Borgfirðingabók - 01.12.2015, Blaðsíða 37
37
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2015
hug minn til málsins. Svo
vildi til að ég var kunnugur
þess ari jörð og vissi hvaða
fólk bjó þar. Hafði unnið í
upp hafi sjötta áratugarins
við að leggja háspennulínu
um Andakíl, Bæjarsveit og
Reyk holtsdal og drukkið
kaffi næstum því á hverjum
bæ. Er ekki að orðlengja
það, að við Knútur ókum að Grjóteyri eftir hádegi, ræddum við ábú-
end ur, gerðum tilboð í jörðina og fengum afsal fyrir henni 1. júní. Þrjú
önn ur tilboð bárust, m.a. frá Krummafélaginu í Reykjavík, en það var
hóp ur karla, sem hugðist koma á fót einhverjum rekstri þarna. Okkar
til boð var ekki sagt hagstæðast, en var þó samþykkt af sérstökum ástæð-
um, að talið var.
Við hjónin tvenn deildum í upphafi með okkur íbúðarhúsinu og nut-
um fyrsta sumarsins saman í þeirri dýrð og dásemd sem íslenskt sumar
býður upp á. Við bjuggum í Reykjavík en vorum öllum frístundum á
Grjóteyri og höfðum háleitar hugmyndir og áform um nýtingu jarðar-
innar í framtíðinni. Þegar haustaði lögðust ferðir að Grjóteyri af um
hríð.
Um miðjan vetur, líklega í byrjun þorra 1969 datt okkur Knúti í
hug að fara uppeftir um helgi, skoða jörðina að vetrarlagi og gista þar
eina nótt. Segir ekki af ferðum okkar fyrr en við komum að Grjóteyri
á laugar dagskvöldi. Veður var stillt og þurrt en mikið frost og auð jörð.
Skýjað var og ekki skíma af tungli, kolsvartamyrkur. Það var kalt í
bænum, en hann var hitaður með rafmagnsþilofnum og þeir höfðu verið
á lægstu stillingu. Vatni var dælt í húsið með handdælu úr brunnholu
við Grjóteyrará, sem rennur skammt frá bænum, og veitt í tunnu sem
var á stokkum í kompu inn af eldhúsinu. Í þetta sinn kom ekkert vatn,
það var frosið í leiðslunum. Knútur var með kjúkling og rauðvínsflösku
í farteski sínu, en hvorugt var íslenskur hversdagsmatur á þeim árum og
hugðumst við gera okkur veislu úr þessu hráefni. Ég þvertek ekki fyrir
að viskýpeli kunni að hafa leynst með í för. Vatnslaust var í húsinu svo
við gengum með fötu niður að á að sækja vatn til eldamennskunnar.
Þykkur ís var yfir allri ánni og hvergi vök að sjá og engan snjó að finna
til að bræða. Við gerðum ráð fyrir að einhvers staðar rynni vatn undan
Auglýsing í Tímanum á sumardaginn fyrsta 1968.