Morgunblaðið - 27.12.2022, Blaðsíða 13
FRÉTTIR
Erlent 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2022
Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is
Fékk bíllinn
ekki skoðun?
Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl
BJB þjónustar flesta
þætti endurskoðunar á
nngjörnu verði og að
ki förum við með bílinn
nn í endurskoðun,
r að kostnaðarlausu.
sa
au
þi
é
skartgripirogur.is
Bankastræti 9 | Sími 551 4007 Bankastræti 6 | 551 8588
Lýsa eftir stofnanda Bellingcat
Rússnesk stjórnvöld lýstu því
yfir í gær að þau hefðu hafið
sakamálarannsókn á hendur
búlgarska blaðamanninum
Christo Grozev, stofnanda Bell-
ingcat-heimasíðunnar, fyrir að
hafa „dreift rangfærslum“ um
rússneska herinn, en slíkt var
gert ólöglegt í Rússlandi eftir að
innrásin hófst í febrúar.
Bellingcat hefur m.a. leikið
lykilhlutverk í að rannsaka eitur-
efnaárásina í Salisbury 2018, sem
og þegar eitrað var fyrir stjórnar-
andstæðingnum Alexei Navalní
haustið 2020.
RÚSSLAND
Úkraínumenn gerðu drónaárás á
Engels-2-herflugvöllinn í Saratov-hér-
aði Rússlands í gær. Þetta er í annað
sinn sem Úkraínuher ræðst á flug-
völlinn, en hann er í rúmlega 600
kílómetra fjarlægð frá landamærum
Rússlands og Úkraínu. Völlurinn er
meðal annars ein helsta bækistöðin
fyrir langdrægar sprengjuflugvélar
Rússahers, en þær getameðal annars
borið kjarnorkuvopn.
Að minnsta kosti þrír hermenn
féllu í árásinni. Rússneska varnar-
málaráðuneytið sagði í yfirlýsingu
að það hefði skotið niður drónann og
mannfallið hefði orðið þegar brak-
ið af honum féll til jarðar. Ekki var
hægt að staðfesta í gær hvort drón-
inn hefði verið skotinn niður líkt og
Rússar héldu fram, eða hvort hann
hefði lent á skotmarki sínu.
Úkraínumenn réðust einnig á flug-
völlinn hinn 5. desember síðastliðinn
og ollu þá nokkrum skemmdum á að
minnsta kosti tveimur sprengjuvél-
um Rússa, auk þess sem þrír féllu og
fjórir særðust. Árásin þá vakti nokkra
athygli, þar sem talið var að Úkraínu-
menn hefðu nýtt sér dróna frá tímum
Sovétríkjanna, sem þeir höfðu upp-
fært til þess að komast langt inn fyrir
loftvarnir Rússa.
Leyniþjónusta Rússlands, FSB,
lýsti því einnig yfir í gær að hún hefði
fellt fjóra úkraínska skemmdarverka-
menn, sem hefðu reynt að komast
yfir landamærin til Rússlands í Brí-
ansk-héraði. Fylgdu yfirlýsingu leyni-
þjónustunnar ljósmyndir af nokkrum
líkum sem lágu í snjónum, en úkra-
ínsk stjórnvöld tjáðu sig hvorki um
yfirlýsingu FSB né um árásina á Eng-
els-flugvöllinn.
Vilja Rússa úr ráðinu
Stjórnvöld í Úkraínu skoruðu í gær
á aðildarríki Sameinuðu þjóðanna að
víkja Rússum úr öryggisráði Sam-
einuðu þjóðanna, þar sem Rússland
er fastafulltrúi með neitunarvald, sem
og úr samtökunum í heild. „Við erum
með mjög einfalda spurningu: Hef-
ur Rússland réttinn til þess að vera
áfram fastafulltrúi í öryggisráði SÞ
og til að vera yfirhöfuð í Sameinuðu
þjóðunum?“ sagði Dmítró Kúleba
utanríkisráðherra Úkraínu og bætti
við að svar Úkraínumanna væri nei.
Byggist krafa Úkraínumanna á
þeirri fullyrðingu að Rússland hafi
ekki verið löglega tekið inn í Sam-
einuðu þjóðirnar þegar Sovétríkin
féllu árið 1991, þar sem reglum sam-
takanna hafi ekki verið fylgt þegar
ákveðið var að Rússland yrði arftaki
Sovétríkjanna, og fengi þar á meðal
sæti Sovétmanna í öryggisráðinu.
„Hin þriggja áratuga ólöglega seta
Rússa í Sameinuðu þjóðunum hefur
verið mörkuð af stríðsrekstri og yfir-
töku á landsvæði annarra ríkja,“ sagði
í yfirlýsingu Úkraínumanna.
Pútín og Xi hyggjast funda
Rússnesk stjórnvöld tilkynntu í gær
að Vladimír Pútín Rússlandsforseti
og Xi Jinping forseti Kína hygðust
funda í vikunni. Leiðtogarnir funduðu
í febrúar síðastliðnum í aðdraganda
innrásarinnar, og lýstu þeir þá yfir því
að vinátta ríkjanna tveggja væri „tak-
markalaus“, auk þess sem leiðtogarn-
ir undirrituðu sameiginlega yfirlýs-
ingu, sem beindist gegn „útþenslu“
Atlantshafsbandalagsins og áhrifum
Bandaríkjanna í alþjóðamálum.
Þrátt fyrir það hafa Kínverjar ekki
veitt Rússum mikla aðstoð við að
komast undan refsiaðgerðum vest-
urveldanna, og hafa kínversk stjórn-
völd lýst yfir áhyggjum sínum vegna
innrásarinnar. Ríkin hafa þó einnig
staðið að sameiginlegum heræfingum
á Kyrrahafi á síðustu mánuðum.
Í yfirlýsingu Rússa kom ekki fram
hvar eða hvernig fundur leiðtoganna
myndi fara fram, en DmitríMedvedev,
fyrrverandi forseti Rússlands, heim-
sótti Xi í Peking í síðustu viku, þar
sem þeir ræddu m.a. innrásina í
Úkraínu.
Draga sig frá Kreminna
Áfram var barist um jólahelgina, og
bárust óstaðfestar fregnir í gær um
að herlið Rússa hefði dregið sig frá
þorpinu Kreminna í Lúhansk-héraði
og til Rúbisjne sem er um 15 kílómetr-
um sunnar.
Úkraínuher hefur sótt að þorpinu
undanfarnamánuði, þar sem það leik-
ur lykilhlutverk í að verja birgðalínur
Rússa í Donbass-héruðunum tveimur.
Serhí Haídaí, héraðsstjóri Úkraínu-
manna í Lúhansk-héraði, sagði í gær
að fregnir um að Úkraínuher hefði
frelsað þorpið væru orðum auknar,
því að enn væri barist í útjöðrum
þess. Hins vegar væri ljóst að yfir-
herstjórn Rússa í þorpinu hefði þegar
Önnur drónaárás á Engels-flugvöllinn
lÞrír rússneskir hermenn fallnir eftir árásinalÚkraínumenn skora á aðildarríki SÞ að reka
Rússland úr samtökunumlRússar einbeiti sér að því að reisa varnarvirki og leggja jarðsprengjur
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
AFP/Sameer Al-Doumy
Við rústir Hinn fimmtugi Caesar, Rússi sem berst við hlið Úkraínumanna, sést hér virða fyrir sér rústir klausturs í þorpinu Dólína í Austur-Úkraínu.
dregið sig til baka frá því. Haídaí
sagði jafnframt að sókn Rússa að
borginni Líman hefði verið hrundið,
en þeir væru nú að kalla varalið til
vígstöðvanna.
Breska varnarmálaráðuneytið
sagði í gær að Rússaher hefði eytt síð-
ustu vikum í að reisa varnarvirki gegn
fyrirhugaðri sókn Úkraínumanna.
Þar á meðal hefðu þeir lagt jarð-
sprengjusvæði, sem beindust bæði
gegn bryndrekum og fótgönguliðum.
Sagði í mati varnarmálaráðuneyt-
isins að jarðsprengjur hefðu aðallega
notagildi í nútímahernaði ef hægt
væri að fylgjast með svæðinu og beina
skothríð að þeim sem reyndu að kom-
ast yfir það. Væri líklegamesta áskor-
unin fyrir Rússa að vakta öll jarð-
sprengjusvæðin, auk þess sem slíkt
eftirlit krefðist þjálfaðra hersveita,
sem nú væru af skornum skammti.