Borgfirðingabók - 01.12.2015, Blaðsíða 47
47
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2015
„...Enginn efi er á því, að menn eiga hér á bak að sjá einni af
mestu dugnaðarkonum þessa lands. Starfsþrekið og hreystin var
fram úr skarandi, samfara góðri greind og framúrskarandi listhæfi-
leikum, sem lýstu sér í handiðnum hennar. Afkastaði hún í þeim
efnum svo miklu, að undrun sætir [...].
Við andlát Sesselju var elsta barn hennar komið á fertugsaldur en það
yngsta aðeins fimmtán ára. Hún var jörðuð í Stafholti á sólbjörtum degi
fyrsta föstudag sumars. Halldór Helgason á Ásbjarnarstöðum í Staf-
holtstungum14 orti erfiljóð og fjöldi manna var viðstaddur jarðar för ina.
„Sýnilegt var að þeir mundu allir hafa viljað njóta sam fylgd ar henn ar
lengur.“ 15
Börn Sesselju og Jóns voru þessi og áttu fimm þeirra afkomendur, þau
Guðmundur, Jóhann, Guðrún, Rósa og Valbjörg:
Jón 1882-1882
Jón Júlíus 1883-1975, lengi bóndi á Birkibóli
Guðmundur 1885-1959, bóndi á Valbjarnarvöllum, flutti síðar með
dóttur sinni og tengdasyni að Einarsnesi
Guðmundur Jóhann 1887-1965, bóndi og veitingamaður í Forna-
hvammi, síðar bóndi á Valbjarnarvöllum
Guðrún 1888-1966, bjó í Borgarnesi (föðuramma höfundar)
Rósa (Pedersen) 1890-1970, bjó í Kaupmannahöfn16
Valbjörn 1895-1926
Valbjörg 1895-1971, bjó í Borgarnesi
Kristófer 1893-1960, bjó á Hamri við Borgarnes
Leifur 1901-1980, bjó í Borgarnesi
Að lokum skal aftur vitnað til orða Kristínar Ólafsdóttur: „Ekki vann
Sesselja utan heimilis. Ekki var hún forvígiskona í fjelagsmálum kvenna.
Aldrei sat hún á kvenfjelagsfundum eða þingum. [...] Hún vann verk
sinnar köllunar í kyrþey. Hún fórnaði allri starfsorku sinni, andlegri og
líkamlegri, til þess að gera börnin sín að góðum og nýtum mönnum.“
14 (1874-1961).
15 „Kunnugur“. 1917. Landið, 22. júní.
16 Rósa giftist dönskum manni og bar nafnið Pedersen. Hún bjó um tíma á Upsalagade 16, Kaup-
manna höfn og síðar á Österbrogade 84.