Morgunblaðið - 27.12.2022, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
Innlent2
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2022
Gagnrýn-
ir þöggun
um Guð
„Við sem
treystum þeim
Guði sem Jesús
birti og boðaði
vitum að í öllum
aðstæðum lífsins
er svar í Orði
Guðs. Við erum
ekki undanskil-
in þjáningu og
erfiðleikum né
heldur lífsham-
ingjunni. En við vitum að hvað svo
sem mætir okkur á lífsveginum þá
erum við ekki ein. Finnum að við
erum borin á bænarörmum.“ Þetta
sagði sr. Agnes M. Sigurðardóttir
biskup Íslands í predikun sinni á
jóladag við messu í Grafarvogs-
kirkju í Reykjavík. Guðsþjónustunni
var útvarpað.
„Með tungumálinu greinum
við milli himins og jarðar, köllum
eitthvað illt og annað gott. Með
tungumálinu getum við sagt það
sem í huga okkar býr og hver vilji
okkar er. Með tungumálinu getum
við tilbeðið Guð og beðið Guð um að
vera okkur ljós á lífsins vegi,“ sagði
sr. Agnes í predikun sinni.
Sr. Agnes gagnrýndi enn fremur
að ekki væri vinsælt nú um stundir
að tiltaka nafn Guðs í opinberri um-
ræðu. Í raun væri þöggun varðandi
Guð kristinna manna. Velta mætti
upp hvort þessi þöggun um nálægð
Guðs í lífi okkar væri hluti af vanda
samfélagsins sem við væri að glíma
og birtist í ýmsum myndum. Margt
sem sagt hefði verið frá í fréttum
að undanförnu væri myrkraverk.
Nefndi biskup þar meðal annars
stríð í Úkraínu og Jemen. Annað
væri þó jákvætt, svo sem að bregð-
ast ætti hér á landi við ofbeldi með-
al barna með þverfaglegu samstarfi
sem ætlað er að draga úr líkum á
brotum og stuðla að farsæld barna í
viðkvæmri stöðu. sbs@mbl.is
lJólapredikun
biskups í Grafarvogi
Agnes M.
Sigurðardóttir
Björgunarsveitir hafa farið í 128 útköll
það sem af er desembermánuði, sem
er þrefalt meira en á sama tíma í fyrra
en þá voru útköll 40 talsins. Mest
hefur mætt á sveitum á Suðurlandi
vegna færðarinnar og kuldakastsins
sem skall á fyrr í mánuðinum. „Það
eru mjög fáar sveitir sem ekki hefur
verið leitað til í desember. Nánast all-
ar björgunarsveitir hafa komið að að-
gerðum á einn eða annan hátt,“ segir
Jón Þór Víglundsson, upplýsingafull-
trúi Landsbjargar. Hátt í 800 manns
hafa tekið þátt í björgunaraðgerðum
víða um land í desember.
Fólk fylgist vel með veðri
Spáð var talsverðri snjókomu í
gærkvöldi sem átti að standa fram
eftir morgni í dag. „Við biðjum fólk að
fylgjast vel með veðri og vera ekki að
fara af stað þegar veðurútlit og færi
er tvísýnt. Ekki síður að koma þeim
skilaboðum til erlendra gesta okkar
sem eru greinilega töluvert margir á
landinu núna og á ferðinni. Margir
með sitt ferðaplan og vilja halda því,“
segir Jónas og bætir við að gististaðir
verði þó að hvetja gesti til að halda
kyrru fyrir ef veðurfar er slæmt. „Það
væri mjög ákjósanlegt ef þeir sem
hýsa þá yfir nótt kæmu þeim skila-
boðum til þeirra þegar veðurútlit er
ekki gott og það eru lokanir á vegum,“
segir hann. Þá sé best að fólk haldi
kyrru fyrir til þess að minnka álag á
björgunarsveitir.
Flugeldasalan hefst á morgun
Flugeldasala hefst á morgun, 28.
desember, á yfir 100 sölustöðum
Landsbjargar sem eru víða um land.
„Við byrjum á morgun. Ég geri
fastlega ráð fyrir því að allir sölu-
staðir séu klárir, ef ekki þá er ver-
ið að leggja lokahöndina á þá. Þeir
verða opnaðir í fyrramálið, yfir 100
sölustaðir um allt land. Við vonumst
til að sjá flesta landsmenn.“ Fram á
gamlársdag eru þeir almennt opnir
frá klukkan 10.00 til 22.00 en 16.00 á
gamlársdag, að sögn Jóns. Þó kunni
afgreiðslutíminn að vera misjafn og
er hægt að kynna sér þjónustuna á
vefsíðu Landsbjargar.
Elstu menn segja að það hafi ekki
snjóað jafn mikið á einum sólarhring
í Mýrdalnum frá aldamótum, en
jafnfallinn snjór var á annan metra.
Eru dæmi um að bændur hafi þurft
að skríða ofan á snjó til að komast í
fjárhúsin. Mikið mæddi á björgunar-
sveitarfólki Víkverja í Vík í Mýrdal
yfir hátíðarnar vegna ferðalanga
beggja vegna Víkur og lentu tugir
ökutækja í vandræðum á og við Reyn-
isfjall, við Gatnabrú, við Hjörleifs-
höfða og austan Víkur við Múlakvísl.
lBjörgunarsveitir hafa farið í 128 útköll í desember á þessu áril800manns tekið
þátt í aðgerðumlGististaðir leiðbeini ferðamönnumlBúa sig undir flugeldasölu
Útköll þrefalt fleiri í ár
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Snjómokstur Gríðarmikill snjór á hlaðinu í Fagradal á jóladag. Mikið hefur verið mokað síðastliðna tvo daga.
Illfært Ragnhildur Jónsdóttir bóndi í Fagradal fer til gegninga í fjárhúsunum.
20 jólabörn fæddust hér á landi
dagana 24.-26. desember, þar af
ellefu frá því að klukkan sló sex á
aðfangadagskvöld. Flest fæddust
þau á fæðingardeild Landspít-
alans í Reykjavík, þar sem níu
börn fæddust á aðfangadag og
fimm börn á aðfangadagskvöld,
jóladag og annan dag jóla. Á
fæðingardeild Sjúkrahússins á
Akureyri fæddust fimm börn;
þrjú á jóladag og tvö á annan dag
jóla en ekkert á aðfangadag. Á
Austurlandi fæddist eitt barn á
aðfangadagskvöld. Þá fæddist
eitt barn á fæðingarstofu Bjark-
arinnar rétt fyrir miðnætti að-
fangadags. Ekkert barn fæddist
á Suðurnesjum yfir jólin. Hvorki
náðist í heilbrigðisumdæmi
Vesturlands, Suðurlands né
Vestfjarða.
lEllefu fæddust yfir hátíðirnar
Í þaðminnsta 20
jólabörn fædd í ár
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Jólabarn Níu barnanna fæddust á aðfangadag áður en klukkan sló sex.
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.