Borgfirðingabók - 01.12.2015, Blaðsíða 52
52
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2015
Fyrst ætti að nefna naglana sem notaðir eru, þó þeir heyri ekki beint
undir smíðatól. Naglarnir sem notaðir eru nefnast „bátasaumur“. Báta-
saumurinn er mjög álíka þaksaumi en er dálítið sverari, eins er báta-
saumurinn mýkri en þaksaumur og betra að hnoða þá. Báta saumurinn
er galvaniseraður og endist því mjög lengi. Hann er að nokkru leyti
hand smíðaður , þ.e.a.s. leggurinn er vélsmíðaður en hausinn er hand-
smíð aður á. (K.G.) Um 350 sauma þarf í einn bát.
Þegar neglt er með saumnum er fyrst borað fyrir saumnum í gegn
um borðin eða böndin. Ef saumað er í gegn um bæði bönd og borð
er notaður stór saumur, eða 4“, en ef saumað er í gegn um tvö borð er
notaður 2“ saumur. Þegar búið er að bora í gegn um borðin eða böndin,
eftir því sem við á, er saumurinn rekinn í gegn. Hann má helst ekki
skrölta í falsinu, því þá er hætta á að hann kjagist. Þegar búið er að reka
sauminn í gegn er tala (sjá mynd) sett upp á legginn og hún rekin upp á
hann, eins langt og hún kemst, með því að stinga endanum á leggnum í
boru á svokölluðum viðhaldshamri (sem seinna verður lýst). Þegar talan
er komin upp að viðnum er endinn sagaður af með járnsög og hann
hnoðaður upp að tölunni með hnoðhamri. Það er til þess að varna því
að saumurinn gangi aftur í gegn þegar reyna fer á hann í straumnum.
Fyrsti saumurinn, sem rekinn er í bát, er kallaður jómfrú.
Nú skal vikið að hinum tólunum. Þá er fyrst að nefna hamrana.
Venjulega eru notaðir þrír hamrar, venjulegur klaufhamar, hnoðhamar
sem er notaður til að hnoða sauminn og svo viðhaldshamar. Viðhalds-
hamarinn er sleggja sem borað hefur verið í hausinn á (sjá mynd). Hann
er til þess að halda við töluna sem sett er á sauminn.
Næst er það vélborinn, sem tekið hefur við hlutverki gömlu sveifar-
boranna sem notaðir voru fram eftir öldinni. Með vélbornum eru boruð
göt fyrir saumana.
Við sögun á böndum og einstökum innviðum í bátnum er notuð svo-
kölluð boga- eða grindasög. Hún er eitt af þeim tólum sem haldið hafa
velli, því hún er nákvæmlega eins og hún var í upphafi. Grindasögin er
saman sett úr fimm mislöngum spýtum. Tvær og tvær eru jafnlangar og
ein styst. Minnsta spýtan liggur á milli tveggja lengri spýtna og er föst
við hana; sú spýta tengir saman allar spýturnar þrjár og er um 25 sm
löng. Fimmta spýtan er jafnlöng henni og er líka samsíða, hún tengir
tvær lengri spýturnar saman. Milli aflöngu spýtnanna þriggja liggur svo
sagarblað, sem viðurinn er sagaður með; það liggur í rauf í miðspýtunni