Morgunblaðið - 27.12.2022, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.12.2022, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2022 ✝ Jón Reynir fæddist í Reykjavík 15. ágúst 1939. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut 5. desember 2022. Foreldrar hans voru Hörður Gestsson, f. 2. októ- ber 1910, d. 6. mars 1975 og Halldóra Ólafsdóttir, f. 10. júní 1921, d. 29. maí 1951. Sam- feðra systkin voru Margrét, f. 3. febrúar 1933, d. 28. janúar 1934, Vilborg, f. 13. september 1935, d. 15. ágúst 2002 og Helga, f. 30. október 1936, d. 8. febrúar 2016. Kjörforeldrar Jóns Reynis voru hjónin Eyjólf- ur Gíslason, f. 2. mars 1876, d. 25. september 1960, og Þuríður Sigurgeirsdóttir, f. 30. júní 1896, d. 12. júní 1969, á Ytri- Þurá í Ölfusi. Jón giftist Sigrúnu Jóns- dóttur, f. 10. júlí 1937, þann 18. desember 1960. Þau skildu. Stjúpsonur Jóns er Stefnir Svan Guðnason, f. 1958, eiginkona hans er Ása Kristín Valsdóttir. Dóttir þeirra er Sigrún Ólöf, f. 1985, eiginmaður hennar er Jorge L. Bitelli og eiga þau 18. ágúst 1946, d. 13. mars 2022. Börn Önnu eru: Jóhann Steinar Steinarsson, f. 1971 og Guð- finna Björg Steinarsdóttir, f. 1967. Jón lauk farmannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykja- vík 1961 og skipstjórnarprófi á varðskip ríkisins frá sama skóla árið 1965. Hann tók bóklegt flugleiðsögumannapróf frá skóla Pan American-flugfélags- ins í Bandaríkjunum 1962. Jón hóf sjómennsku á ms. Heklu (I) sem háseti 1954-55 og síðar á skipum Skipadeildar SÍS 1955- 59 og ýmsum skipum, íslenskum og erlendum, 1958-1961. Byrj- aði sem stýrimaður á vs. Maríu Júlíu 1961 og var síðan stýri- maður á öllum varðskipum rík- isins til 1966. Stýrimaður, af- leysingaskipstjóri og kafari á björgunarbát tryggingafélag- anna ms. Goðanum 1966-1969. Stýrimaður og afleysingaskip- stjóri á skipum Skipaútgerðar ríkisins 1969-1976. Þegar Vest- mannaeyjaferjan ms. Herjólfur (II) kom ný til landsins, 1976, réðst Jón þangað sem skipstjóri. Hann var áfram skipstjóri á Herjólfi (III) sem hann sótti, ásamt áhöfn, 1992 til Flekkef- jord í Noregi. Síðari ár starfaði Jón við eftirlit á vegum Fiski- stofu, meðal annars á Flæmska hattinum, og sem vaktmaður í Helguvík á Reykjanesi. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að viðstöddum ástvin- um. tvær dætur, Juliu, f. 2017 og Ninu, f. 2020. Sonur Ásu er Ásgeir Fannar, f. 1978. Börn Jóns Reynis og Sigrúnar eru: 1) Jóna Ingi- björg, f. 1960, eig- inmaður hennar er Þórir Jóhannsson. Dóttir þeirra er Sólrún Klara, f. 1997, unnusta hennar er Emilía Ingvadóttir. Sonur Jónu er Kári Svan Rafns- son, f. 1986. 2) Elfa Björk, f. 1961. Kjörmóðir Elfu er Katrín Guðmundsdóttir. 3) Eydís Þur- íður, f. 1964, eiginmaður henn- ar er Gylfi Kristinn Sigur- geirsson. Sonur Gylfa er Gylfi Geir, f. 1991. Dóttir Eydísar er María Dís Guðmundsdóttir, f. 2001, unnusti hennar er Dom- inik Walicki, f. 2001. 4) Guðrún Halldóra, f. 1970, eiginmaður hennar er Julian Mark Willi- ams. Þau eiga þrjú börn, öll fædd 1996: Atli Mark, unnusta hans er Birta Mjöll Antonsdótt- ir, f. 1999; Ingi Jón, sambýlis- kona hans er Kristjana Torfa- dóttir, f. 1998, og Sóley. Sambýliskona Jóns Reynis var Anna Ólöf Björgvinsdóttir, f. Það er eiginlega hálfsúrreal- ísk tilfinning, meyr og með kökk í hálsi, að ætla að skrifa minn- ingarorð um pabba minn sem lit- aði líf mitt á svo marga kanta og vegu. Á ljósmynd má sjá dreng- hnokka, kannski sex mánaða, sem horfir beint í myndavélina stórum augum, spyrjandi á svip. Snáðinn situr flötum beinum, í sínu fínasta pússi, með stóran hvítan bómullarkraga um háls- inn, íklæddur síðri fagurlega prjónaðri peysu, sokkabuxum, ullarstuttbuxum þar yfir og á fótum með fallega prjónaða hvíta leista. Kannski er myndin tekin um það leyti sem pabbi var sett- ur í kjörfóstur til eldri hjóna uppi í sveit. Móðir ætlar syni sín- um betra líf og vill eiga mynd af honum til minningar. Eða kannski voru það Þuríður og Eyjólfur, væntanlegir kjörfor- eldrar hans, sem fóru með hann í myndatöku þegar pabbi kom inn í þeirra líf á Ytri-Þurá í Ölfusi. Leiðarljós góðra minninga. Ég er „tjónka í húsi“, það kallar pabbi mig þegar ég sem lítil stelpa fíflast með honum undir sæng með vasaljós. Pabbi færir mér djúprauðan silkistranga og gyllta eyrnalokka frá Indlandi. Hann skrifar á umboðsblað til mín „komdu sæl dóttir mín traust og góð“, sem hann und- irritar „pabbi litli“. Hann hringir í mig á fæðingardeildina á Hill- eröd-sjúkrahúsið í Danmörku og sendir mér einnig fallegan blóm- vönd daginn sem hún Sólrún mín fæðist. Góðar minningar eru þarna en það skal segjast að pabbi varð æ meiri „pabbi“ eftir því sem árin liðu. Umhyggja og væntumþykja hans í minn garð virtist stækka um mörg númer, varð einhvern veginn áþreifanlegri þegar barnabörnin komu í heiminn. Þá var hann til staðar ef þurfti á að halda, velferð okkar skipti hann máli. Á annarri ljósmynd er pabbi að rúnta um Stórhöfða í Vestmannaeyjum með okkur Kára Svan, syni mínum, á kagg- anum sínum, Cadillac Coupe de Ville ’85-árgerð. Pabbi ók um eins og kóngur á þeim kagga, rétt eins og hann sigldi sem skip- stjóri á Herjólfi í áratugi. Hann þótti afburða fær og öruggur sem skipstjóri og átti farsælan feril alla tíð á sjó. Pabbi naut ferðalaga um heiminn með Önnu sinni en hafði sérstakt dálæti á skemmtiferða- siglingum til eyja Karíbahafsins. Og kræsingar á hlaðborðunum voru ekkert slor. Hann hafði mikinn áhuga á sögu skipasigl- inga og björgun skipa. Sumarbú- staðurinn í Skorradal minnti helst á sjóminjasafn. Í sólskál- anum heima hjá honum á Ak- urbraut stendur stórt módel af varðskipinu Maríu Júlíu í gler- kassa ásamt ítarlegri sögu skips- ins. Önnur áhugamál pabba voru frímerkja- og myntsöfnun og tungumálanám en hann dundaði sér við að læra spænsku, arab- ísku og þýsku. Spólum hratt fram í tímann. Þriðja ljósmyndin sýnir okkur systur og maka með pabba og Önnu sambýliskonu hans að fagna áttræðisafmæli hans á fín- um veitingastað, eins og kóngi sæmir. Það er kominn mýkri svipur á andlit pabba, það örlar á stolti og auðmýkt í brosi hans. Elsku pabbi litli, nú umvefur kærleikurinn þig. Hvíl í friði. Þín dóttir, Jóna Ingibjörg. Elsku pabbi nú er hann horf- inn á braut. Það er sárt til þess að hugsa að ég eigi ekki eftir að hitta hann framar. Ekki eiga samræður um pólitík og málefni líðandi stund- ar. Við gátum legið yfir þeim samræðum yfir kaffibolla eða í símanum svo tímunum skipti og oft voru þær nokkuð heitar því það kom alveg fyrir að við vorum ekki alltaf sammála. Það var gaman að rökræða við hann um ýmsa hluti, það kom blóðinu á hreyfingu og oft á tíðum voru hláturtaugarnar kitlaðar. Hann var með einstakan orðaforða sem hann notaði um menn og málefni og einstakan húmor. Það sem ég sakna þessara orðaskipta við hann. Mamma og pabbi skildu þegar ég var stelpa og tengslin á milli okkar dofnuðu um tíma. Pabbi kynntist Önnu sinni og áttu þau farsæl 40 ár saman. En tengslin okkar pabba urðu sterk á ný, sérstaklega eftir að við Julian eignuðumst börnin okkar, þrí- burana, úti í Englandi. Þá var það hann fyrstur manna sem keypti flugmiða ásamt Önnu og við áttum saman góða daga með nýburunum. Það var ávallt hægt að treysta á umhyggju hans og góðvild. Síðan þegar við Julian keyptum húsið okkar í Garðabæ var hann okkur innan handar. Ætíð var hægt að leita til hans þegar þurfti að gera einhver verk eða leysa einhver vanda- mál. Hann var hjálpfús, kunni nánast svör við öllu og var einkar handlaginn maður. Þrátt fyrir að skip og hafið hafi nánast átt hug hans allan þá var hann fróðleiksfús um aðra hluti eins og tungumál og ferða- lög. Að auki hafði hann gríðar- legan áhuga á pólitík og fylgdist vel með henni úr öllum áttum. Ég minnist ferðalaganna sem við fórum í þegar ég var krakki með hlýju. Honum leiddist ekki sólin og að fara í alls konar skoðunar- ferðir. Upp úr 1980 var samt kominn smá leiði hjá honum á því að fara á sömu áfangastaðina eins og Mallorca og tóku þá við ferðalög á skemmtiferðaskipum. Þannig gat hann forvitnast um önnur lönd og menningu og ekki skemmdi fyrir að vera á lúxus- fleytu þar sem hann fékk góðan mat. Hann ferðaðist víða og hafði unun af því. Fyrir utan að kunna ensku og dönsku kunni hann spænsku og lærði arabísku og það hjálpaði honum á sínum ferðalögum að ná tengslum við heimamenn. Honum þótti stærð- fræði skemmtileg og tók nokkur námskeið í henni, kominn yfir miðjan aldur. Síðan var hann mikill grúskari og safnari, safn- aði m.a. frímerkjum í gríð og erg og var hann í sambandi við nokkrar stofnanir og fyrirtæki sem sendu honum þau. Hann var framsóknarmaður fram í fingur- góma allt þar til fóstureyðinga- frumvarpið varð að lögum árið 2019 þá þótti honum fulllangt gengið í þeim efnum og sagði skilið við flokkinn sem honum annars þótti verulega vænt um. Hann var einstakur maður, hann pabbi, og er hann nú kom- inn í sumarlandið fagra þar sem hann hittir Önnu sína og Birtu. Þú, Guð, sem stýrir stjarnaher og stjórnar veröldinni, í straumi lífsins stýr þú mér með sterkri hendi þinni. Stýr mínu fari heilu heim í höfn á friðarlandi, þar mig í þinni gæslu geym ó, Guð minn allsvaldandi. (Vald. Briem) Hvíl í friði elsku pabbi. Þín dóttir, Guðrún Halldóra Jónsdóttir. Kæri pabbi. Nú hefurðu lagt augun þín aftur í síðasta sinn hér á jörð. Margs er að minnast og það sem er efst í huga mér eru góðar minningar og allt sem ég lærði af þér og ætla ég að telja upp fá- ein atriði hér í þessum orðum mínum: Ég man að sem lítil stelpa kannski svona þriggja til fjögurra ára beið ég í ofvæni eft- ir því að þú kæmir af sjónum , því þar varstu oft lengi og jafn- vel mánuð í einu, ég suðaði í mömmu og fékk að standa uppi á eldhúsborði í Skipasundi þar sem við áttum heima og svo stökk ég í fangið á þér þegar þú birtist og alltaf greipstu mig og ég hafnaði örugg í hlýju fangi þínu alsæl með að pabbi væri kominn heim. Svo man ég líka eftir að þú kenndir mér að ganga í hálku og ekki veitir af hér á þessu landi sem við búum á að kunna það. „Taktu bara alltaf stutt skref og hæg í hálku Eydís mín og þá dettur þú ekki.“ Þessu heilræði hef ég aldrei gleymt og hef kennt ótal samferðafólki mínu þetta ráð þitt síðan. Þú kenndir mér einnig að spara og eyða ekki í óþarfa hluti. Þú kenndir mér að kafa í sundlaug úti á Kanarí, þá var ég tíu ára og ég man hvað ég var stolt þegar mér tókst að halda í mér and- anum alla leið yfir laugina og uppskar mikið og gott hrós frá þér að launum. Við gátum einnig átt í rökræðum oftar en ekki um stjórnmál í seinni tíð en fundum alltaf einhverja lendingu í sam- tölum okkar og vorum farin að brosa og jafnvel hlæja þegar við kvöddumst. Þú varst ekki lengi veikur áð- ur en þú lést en mikið var skrýt- ið að horfa á þig, þennan stóra og sterka mann sem aldrei hafði kennt sér neins meins um ævina að vera orðinn rúmlega áttræð- ur og ganga við göngugrind. Hugur þinn var alltaf frjór og þú hafðir ótal áhugamál eins og að ferðast, hlusta á fallega tón- list bæði klassíska og svo slædd- ist Elvis Presley með og Mannakorn inn á milli. Það var gott að kynnast þér og fá að vera dóttir þín. Núna ertu kom- inn inn í Sumarlandið sæla eins og það er stundum nefnt og ég veit að Anna, ástin þín til 40 ára, og Birta ykkar, sem var ynd- isleg bichon frise-tík sem var hjá ykkur í 12 ár, taka vel á móti þér elsku pabbi. Við sjáumst hinum megin þegar minn tími kemur. Hafðu þökk fyrir allt og hvíldu í friði. Þín dóttir Eydís. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Eydís Þuríður Jónsdóttir. Þegar ég hugsa til baka og fer yfir minningarnar sem ég á um afa þá man ég hvað ég var montin af honum. Hann var al- gjör „kall“, með sjóarahúðflúrin sín og mjög öruggur með sig. Ég var dugleg að segja vinum mínum að hann hefði verið skip- stjóri á Herjólfi. Mér fannst það svo flott. Ég var oft á tíðum svo- lítið feimin við hann en það var einfaldlega vegna þess að ég bar mikla virðingu fyrir honum og vildi gera hann stoltan af mér. Ég sagði honum alltaf frá helstu afrekum mínum úr fótboltanum og kunni sérstaklega að meta hrósin frá honum. Ég mun sakna þess að sjá pabba minn opna jólagjöfina frá afa, sem var, ár eftir ár, hinar stórglæsi- legu heimildabækur, Útkall. Þær voru í miklu uppáhaldi hjá afa, en ekkert svo mikið hjá okkur fjölskyldunni … Kannski maður lesi eina bók yfir jólin til heiðurs Jóni skipstjóra. Ég mun sakna þín, elsku afi minn. Þín Sólrún Klara. Jón Reynir Eyjólfsson Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þegar við Hafþór fórum að vera saman hafði ég ekki átt afa á lífi í nokkur ár, það var því kær- komið að kynnast Gísla og um- hyggju hans og einlægum áhuga á fólkinu sínu. Ég ákvað því snemma, þó bara með sjálfri mér, að eigna mér part af honum líka. Hann spurði alltaf hvað væri að frétta af Skaganum eða að vestan og ég held að honum hafi nú ekki Gísli Örn Gunnarsson ✝ Gísli Örn Gunnarsson fædd- ist 26. maí 1940. Hann lést 12. desember 2022. Útför hans fór fram 22. desember 2022. þótt leiðinlegt að fá Vestfirðing í fjölskylduna. Strákarnir okkar Hafþórs minnast þín með hlýhug og munu sakna þess að gæða sér á vöfflum með þér eða spila við þig kúluspil. Með þakklæti og kærleik í huga kveð ég þig Gísli minn – að vestan í þetta skipti. Blessuð sé minning þín. Tinna Gunnarsdóttir. Það er ekki auð- velt að setjast nið- ur til að skrifa nokkur orð um hann Nonna bróður minn. Hann var stórbrotinn persónu- leiki. Nonni yfirgaf Ísland árið 1978 þar sem hann var ekki sáttur með útkomu kosning- anna það árið. Hann fór til San Francisco og það tók hann ekki langan tíma að komast til sjós þar. Síð- an lá leið hans til Alaska þar sem hann réð sig á togara og ekki leið á löngu þar til hann var orðinn skipstjóri á togar- anum. Hann vildi eignast sinn eigin togara. Unnið var sólar- hringum saman við krabbaveið- Jón Grímsson ✝ Jón Grímsson fæddist á 21. september 1954. Hann lést í Seattle í Bandaríkjunum 10. október 2021. Bál- för Jóns fór fram 21. október 2021. ar og eftir enda- laust puð gat hann keypt sinn eigin togara. Hann stundaði veiðar á honum við strend- ur Alaska. Nonni vildi meira. Hann fór til Noregs og þar hannaði hann veiðarfæri sérstak- lega til að veiða lúðu. Lúðuveiðarnar gengu vel og allt var í blóma. En þá var sett bann við lúðuveiðum, sem varð til þess að Nonni fór á hausinn og missti togarann. Og þar með lauk sjómannsferli hans. Nonni réð sig sem smiður hjá stóru byggingarfyrirtæki, hann var ekki búinn að vera þar lengi þegar hann var orð- inn verkstjóri og sá um öll þau verk sem fyrirtækið tók að sér. Það vafðist ekki fyrir honum fremur en annað. Eitt sinn keypti ég mér sum- arbúðaland í Svíþjóð. Ég vildi stækka við mig og keypti mér tvö hús í öðru þorpi sem þurfti að taka niður á staðnum og flytja á sumarbúðalandið. Nú voru góð ráð dýr og ég gerði mér litla grein fyrir hvað ég var búin að koma mér út í. Ég hringdi til Ameríku og bað Nonna um hjálp. Nonni brá skjótt við og tók næstu vél til Svíþjóðar til að bjarga systur sinni. Ég sakna hans bróður míns óendanlega mikið, við vorum eins og tvíburar enda aðeins tíu mánuðir á milli okkar. Nonni barðist hatramlega við krabbameinið í tvö ár. Hann ætlaði ekki að gefast upp en eigi má sköpum renna, segir máltækið. Í veikindunum vildi hann koma til Íslands til að kveðja landið sitt og vini. Hann lét sig hafa það og kom á heimaslóðir 14. ágúst, fárveikur og varð því að stytta dvölina hér og fara beint heim til að leggjast inn á spítala í Seattle. Nonni dó í faðmi dóttur sinn- ar 10. október 2021. Nonni bjó í Bandaríkjunum í tæp fjörutíu ár, hann fylgdist alltaf með fréttum frá Íslandi og hafði sterkar skoðanir á pólitík hér á landi. Knattspyrna átti sess í huga hans og hann ferðaðist frá Seattle til Frakk- lands þegar Íslendingar kom- ust á EM 2016. Nonni var vel upplýstur um flestalla hluti og hélt fast í skoðanir sínar. Hann þoldi ekki þetta óréttlæti sem heltekið hefur þjóðir heims og barðist fyrir réttlæti á öllum sviðum. Hann var svarinn óvinur Trumps. Þar sem Nonni taldi sig utan allra trúarbragða var hann ekki kvaddur á hefðbundinn hátt. Haldin var minningarathöfn fyrir hann í Seattle, í garðinum hjá dóttur hans. Síðan var hald- in minningarathöfn á heimili mínu í Garðabæ. Þar mættu ætingar og vinir og sungu sam- an eftir fyrirframákveðinni dagskrá. Síðasta lagið var Imagine eftir John Lennon. Erfitt er að sætta sig við bróðurmissinn. Mér finnst það svo óraunverulegt að hann sé farinn. Sigrún Grímsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.