Borgfirðingabók - 01.12.2015, Blaðsíða 143
143
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2015
Jarðboranir hf. notuðu borinn Hrímni við verkið. Hrímnir er yfir leitt
notaður til þess að bora hitaleitar- og/eða kjarnaholur, þegar virkjana-
kostir vatnsafls eru kannaðir. Sumarið 2007 var lögð leiðsla frá borholu
að heimahúsum. Holan er um 900 metra frá íbúðarhúsinu og gefur
0,2–0,3 lítra af sjálfrennandi vatni, sem er 92°C heitt. Þegar hátt er í
Hvítá, eykst rennslið, og hitinn lækkar. Úlfar Harðarson (f. 1945) frá
Reykjadal í Hrunamannahreppi var verktaki við hitaveitulögnina.
GAMLI ÞVERÁRHLÍÐARHREPPUR
Helgavatn í Þverárhlíð. Hverinn á Helgavatni stendur undir hitaveitu
á Helgavatni, veiðihúsi við Þverá og á jörðinni Örnólfsdal. Vatnið er 74
°C heitt í hvernum. Leiðsla yfir Þverá að Örnólfsdal var lögð haustið
1991. Á öðrum legg úr sömu leiðslu eru Ásbjarnarstaðir og Sleggjulækur
í Stafholtstungum.
Hitaveita Þverárhlíðar fær vatnið frá hvernum á Helgavatni. Þess-
ir bæir tilheyra hitaveitunni: Arnbjargarlækur, Grjót, Hamar, Hamr ar,
Höfði, Högnastaðir, Hóll, Kvíar, Lindarhvoll, Norðtunga og Sigmundar-
staðir.
GAMLI STAFHOLTSTUNGNAHREPPUR
Varmaland í Stafholtstungum. Varmaland er úr landi Stafholtsveggja.
Jarð hiti er á yfirborði á Varmalandi. Margir Borgfirðingar þekkja
Veggja laug, Minnihverinn og Kvennskólahverinn. Mestur er hverinn
Veggja laug. Barnaskóli og sundlaug og húsmæðraskóli komu snemma á
Varma landi. Húsmæðraskólinn var talinn einn af bestu skólum lands ins
á sína vísu. Einnig risu þar gróðurhús. Þrjár borholur voru boraðar á
Varma landi með Höggbor 1 sumarið 1957. Aftur voru boraðar þrjár
hol ur með sama bor sumarið 1959. Vatn fékkst úr þremur holum, og
dugði það ásamt því vatni, sem var fyrir til húshitunar og í sundlaug ina.
Alls var rennslið, sem hægt var að nýta, um 8–9 lítrar/sek. af 84 til 100
°C heitu vatni. Jarðskjálfti í Borgarfirði vorið 1974 kann að hafa haft
áhrif á sprungur og misgengi á Varmalandi.
Árið 1977 eða 1978 var svo komið, að vatnsþörfin var orðin meiri
í kuldaköstum en framboðið var af heitu vatni. Einnig þrýsti á, að
langt var komið með nýtt félagsheimili fyrir sveitina, og til stóð að
stækka grunnskólann. Jón Þór Jónasson (f. 1935), bóndi og oddviti í