Borgfirðingabók - 01.12.2015, Blaðsíða 164

Borgfirðingabók - 01.12.2015, Blaðsíða 164
164 B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2015 í för, en bæði það að vegurinn niður í Straumfjörð var oft illfær og svo þurfti alltaf að sæta sjávarföllum. Þetta gerði mér oft mjög erfitt fyrir, en breyttist þó til hins betra þegar ég eignaðist bíl, en ég keypti mér notaðan Land-Rover jeppa árið 1967, og þá gat maður nú farið og gert ýmislegt sem ekki var möguleiki á fyrr. BREYTTIR TÍMAR Um aldamótin 1900 bar umhverfið í Straumfirði og nágrenni þess að mestu svipmót þess tíma sem verið hafði þar um aldir. Verslun Ásgeirs Eyþórssonar var að líða undir lok og verslunarhúsanna beið nýtt hlutverk á nýjum stað. Lágreistur bær og nokkrir kofar að mestu byggðir úr torfi og grjóti kúrðu í túninu í Straumfirði. Þessi hús og önnur þeim svipuð höfðu þjónað bændum þar um langan aldur. En fyrir þeim lá nú að víkja fyrir framförum nýrrar aldar. Og breytingar urðu einnig á fleiri sviðum. Á heimaeyjunni varð mun meiri gróska með auknum bústofni og ræktun. En aftur á móti sést nú greinilega, einkum við ströndina hvernig gróðurþekjan hefur blásið upp og naktir klettar sjást þar sem áður voru grónir balar. Sömu sögu er að segja um eyjar og sker í nágrenninu, þær voru margar grasi grónar og á þeim var lífleg lundabyggð en þær eru nú nánast frá því sem áður var, berangurinn einn og einungis skarfurinn sér ástæðu til að tylla sér þar niður. Nægir þar að nefna Þormóðsskerið, sem er um 3,7 sjómílur frá Straumfirði. Mikill munur er því á þessu frá því við komum í Straumfjörð árið 1939. Eflaust hafa fræðimenn einhverjar skýringar á þessu, en sennilegt er að lundinn eigi þarna mikla sök. Þessi skemmtilegi fugl er sjálfsagt með greftri sínum hálfgerður vargur í náttúrunni. En örugglega á kólnandi veðurfar á seinni hluta síðustu aldar samfara auknum uppblæstri mikla sök. Eftir að ég hætti búskapnum í Straumfirði fór ég á vertíðir bæði í Vestmannaeyjum og Grindavík og vann þannig mun meira utan heimilisins en ég hafði áður gert. Ég yfirgaf svo Straumfjörð að mestu og tók upp fasta búsetu í Borgarnesi uppúr 1980. Síðustu 10 ár starfsævinnar vann ég í steypustöð Loftorku í Borgarnesi. Straumfjarðareyjan er nú að mestu nýtt sem frístundasvæði, en Sigrún systir mín og Steinar Ingimundarson maður hennar hafa lengi vel verið með bústað þar. Þá hefur Bjarni sonur þeirra gert upp gamla íbúðarhúsið og notar það sem frístundahús, og yngri börn þeirra þau Svanur og Sigurlín hafa einnig komið sér upp sumarbústöðum í eyjunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244
Blaðsíða 245
Blaðsíða 246
Blaðsíða 247
Blaðsíða 248
Blaðsíða 249
Blaðsíða 250
Blaðsíða 251
Blaðsíða 252
Blaðsíða 253
Blaðsíða 254
Blaðsíða 255
Blaðsíða 256

x

Borgfirðingabók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Borgfirðingabók
https://timarit.is/publication/1750

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.