Borgfirðingabók - 01.12.2015, Blaðsíða 222
222
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2015
Stafholtstungum og Þórarinn (1905-1970), læknir í Reykjavík. Þórar-
inn skráði frásagnirnar hér að ofan þegar hann var 16 ára.
VEÐUR OG HRAKNINGAR
Eins og fram kemur í frásögnum er ekki ljóst hvort hrakningar Sveins
stóðu í tvo eða þrjá sólarhringa. Ekki er heldur öruggt um hvaða daga í
janúar 1886 nákvæmlega er að ræða. Sveinn sjálfur nefnir mánudag og í
vitnisburði hjónanna á Höll er þrettándinn nefndur til sögunnar, þá hafi
hann komið að Króki. Mánudagurinn næstur þar á undan er 4. janúar,
þrettándann 1886 bar upp á miðvikudag. Sé hvort tveggja rétt hafa
hrakningar Sveins ekki staðið nema í um 36 klukkustundir, frá miðjum
degi þriðjudaginn þann 5. og fram á kvöld þess 6. Öllum frásögnum
ber þó saman um að hrakningarnir hafi staðið tvo eða þrjá sólarhringa.
Tvö norðan- og norðaustan illviðri gengu yfir landið fyrstu dagana í
janúar 1886. Á milli þeirra var skaplegt veður. Á þessum tíma voru gerðar
veðurathuganir á Borðeyri27, þrjár athuganir á dag, kl. 8 að morgni, kl.
14 eftir hádegi og kl. 21 að kvöldi. Hiti var mældur, vindur metinn og
skýjahula athuguð. Sömuleiðis var athugað í Stykkishólmi. Athugunum
á þessum tveimur stöðvum ber mjög vel saman. Erfitt er hins vegar að
fella þessar athuganir að atriðum frásagnanna af hrakningunum.
Mikil hríð var sunnudaginn þann 3. og sömuleiðis fimmtudaginn 7.
janúar 1886. Fyrri hríðin var sú stríðari á stöðvunum tveimur, en sú síðari
er fræg í illviðrasögunni fyrir gríðarlegt tjón og mannskaða sem þá varð
um austan- og suðaustanvert landið, kallað Knútsbylur, eftir Knútsdegi,
7. janúar28. Um það tók Halldór Pálsson saman heila bók í flokki sínum,
27 Athugað var á Borðeyri 1882 til 1901. Þar var Valdemar Bryde kaupmaður skráður fyrir
athugunum á árunum 1882 til 1891, en þær voru samt trúlega gerðar af öðrum. Valde-
mar (1835 til 1902) er nú sennilega þekktastur fyrir að hafa ráðið Thor Jensen til vinnu
á Íslandi.
28 Helstu skemmdir í Knútsbyl urðu: Kirkja fauk á Kálfafellsstað, hjallar og skip skemmdust
víða á Austurlandi. Jarðir skemmdust af grjótfoki, um 800 fjár hraktist til dauðs, fiskhús
fuku, fjárhús rauf og bátar brotnuðu, sex manns urðu úti og níu drukknuðu á sjó. Í
Seyðisfirði tók fiskihús af grunni á Brimnesi, fjárhús fauk á Dvergasteini og hlaða í Vest-
dal og brotnuðu. Við Búðareyri í Reyðarfirði lágu 3 skútur fyrir akkerum og rak þær
allar í land og skemmdust meira og minna. Í Mjóafirði fauk norskt síldarveiðihús kennt
við Grasdal. Bátur fórst frá Norðfirði með fjórum og norskur síldveiðibátur með fimm
mönnum fórst á Reyðarfirði. Bræður frá Borgum Reyðarfirði urðu úti og fé fórst. Á
Hér aði urðu stórskaðar af veðrinu, þar urðu fjórir menn úti og fjöldi fjár týndist, þrír