Borgfirðingabók - 01.12.2015, Blaðsíða 113
113
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2015
smiðju S. Helgasonar til að útfæra myndir og textauppsetningu. Óskar
Guðmundsson í Véum setti sam an texta til áletrunar.
Til að kynna framkvæmdina af kom endum Erlendar og Andreu, sem
orðnir eru fjölmargir, þótti ekki seinna vænna en að koma Erlendi á
Facebook. Þar var stofnaður hópur í nafni verkefnisins, svo afkomendur
gætu fylgst með framgangi verksins, deilt myndum og haft samband
sín á milli. Þetta reyndist prýðis leið til að ná til fólksins og var ekki
síst mikilvægur þáttur í því að fjármagna verkið, sem var kostað með
frjálsum framlögum frá afkomendum og öðrum velgjörðarmönnum.
Minnisvarðinn var smíðaður í steinsmiðjunni og fluttur tilbúinn til
uppsetningar að Sturlureykjum þann 6. ágúst, þar sem vaskir menn sáu
um að koma honum fyrir á Merkjaholtinu, hvar hann skyldi standa um
ókomna tíð.
Minnisvarðinn var afhjúpaður með viðhöfn þann 17. ágúst að við stöddu
fjölmenni. Til að afhjúpa minnisvarðann voru fengnar tvær nöfnur
Andr eu, Andrea Fanney Jónsdóttir afkomandi Hannesar Erlendssonar
Frá fundinum í Reykholti 2011. Efri röð
frá vinstri: Erla Hannesdóttir, Katrín
Helga Andrésdóttir, Davíð Pétursson,
Þor steinn Andrésson. Neðri röð f.v.: Sóley
Andrésdóttir, Andrés Jóhannesson, Snorri
Kristleifsson, Jón Gunnar Hannesson. Á
fund inum voru einnig Gísli Björnsson og
Jón Björnsson.
Frá fundi sem haldinn var á Sturlu reykj
um í júní 2014. Hópurinn stillir sér upp á
klöppinni þar sem minnis varðinn stendur
nú. Frá vinstri: Snorri Kristleifsson, Gísli
Björnsson, Erla Hannes dóttir, Davíð Pét
urs son, Jón Björns son, Ragnhildur Erla
Bjarna dóttir, Þor steinn Andrésson, Hann
es Bjarnason, Val gerður Björnsdóttir,
And rea Fanney Jóns dóttir og Rósa Óskars
dóttir.