Morgunblaðið - 27.12.2022, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2022
Sími 555 2992 og 698 7999
• Við hárlosi
• Mýkir liðina
• Betri næringar-
upptaka
Náttúruolía sem hundar elska
Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana
okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta.
Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á
þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir
en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við
mælum með Dog Nikita hundaolíu.
Páll Ingi Haraldsson
EldurÍs hundar
Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu
NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda
• Gott við exemi
• Betri og sterkari
fætur
STOFNAÐ 1956
Glæsileg íslensk
hönnun og smíði
á skrifstofuna
Bæjarlind 8–10
201 Kópavogur
Sími 510 7300
www.ag.is
ag@ag.is
Fyrir Á. Guðmundsson starfa íslenskir, vel menntaðir
arkitektar sem hafa þróað húsgögn og hönnunargripi
sem skapa notalegt andrúmsloft. Hver hlutur ber einkenni
klassískrar hönnunar en er einnig fallegur smíðisgripur sem
er þægilegt að nota og sómir sér vel á skrifstofunni.
Ráðherrarnir Will-
um Þór og Guð-
mundur Ingi brugðu á
leik hinn 5. desember
sl. Samkvæmt kvöld-
fréttum á rúv voru
þeir með glærusýn-
ingu á Hótel Hilton
með „tilþrifum“ eins
og rúv orðaði það.
Boðskapurinn var:
„Gott að eldast“.
Markmið þeirra er að:
Auka lífsgæði, bæta
heilsu og auka virkni! Þetta átti að
ske með „samþættingu atriða“ og
þessum ferli átti að ljúka eftir fjög-
ur ár! Þessir tveir ráð-
herrar hljóta að vera
gjörsamlega sam-
bandslausir við þann
veruleika sem ríkis-
stjórnin á sök á.
Ég skrifaði grein í
Morgunblaðið 31. maí
sl. undir fyrirsögninni
„Seldur mansali“ og
önnur grein birtist 13.
ágúst sl. undir fyrir-
sögninni „Raunir
gamlingjans“. Báðar
þessar greinar snerust
um hvaða áhrif skerð-
ingarnar hafa á líf og atvinnuþátt-
töku ellilífeyrisþega. Í seinni grein-
inni sýndi ég fram á að sé unnið
fyrir 500 þús. umfram leyfilegar
200 þús. á mánuði heldur ellilífeyr-
isþeginn í mínu dæmi eftir um það
bil 20% af umframtekjunum. Til
hins opinbera fara 190 þús. (skatt-
ar) og ellilífeyrisþeginn fær engan
ellilífeyri lengur, sem var 212 þús.
Sem sé: Hagur lífeyrisþegans batn-
ar um 98 þús. en hins opinbera um
402 þús.
Ég hef verið á vinnumarkaði
samfellt síðan ég var 16 ára og allt-
af greitt í lífeyrissjóð (verð 73 á
næsta ári). En þessar greiðslur
hafa verið til „almennra“ lífeyris-
sjóða, sem ekki eru með ríkis-
tryggðri verðtryggingu, og þessir
almennu sjóðir mínir fóru illa í
fjármálakrísunni 2008. Sem betur
fer eru nokkrir samstarfsfélagar á
svipuðum aldri sem ekki þurfa að
hugsa um þetta. Þeir voru svo lán-
samir að vera hjá ríkistryggðum
lífeyrissjóðum (á ábyrgð almennra
skattborgara) þannig að greiðslur
til þeirra eru það háar að þeir eiga
ekki rétt á lífeyri frá TR. Þeir
borga bara skattinn eins og allir
verða að gera. Þeir eiga sem sé
62% eftir skatt af sínu aukna
vinnuframlagi.
Núna er ég búinn að fá nóg af
því að láta hið opinbera hirða 80%
af mínum auknu atvinnutekjum,
þannig að héðan í frá vinn ég ein-
ungis fyrir 200 þús. á mánuði og
hið opinbera tapar 190 þús. kr.
skatttekjum og verður að fara að
borga mér ellilífeyri upp á nýtt.
Það sem þessir verndarar „eldra
fólks“ ekki skilja þrátt fyrir þeirra
eigin glærusýningu er að með
skerðingarkerfinu sem er núna í
gangi eru þeir þvert á móti að
vinna gegn þessum markmiðum
sem þeir þykjast ætla að ná eftir
fjögur ár. Já, fjögur ár. Þessi sýn-
ing var hreint út sagt hlægileg.
Vert er að minnast á að á forsíðu
Morgunblaðsins 13. ágúst var grein
sem hét: „Við þurfum fleiri eldri
borgara út á vinnumarkaðinn“.
Leyfið okkur, á þessum lélegu líf-
eyrissjóðsgreiðslum, einfaldlega að
vinna án þessarar skerðingar, sem
núna færir hinu opinbera 80% af
okkar aukna atvinnuframlagi. Hið
opinbera fær þá skattana í sinn
vasa og við aukum lífsgæði, bætum
heilsu og aukum virkni. Einfalt og
þarf ekki að taka fjögur ár.
Dagþór Haraldsson » Glærusýning með til-
þrifum á Hótel Hil-
ton undir fyrirsögninni:
„Gott að eldast“.
Dagþór
Haraldsson
Höfundur er leiðsögumaður með er-
lenda ferðamenn.
daggiharalds@gmail.com
„Gott að eldast“ – ráðherrar bregða á leik
Í áratugi hafa Ís-
lendingar upplifað að
nýju hina miklu
þjóðernislegu vakn-
ingu frá 19. öld allt að
stofnun lýðveldisins.
Yfir þeirri þróun hvíl-
ir allt að því helgur
rómantískur andi. Þá
náðu skáldin og aðrir
andans menn til fólks-
ins. Það varð fyrsta,
æðsta skylda þjóð-
arinnar að komið
skyldi á frjálsu lýðræðislegu þjóð-
félagi, svo sem og varð 17. júní
1944. Okkar bíður það hlutverk um
aldur og ævi að varðveita það fjör-
egg og það undir síbreytilegum for-
sendum söguþróunar.
Íslenskt nútímaþjóðfélag reis þá
er heimur allur varð að byggja upp
eftir taumlausa eyðileggingu og
þjóðamorð í seinni heimsstyrjöld-
inni. Endurreisn Evrópu sem beið
eftir heimsstyrjöldina 1939-1945
varð að veruleika.
Óþarfi er að rekja söguna af
þátttöku Íslands í NATO, sam-
tökum hins frjálsa heims. Við erum
ekki og verðum aldrei vopnum búin
til að verjast vopnaárás. En lega
okkar er strategísk í þeim mæli að
hafa afgerandi þýðingu fyrir aðra.
Það er athyglisvert að eftir hern-
aðarveru Bandaríkjanna á Íslandi
frá 1941-2007 tóku Norðurlanda-
þjóðir fjórar að stunda,
ásamt með Bandaríkj-
unum, eftirlitsflug með
orrustuþotum sem
staðsettar eru til skipt-
is í Keflavík.
Evrópusambandið
er ekki beinlínis til
varnar aðilum sínum
þótt tilvist þess hljóti
að virka mjög til ör-
yggis. Það var upp-
haflega stofnað af sex
ríkjum árið 1947 í þeim
tilgangi að koma á
sameiginlegum markaði þeirra að-
ila í tollabandalagi. Sambandið tel-
ur nú 27 aðildarríki, Bretland datt
úr skaftinu en af Norðurlanda-
þjóðum eru Ísland og Noregur
utangarðs. Upphaflega var það
vegna fiskveiðilögsagna og afar
ákveðinnar afstöðu Breta gegn
stefnu okkar, en það heyrir til
löngu liðinni fortíð.
Evrópusagan –
stiklað á stóru
Einar Benediktsson
Einar
Benediktsson
» Okkar bíður það
hlutverk um aldur
og ævi að varðveita það
fjöregg og það undir sí-
breytilegum forsendum
söguþróunar.
Höfundur er fyrrverandi
sendiherra.