starf unnið þarna síðustu ár. Við nutum mjög góðs af því og fengum að fara út. Við lögðum mikið á okkur og mér fannst við allar taka góð skref þegar við fórum út,“ sagði Aldís, sem fylgist vel með gangi mála hjá KA/Þór, sem er með mikið breytt lið. Fjórir leikmenn fóru utan, Martha Hermannsdóttir er hætt og Hulda Bryndís Tryggvadóttir er ófrísk. „Þetta er nánast nýtt lið hjá KA/Þór, allavega byrjunarliðið. Ég fylgist vel með þeim og finnst gaman að fylgjast með þessum yngri sem eru að koma upp. Þær eru mjög flottar,“ sagði hún. Stefni á stærra hlutverk Aldís er að stíga sín fyrstu skref með A-landsliðinu og hún stefnir á að gera sig gildandi þar í framtíðinni. Akureyringurinn lék sinn fimmta landsleik gegn Ísrael í síðasta mánuði. „Það hefur gengið vel. Maður er í aukahlutverki þar eins og er en ég stefni á að komast í stærra hlutverk með landsliðinu. Það kemur með tímanum. Þetta hefur verið mjög gaman og flott að fá að æfa með þessum leikmönnum,“ sagði Aldís. Hún ætlar að njóta þess að spila í Svíþjóð, en viðurkenndi að hún ætlaði sér stærri hluti í framtíðinni. „Ég lifi í núinu eins og er, en ég vil auðvitað standa mig vel. Þá kemur athygli frá öðrum félögum, sem eru jafnvel í sterkari deildum. Það kem- ur ef ég stend mig vel hérna.“ SVÍÞJÓÐ Jóhann Ingi Hafþórss johanningi@mbl.is on Ljósmynd/Viktor Ljungström SvíþjóðAldís Ásta Heimisdóttir hefur farið mjög vel af stað með sænska liðinu Skara í úrvalsdeildinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.