Borgfirðingabók - 01.12.2015, Blaðsíða 134
134
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2015
SKORRADALSHREPPUR
Stóra-Drageyri. Skorradalshreppur stóð fyrir hitaleit í hreppnum
sum ar ið 1993. Kristján Sæmundsson, Grímur Björnsson (f. 1960),
jarð eðlis fræðingur, og margir aðrir sérfræðingar á Jarðhitadeild Orku-
stofn unar komu að leitinni. Fimm hitaleitarholur voru boraðar í landi
Stóru- Drageyrar. Einnig var borað í Hvammi og á Litlu-Drageyri.
Hita stigull var hæstur í holunum í Hvammi, en aðeins lægri á Stóru-
Drag eyri. Kristján Sæmundsson vildi helst staðsetja vinnsluholu í landi
Hvamms, en ekki tókust samningar þar um. Þess vegna var holan SD-06
boruð vorið 1994 á Stóru-Drageyri. Hún er 836 metra djúp og gefur
í skamm tíma a.m.k. 20 lítra/sek. af 90 °C heitu vatni með djúpdælu.
Afl hennar, miðað við nýtingu niður í 35 °C, er 4,5 MW. Miðað við
lang tíma er betra að taka ekki meira en 10 til 15 lítra/sek. Ábúendur
í Skorra dal og sumarhúsaeigendur stofnuðu Hitaveitu Skorradals ehf.
3. mars 1996. Veitan var vígð laugardaginn 21. september 1996. Þórð-
ur Kristján Runólfsson (1896–1998), bóndi í Haga í Skorradal, tók
veit una formlega í notkun. Það var vel við hæfi, enda hafði hann náð
100 ára aldri nokkrum dögum áður, þann 18. september. Þetta sama
ár hætti Þórður búskap í Haga eftir 74 ár samfellt. Veitusvæði Skorra-
dals veitunnar er við Skorradalsvatn. Orkuveita Reykjavíkur (OR) bauð
oftar en einu sinni í veituna, en ekki varð af kaupum fyrr en 13. des-
ember 2006. OR tók við veitunni í ársbyrjun 2007. Aðveituæðin frá
hol unni var í fyrstu úr plastefni (polybutylene). Miðað við 90 °C heitt
vatn var vitað, að æð úr slíku efni entist ekki lengi. Það er staðreynd,
að plast dugar ekki fyrir meira en 70 til 80 °C heitt vatn. Sumarið og
haust ið 2008 stóð OR fyrir því að leggja nýja leiðslu úr stáli fyrstu 1.000
metr ana frá holunni. Undanfarin ár hefur vatnsvinnslan verið nálægt
300 þúsund m3 á ári. Miðað við nýtingu niður í 35 °C telst það vera um
60,6 TJ.
Hvammur í Skorradal. Sex hitaleitarholur og 1.237 metra djúp
vinnslu hola eru í Hvammi. Stéttarfélagið Efling (áður verkamannafélagið
Dags brún) lét bora holuna veturinn 2000. Hún gefur af sér mun minna
vatn en vinnsluholan á Stóru-Drageyri. Ekki veit ég, hvað hún sér mörg-
um húsum fyrir heitu vatni.