Morgunblaðið - 27.12.2022, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.12.2022, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR ENCANTO KOMIN Í BÍÓ SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI N Ý T T ÆV IN T Ý R I Ú R HE IM INUM 71% REEL VIEWS EMPIRE AV CLUBNEW york post indie wire entertainmentweekly the atlantic chicaco sun-times the playlist Bækur ársins 2022 Árið 2022 var óvenjugott bókmenntaár og þá sérstaklega hvað skáldsögur varðar. Margar bók- anna voru að glíma við áþekkt efni, þó hver gerði það á sinn hátt, fíkn, áföll og erfiðleikar voru krufin og merkilegar heimildasögur vörpuðu nýju ljósi á Íslandssöguna svo dæmi séu tekin. Ragnheiður Birgisdóttir og Árni Matthíasson völdu þær bækur sem þeim þótti bóka bestar. Ljóðabókin Ljóðskáldið Elín Edda Þor- steinsdóttir stefnir saman hugmyndum um manngert umhverfi, náttúruna og innra landslag mannsins í verkinu Núningur. Með því að nýta myndmál tengt byggingarframkvæmdum, og tefla þar með fram and- stæðum þess huglæga og þess hlutlæga, fangar hún mannlega tilvist á frumlegan hátt. Úr verður aðgengilegt verk sem þó má lesa aftur og aftur án þess að það verði endanlega krufið til mergjar. Lesið líka: Urtu eftir Gerði Kristnýju og Allt sem rennur eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur. Heimildasagan Ummiðja átjándu öld áttu íslenskir sýslumenn þá ósk heitasta að mega hengja sem flesta en kóngur og ráðgjafar hans vildu heldur að fólk væri hneppt í varðhald en hengt. Lausnin var að reisa tugthús og stendur enn. HaukurMár Helga- son segir sögu hússins í Tugthúsinu og þeirra sem að því komu, en þó fyrst og fremst sögu íslenskrar alþýðu og þess sem húnmátti þola. Lesið líkaHamingja þessa heims eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur ogMillibils- mannHermanns Stefánssonar. Barnabókin Mamma kaka segir af Viggó sem kominn er í vetrarfrí, en sá er hængurinn að mamma hans á ekki neitt frí og hefur ekki tíma til að sinna honum. Viggó gríp- ur þá til eigin ráða með vinkonu sinni og þau búa til nýja mömmu, baka mömmu sem er til í allt. Afbragðs saga Lóu Hlínar Hjálmtýsdóttur og skemmtilegar teikningar sem tala beint inn í ímyndunarafl barnsins. Lesið líka: Kollhnís eftir Arndísi Þórar- insdóttur og Bannað að ljúga eftir Gunnar Hansson. Skáldsagan Kvikmyndagerðarkonan Villa situr fyrir svörum eftir sýningu á heim- ildarmynd sinni um hvalveiði- og ógæfu- manninn Dimma. Á þann hátt hefst skáldsaga Kristínar Eiríksdóttur, Tól, þar sem áföll, fíkn og ábyrgð mynda meginstef. Verkið er listilega upp- byggt og tekst höfundinum að draga fram blægbrigðaríka en þó heildstæða mynd af efniviðnum. Lesið líkaKákasus-gerillinn eftir Jónas Reyni Gunnarsson og Eden eftir Auði Övu Ólafsdóttur. Fræðiritið Í Farsótt er Kristín Svava Tómasdóttir ekki bara að segja sögu húss í Þingholtsstræti 25, sem hýst hefur sjúkrahús, læknaskóla, geðsjúkrahús, íbúðarhús og neyðarskýli meðal annars, heldur er hún að segja sögu samfé- lagsins sem byggði húsið og þeirra sem dvöldu í því um lengri eða skemmri tíma. Þar koma við sögu margar ógleymanlegar persónur, draugar þar á meðal. Frágangur á bókinni er framúrskarandi. Lesið líka Ísland Babýlon eftir Árna Snæv- arr og Á sögustöðum eftir Helga Þorláksson. Ungmennabókin Skuggabrúin er fyrsta skáldsaga IngaMarkús- sonar og fléttar saman vísindaskáldskap og ævintýri á meistaralegan hátt. Heimurinn sem hún gerist í gæti verið sá sem bíður mannkyns; afrakstur græðgi, valdasýki og grimmdar og að vissu leyti má líta á bókina sem dæmisögu. Ingi segist vera með framhald í smíðum, sem er tilhlökk- unarefni. Lesið líkaDrenginn með ljáinn eftir Ævar Þór Benediktsson og Bronshörpu Kristínar Bjargar Sigurvinsdóttur. Þýðingin Játningar Jean-Jacques Rousseaus eru með fyrstu ævisögum sem nokkuð kvað að og óteljandi höfundar hafa fetað sama veg. Hvort frásögnin sé eins sönn og höfundur boðar í upphafi er umdeilt, en það er aukaatriði því Játn- ingarnar eru sannkallað- ur skemmtilestur. Þýðing Péturs Gunnars- sonar er frábær. Lesið líka: Svikin við erfðaskrárnar eftir Milan Kundera í þýðingu Friðriks Rafnsson- ar og Útlínur liðins tíma eftir Virginiu Woolf í þýðingu Soffíu Auðar Birgisdóttur. Ævisagan Jóhannes Nordal fæddist 1928 og lifði því þrjá fjórðu hluta tuttug- ustu aldar, eins og hann rekur í ævisögu sinni sem hann nefnir Lifað með öldinni. Í bókinni segir hann Íslandssögu tuttugustu aldarinnar að stórum hluta og rekur þær breytingar sem Ísland gekk í gegnum frá aldamótum nítjándu aldar og fram til dagsins í dag. Lesið líka Þormóður Torfason eftir Bergsvein Birgisson ogÆvintýri og líf heima og í Kanada eftir Guðjón R. Sig- urðsson. Glæpasagan Lögreglumaðurinn fyrrverandi Konráð Jósepsson er ekki geðsleg persóna og segir sitt um stílsnilli Arnaldar Ind- riðasonar að hann geti fengið mann til að fylgj- ast með af áhuga eftir því sem Konráð flettir ofan af ömurlegri æsku sinni. Kyrrþey er fimmta bókin um Konráð og þótt ýmsum lykilspurningum sé svarað í henni er nóg eftir í aðra bók eða bækur. Lesið líka Eitt satt orð Snæbjarnar Arn- grímssonar og Reykjavík eftir þau Ragnar Jónasson og Katrínu Jakobsdóttur. Endurútgáfan Heildarsafn ritverka skáldsins Sjóns var gefið út í tilefni af 60 ára afmæli hans en það samanstendur af átta skáldsögum og veglegu safni ljóða frá 1978-2022. Hópur fræði- og listamanna var fenginn til að skrifa inngang að hverju verki fyrir sig og má þar glöggt sjá hve fjölskrúðugt og áhrifaríkt framlag Sjóns hefur verið til íslenskra bókmennta. Öll umgjörð útgáfunnar er til fyrirmyndar en verkin eru prentuð á handhægar og smekklegar kiljur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.