Morgunblaðið - 27.12.2022, Blaðsíða 26
ÍÞRÓTTIR26
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2022
Spænski varnarmaðurinn Diego
Llorente hefur skrifað undir nýjan
samning við enska knattspyrnuliðið
Leeds United. Llorente gekk í raðir
Leeds frá Real Sociedad árið 2020 en
hann er uppalinn hjá Real Madrid. Þá
á hann 10 landsleiki fyrir Spán. Nýi
samningurinn gildir til ársins 2026
en síðasti samningur átti að renna út
næsta sumar.
Lionel Messi verður áfram í
herbúðum franska knattspyrnufé-
lagsins París SG á næsta tímabili, en
hann átti að vera samningslaus eftir
yfirstandandi leiktíð. Nú er hins vegar
ljóst að Messi mun framlengja samn-
inginn um eitt tímabil. Messi samdi
við félagið til tveggja ára þegar hann
kom þangað frá Barcelona sumarið
2021 en var með ákvæði um að geta
framlengt hann um eitt ár.
Knattspyrnudeild Gróttu til-
kynnti um helgina komu hollenska
miðjumannsins Tareqs Shihabs til
félagsins. Shihab fæddist í Hollandi
en á ættir að rekja til Englands og
hefur leikið með yngri landsliðum þar
í landi. Í tilkynningu Gróttu kemur
m.a. fram að Shihab hafi leikið með
Bukayo Saka, leikmanni Arsenal og
enska landsliðsins, í yngri landsliðum
Englands. Shihab verður 22 ára í mars
en hann hefur skrifað undir tveggja
ára samning við Gróttu.
Ítalinn Claudio Ranieri er tekinn
við ítalska knattspyrnuliðinu Cagliari
en hann tekur við liðinu af Fabio
Liverani. Ranieri
þjálfaði Cagliari
frá árunum
1988-1991 og
náði mögnuðum
árangri. Hann
fór með liðið
úr C-deild upp
í A-deild og tók
í kjölfarið við
Napoli. Eftir það
þjálfaði Ranieri fjölmörg lið, m.a.
Chelsea, Juventus og Inter, ásamt því
að gera Leicester að Englandsmeist-
ara.
Franski miðjumaðurinn N'Golo
Kanté gæti yfirgefið enska
knattspyrnufélagið Chelsea, en
samningur hans við félagið rennur út
Ítalía
Pesaro – Virtus Bologna............ (frl.) 82:87
JónAxel Guðmundsson tók 4 fráköst og gaf
eina stoðsendingu á 14mínútummeð Pesaro.
NBA-deildin
New York – Philadelphia...................... 112:119
Dallas – LA Lakers............................... 124:115
Boston – Milwaukee............................. 139:118
Golden State – Memphis.................... 123:109
Denver – Phoenix ........................ (frl.) 128:125
Efst í Austurdeild:
Boston 24/10, Milwaukee 22/11, Cleveland
22/12, Brooklyn 21/12, Philadelphia 20/12, New
York 18/16, Atlanta 17/16, Indiana 17/16,Miami
16/17, Toronto 15/18.
Efst í Vesturdeild:
Denver 21/11, Memphis 20/12, New Orleans
20/12, Phoenix 19/15, L.A. Clippers 19/15,
Sacramento 17/14, Utah 19/16, Dallas 18/16,
Portland 17/16, Minnesota 16/17.
England
Brentford – Tottenham.............................. 2:2
Crystal Palace – Fulham............................ 0:3
Everton – Wolves......................................... 1:2
Leicester – Newcastle ................................ 0:3
Southampton – Brighton ............................ 1:3
Aston Villa – Liverpool................................ 1:3
Arsenal – West Ham................................... 3:1
Staðan:
Arsenal 15 13 1 1 36:12 40
Newcastle 16 9 6 1 32:11 33
Manc. City 14 10 2 2 40:14 32
Tottenham 16 9 3 4 33:23 30
Manc. Utd 14 8 2 4 20:20 26
Liverpool 15 7 4 4 31:18 25
Brighton 15 7 3 5 26:20 24
Fulham 16 6 4 6 27:26 22
Chelsea 14 6 3 5 17:17 21
Brentford 16 4 8 4 25:27 20
Crystal Palace 15 5 4 6 15:21 19
Aston Villa 16 5 3 8 17:25 18
Leicester 16 5 2 9 25:28 17
Bournemouth 15 4 4 7 18:32 16
Leeds 14 4 3 7 22:26 15
West Ham 16 4 2 10 13:20 14
Everton 16 3 5 8 12:19 14
Wolves 16 3 4 9 10:25 13
Nottingham F. 15 3 4 8 11:30 13
Southampton 16 3 3 10 14:30 12
B-DEILD:
Watford – Millwall ....................................... 0:2
Sunderland – Blackburn............................. 2:1
Bristol City – WBA ..................................... 0:2
Hull – Blackpool............................................ 1:1
Middlesbrough – Wigan............................. 4:1
Preston – Huddersfield ............................... 1:2
Rotherham – Stoke ..................................... 2:2
Sheffield United – Coventry....................... 3:1
Cardiff – QPR.............................................. 0:0
Luton – Norwich........................................... 2:1
Staðan:
Burnley 23 13 8 2 46:24 47
Sheffield Utd 24 14 5 5 41:21 47
Blackburn 24 13 0 11 28:28 39
Watford 24 10 7 7 30:24 37
Norwich 24 10 5 9 31:27 35
Millwall 23 10 5 8 29:26 35
QPR 24 10 5 9 27:27 35
Sunderland 24 9 7 8 33:27 34
Preston 24 9 7 8 23:24 34
Middlesbrough 24 9 6 9 36:31 33
Coventry 23 9 6 8 26:25 33
Luton 23 8 9 6 26:25 33
WBA 24 8 8 8 31:26 32
Birmingham 23 8 8 7 26:22 32
Swansea 23 8 8 7 30:32 32
Reading 23 10 2 11 26:33 32
Stoke 24 8 6 10 28:32 30
Bristol City 24 7 6 11 31:34 27
Rotherham 24 6 9 9 28:34 27
Cardiff 24 7 6 11 20:28 27
Hull 24 7 6 11 27:41 27
Blackpool 24 6 7 11 26:35 25
Wigan 24 6 6 12 24:38 24
Huddersfield 23 6 4 13 21:30 22
Tyrkland
Adana Demirspor – Karagümrük ........ 2:1
Birkir Bjarnason kom inn á hjá Adana
Demirspor á 76. mínútu.
Belgía
Club Brugge – OH Leuven........................ 1:1
Jón Dagur Þorsteinsson lék fyrri hálfleik-
inn með Leuven.
Ítalía
B-deild:
Venezia – Parma ........................................ 2:2
Óttar Magnús Karlsson, Bjarki Steinn
Bjarkason, Hilmir Rafn Mikaelsson og
Kristófer Jónsson voru ekki í leikmanna-
hópi Venezia.
Bari – Genoa 1:2
Albert Guðmundsson lék fyrstu 83 mín-
úturnar með Genoa, skoraði og lagði upp.
SPAL – Pisa 0:1
Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn
með Pisa.
Frakkland
B-deild:
Nimes – Guingamp .................................... 1:2
Elías Már Ómarsson var ekki í leikmanna-
hópi Nimes.
Ómar marka- og
stoðsendingahæstur
Magdeburg hafði betur gegn Göpp-
ingen, 33:29, þegar liðin áttust við
í þýsku 1. deildinni í handknattleik
gær.
Eins og oft áður voru Ómar
Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir
Kristjánsson áberandi í sóknarleik
Magdeburgar. Ómar Ingi skoraði
sjö mörk og lagði upp sex önnur
fyrir Magdeburg og var marka-
og stoðsendingahæsti leikmaður
liðsins. Gísli Þorgeir skoraði tvö
mörk og lagði upp fimm fyrir liðið.
Þýskalandsmeistarar Magdeburg
eru áfram í fjórða sæti deildarinnar,
en aðeins tveimur stigum á eftir
toppliði Füchse Berlín og eiga auk
þess leik til góða.
Íslendingar voru einnig áberandi
í þýsku B-deildinni í gær. Oddur
Gretarsson fór á kostum fyrir
Balingen, sem er í toppsætinu, í
34:29-sigri gegn Hagen. Oddur
gerði sér lítið fyrir og skoraði tíu
mörk úr jafnmörgum skotum. Var
hann markahæstur í leiknum. Sam-
herji hans Daníel Þór Ingason bætti
við tveimur mörkum og gaf þrjár
stoðsendingar að auki.
Tumi Steinn Rúnarsson lét vel að
sér kveða hjá Coburg og skoraði níu
mörk og gaf þrjár stoðsendingar
gegn Motor Zaporozhye, þrátt
fyrir að liðið hafi fengið skell, 23:30.
Úkraínska liðið Motor fékk boð
um að spila í þýsku B-deildinni
vegna innrásar Rússa í Úkraínu og
þekktist það.
Í efstu deild kvenna gerðu Zwick-
au og Oldenburg 26:26-jafntefli í
Zwickau. Díana Dögg Magnúsdóttir
var markahæst hjá Zwickau með
fimm mörk. Þá lagði hún upp fjögur
til viðbótar.
Ljósmynd/Szilvia Micheller
ÖflugurÓmar Ingi Magnússon lék enn og aftur gríðarlega vel í sterkum
sigri Magdeburgar gegn Göppingen í þýsku 1. deildinni í gær.
Sjö stiga forskot Arsenal
lÞriðji sigur Liverpool í röðlNewcastle upp í annað sætiðlEndurkoma hjá
Tottenham skilaði einu stigilSætið hjá Lampard heittlWolves úr botnsætinu
Arsenal náði sjö stiga forskoti á
toppi ensku úrvalsdeildarinnar í
fótbolta í gærkvöldi með 3:1-heima-
sigri á West Ham í Lundúnaslag.
West Ham var með 1:0-forskot í
hálfleik en Arsenal sýndi hvers
vegna liðið er í toppsætinu, með
glæsilegri spilamennsku í seinni
hálfleik.
Saïd Benrahma kom West Ham
yfir með marki úr víti á 27. mínútu
en þeir Bukayo Saka, Gabriel
Martinelli og Eddie Nketiah skor-
uðu allir í seinni hálfleik.
Manchester City á leik til góða
gegn Leeds annað kvöld og getur
þá minnkað forskot Arsenal á
toppnum í fimm stig.
Liverpool vann sinn þriðja leik
í röð í deildinni er liðið heimsótti
Aston Villa og vann 3:1-sigur.
Liverpool-menn þurftu að hafa fyr-
ir sigrinum, þrátt fyrir að komast í
2:0. Aston Villa minnkaði muninn í
2:1 og hefði með smá heppni getað
jafnað.
Átján ára markaskorari
Þess í stað skoraði 18 ára Spán-
verjinn Stefan Bajcetic þriðja mark
Liverpool, með sínu fyrsta marki í
ensku úrvalsdeildinni. Mo Salah og
Virgil van Dijk skoruðu einnig fyrir
Liverpool, en Ollie Watkins skoraði
mark Aston Villa. Eftir erfiða byrj-
un er Liverpool í sjötta sæti með
25 stig og aðeins fimm stigum frá
fjórða sæti og sæti í Meistaradeild
Evrópu á næstu leiktíð.
Newcastle er enn fljúgandi og fór
liðið upp í annað sætið með 3:0-úti-
sigri á Leicester. Sigurinn var
aldrei í hættu og var staðan orðin
2:0 eftir aðeins sjö mínútur, eftir
mörk frá Chris Wood og Miguel
Almirón. Joelinton gulltryggði
3:0-sigur eftir rúmlega hálftíma
leik.
Tottenham komst í hann
krappan gegn Brentford á útivelli
í Lundúnaslag. Vitaly Janelt og
Ivan Toney komu Brentford í 2:0,
en Harry Kane minnkaði muninn
á 65. mínútu og Pierre-Emile Høj-
bjerg jafnaði á 71. mínútu og þar
við sat. Tottenham er enn í fjórða
sæti, en liðin fyrir neðan eru að
nálgast Norður-Lundúnaliðið.
Lampard valtur í sessi
Stjórasæti Franks Lampards hjá
Everton er orðið býsna heitt eftir
1:2-tap á heimavelli gegn Wolves.
Með sigrinum fór Wolves upp úr
botnsætinu og er Everton nú aðeins
einu stigi fyrir ofan fallsætin. Rayan
Aït Nouri skoraði sigurmark Wolv-
es á fimmtu mínútu uppbótartím-
ans, en Yerri Mina hafði komið Ev-
erton yfir snemma leiks, og Daniel
Podence jafnaði fyrir Wolves.
Southampton féll niður í botns-
ætið fyrir vikið, því liðið tapaði
á heimavelli fyrir Brighton, 1:3.
Southampton hefur tapað fjórum
leikjum í röð og er liðið í miklum
vandræðum. Fallbaráttan er hins
vegar hnífjöfn og nægir liðinu einn
sigur til að fara upp úr fallsæti. Þá
vann Fulham 3:0-útisigur á Crystal
Palace. Tyrick Mitchell og James
Tomkins fengu báðir rautt spjald
hjá Palace og var eftirleikurinn
auðveldur fyrir Fulham.
ENGLAND
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
AFP/Glyn Kirk
Mark Eddie Nketiah fagnar marki sínu með Keiran Tierney og Granit Xhaka, en Nketiah komArsenal í 3:1 .