Borgfirðingabók - 01.12.2015, Blaðsíða 15
15
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2015
hefur Zsuzsanna gegnt starfi organista við Saurbæjarprestakall ásamt
Kolbeinsstaðakirkju, Fáskrúðarbakkakirkju, Rauðamelskirkju og Mikla-
holtskirkju og stjórnað fleiri kórum, svo sem Gleðigjöfum – kór eldri
borg ara í Borgarbyggð. Var það mikið happ fyrir Freyjukórinn og hér-
að ið að fá eins vel menntaðan og hæfan tónlistarmann og Zsuzsanna er
til starfa og heldur hún enn á tónsprotanum fyrir kórinn.
Þegar litið er um öxl til liðinna ára í starfi Freyjukórsins er óhjákvæmi-
legt annað en að minnast Hauks Gíslasonar, rakara og kontrabassaleik-
ara sem lék undir hjá kórnum um langt árabil, eða frá 1999 til 2008,
að hann hætti vegna veikinda. Með ljúflyndi sínu og húmor gantaðist
Hauk ur gjarnan með það að hann væri eini karlinn í kvennakórnum og
léði kórnum með bassafiðlu sinni þá dýpt sem raddbönd kórsystra hans
leyfðu ekki. Sigurður Jakobsson á Varmalæk hefur síðan strokið strengi
rafbassans við mörg tækifæri hjá kórnum ásamt ýmsum öðr um tón-
listar mönnum í héraði og utan, sem of langt mál er upp að telja og hætta
á að einhver gæti gleymst í þeirri upptalningu. Árið 2006 gaf kór inn út
geisla diskinn Birtingu og hefur verið haft á orði að tími sé nú kom inn
til að gefa út fleiri diska.
Freyjukórinn hefur staðið fyrir margvíslegum tónleikum í gegnum
tíðina og leitast við að hafa viðfangsefnin fjölbreytt allt frá klassískri
tónlist yfir í létta djass- og dægurtónlist. Kórinn hefur yfirleitt haldið
bæði aðventu- og vortónleika, ýmist einn eða í samstarfi við aðra tón-
listar menn, svo sem Pál Óskar Hjálmtýsson, Egil Ólafsson, Karlakór
Hreppa manna, Karlakór Kjalnesinga, Margréti Eir, Magnús Eiríksson,
Gissur Pál Gissurarson og marga fleiri. Freyjukórinn hefur tekið þátt í
margs konar viðburðum innan héraðs og utan, m.a. sungið við Hinn
Guð dómlega gleðileik í Menntaskóla Borgarfjarðar um jólahátíðir,
hald ið styrktartónleika til styrktar Bleiku slaufunni, sungið við athafn ir
tengd ar kórfélögum og heimsótt dvalarheimilið Brákarhlíð í Borgar nesi,
í mars 2015 söng kórinn t.d. við setningu Búnaðarþings í Hörpunni í
Reykja vík. Kórinn hefur siglt til Vestmannaeyja og haldið þar tónleika
með Söngfélagi Þorlákshafnar, heimsótt Kvennakórinn Ym og tekið
þátt í Vökudögum á Akranesi með þeim og Kvennakór Hafnarfjarðar.
Kór inn hefur sótt Landsmót kvennakóra, nú síðast á Akureyri 2014 og
stefn ir á næsta landsmót á Ísafirði árið 2017. Kórinn hefur notið radd-
þjálf unar hjá Sigríði Elliðadóttur, Kristjönu Stefánsdóttur og Theodóru
Þor steins dóttur, en sú síðasttalda leysti m.a. Zsuzsönnu af í veikinda-
leyfi hennar í ársbyrjun 2015.