Morgunblaðið - 27.12.2022, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.12.2022, Blaðsíða 12
FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2022 Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Allar almennar bílaviðgerðir 27. desember 2022 Gjaldmiðill Gengi Dollari 143.38 Sterlingspund 173.01 Kanadadalur 105.52 Dönsk króna 20.48 Norsk króna 14.581 Sænsk króna 13.715 Svissn. franki 154.35 Japanskt jen 1.0812 SDR 190.92 Evra 152.3 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 184.3991 Alexander Novak að- stoðarfor- sætisráðherra Rússlands segir rússnesk stjórnvöld reiðubúin að hefja að nýju sölu á jarðgasi til Evrópu í gegnum Yam- al-Evrópu-gasleiðsluna. Leiðslan liggur frá norðurhluta Rúss- lands í gegnum Hvítarússland og yfir til Þýskalands og Póllands annars vegar og Austurríkis og Slóvakíu hins vegar. Sveifl- ur hafa verið í streymi á gasi í gegnum Yamal-leiðsluna en með því hafa ráðamenn í Kreml viljað þrýsta á ríki Evrópu um að láta af stuðningi sínum við Úkra- ínu og hætti gas endanlega að berast með leiðslunni snemma í október. Í viðtali við fréttastofu Tass sagði Novak að með því að hefja sölu á gasi í gergnum Yamal- leiðsluna mætti draga úr þeim skorti á jarðgasi sem Evrópa glímir við. Nord Stream liggur enn niðri Í dag berst rússneskt gas til Evrópu í gegnum TurkStream- leiðsluna sem liggur undir Svartahaf og í gegnum leiðslur sem liggja í gegnum Úkraínu. TurkStream-leiðslan er fullnýtt og er flutningsgeta hennar um 31,5 milljarðar rúmmetra af gasi árlega. Úkraínsku leiðslurn- ar flytja nú um 42 milljónir rúmmetra af gasi daglega, sem er um það bil einn þriðji af því magni sem evrópskir kaupendur höfðu áður samið um. Þá eru bæði Nord Stream 1- og Nord Stream 2-leiðslurnar enn óvirkar eftir að hafa verið skemmdar í september sl. Opnist Yamal-leiðslan gæti hún flutt allt að 33 milljarða rúmmetra af gasi árlega. Til samanburðar keyptu Evrópu- sambandsríkin samanlagt 155 milljarða rúmmetra af jarðgasi frá Rússlandi á síðasta ári eða nóg til að fullnægja um 40% af allri jarðgasþörf sambandsins. ai@mbl.is Segir Rússland reiðubúið að opna Yamal-gasleiðsluna til Evrópu Alexander Novak á komur kínverskra ferðamanna enda Kínverjar mun líklegri til að ferðast ef þeir þurfa ekki lengur í sóttkví við heimkomu. Hafa íslensk ferðaþjónustufyrirtæki m.a. bund- ið miklar vonir við vaxandi áhuga Kínverja á landinu en samkvæmt upplýsingum á vef Ferðamálastofu sóttu um 139.000 Kínverjar landið heim árið 2019, en þar af komu 71% frá meginlandi Kína. Kínversk heilbrigðisyfirvöld til- kynntu á mánudag að frá og með 8. janúar muni fólk sem ferðast til landsins ekki þurfa að sæta sóttkví. Í dag kveða sóttvarnareglur í Kína á um að við komuna til landsins þurfi ferðalangar að dvelja í sóttkví á hót- eli í viku og í kjölfarið þrjá daga til viðbótar í heimahúsi, en fyrr á þessu ári voru reglurnar enn strangari og skikkuðu ferðamenn til að sæta sótt- kví á hóteli í allt að þrjár vikur. Munu ferðalangar eftir sem áður þurfa að framvísa neikvæðu kórónu- veiruprófi áður en þeim er leyft að halda af stað til Kína. Undanfarin þrjú ár hefur Kína beitt mjög harkalegum smitvörn- um svo að á köflum hafa heilu borg- irnar verið lamaðar til að hægja á útbreiðslu kórónuveirunnar. Fin- ancial Times segir að í tilkynningu mánudagsins megi greina breyttan tón hjá stjórnvöldum en þar kemur m.a. fram að í meira en 90% tilvika sýni fólk sem smitast af ómíkrón-af- brigði kórónuveirunnar engin eða væg sjúkdómseinkenni. Meðal þeirra breytinga sem gerð- ar hafa verið á smitvörnum í Kína að undanförnu er að þeir sem sýkjast af kórónuveirunni geta einangrað sig heima fyrir frekar en að dúsa í sótt- varnamiðstöð stjórnvalda. Þá þurfa Kínverjar ekki lengur að gangast undir veirupróf með nokkurra daga millibili til að komast ferða sinna. Hafa smitvarnirnar valdið vaxandi ólgu í kínversku samfélagi og sauð loks upp úr í nóvember og desem- ber þegar mótmælendur héldu út á götur vítt og breitt um landið. Margir munu vilja ferðast Hafa sóttvarnirnar skaðað kín- verskt efnahagslíf og greinir FTm.a. frá að veltutölur kínverskra versl- ana hafi verið 5,9% lægri í nóvember á þessu ári en í samamánuði í fyrra. Að sögn Bloomberg ættu nýjustu tilslakanir kínverskra stjórnvalda m.a. að vera kærkomin tíðindi fyrir hagkerfi þjóða sem hafa reitt sig lKínverskir ferðamenn ættu að fara að sjást á Íslandi á ný EnndregurKína úr smitvörnum AFP/Hector Retamal Flækjustig Beðið eftir næsta gesti á mótefnamælingastöð í Sjanghaí. Undanfarnar vikur hefur Kína breytt hratt um stefnu í smitvörnum. BAKSVIÐ Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Jólaverslun í Bandaríkjunumeykst um 7,6% Nýjustu tölur benda til þess að Bandaríkjamenn hafi verið neysluglaðir þessi jólin. Greiðslukortafyrirtækið Mastercard birti á sunnudag kortaveltutölur tímabilsins frá 1. nóvember til 24. desember og mælist aukningin 7,6% frá sama tímabili í fyrra. Er þetta nokkuð umfram fyrri spá Mastercard sem gerði ráð fyrir 7,1% aukn- ingu á milli ára. Þó að bandarískar verslanir geti vel við unað þá jókst jóla- verslunin hlutfallslega minna í ár en í fyrra þegar aukningin mældist 8,5%. Reuters greinir frá þessu og segir að verðbólga, hækkandi vextir og hætta á yfir- vofandi efnahagssamdrætti hafi orðið þess valdandi að neytend- ur gættu meira hófs við jóla- innkaupin en þeir hefðu annars gert. Hins vegar hjálpaði það til að ýta sölutölunum upp að stór- verslanir á borð við Amazon og Walmart buðu upp á rausnarlega afslætti í aðdraganda jóla til að losa sig við uppsafnaðar birgðir af ákveðnum vöruflokkum. Borið saman við síðasta ár jó- kst kortavelta hjá fataverslunum um 4,4% og hjá veitingastöðum um 15,1%. Þá mældi Mastercard 10,6% meiri veltu hjá netversl- unum í jólavertíðinni þetta árið. Hins vegar varð 5,3% samdráttur í raftækjakaupum. ai@mbl.is Annríki Starfsmaður í vöruhúsi Amazon í Georgíu undirbýr sendingu dagsins. AFP/Justin Sullivan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.