Borgfirðingabók - 01.12.2015, Blaðsíða 215
215
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2015
út að Melum en þar tók ég móti skjóðu með þýskri orðabók í, sem séra
Jón átti að fá.
Daginn eftir fór ég að Stað og tók á móti rittunum 7 og hófölum
með stálaugum. Hélt svo sem leið lá að Grænumýrartungu. Ég varð
fyr ir því óhappi að vaða í annan fótinn er ég fór yfir Hrútafjarðará en
ég hnoð aði snjó svo ég blotnaði lítið. En þá varð ég fyrir því óhappi að
tapa einum vettling mínum og hafði úr því tvo vettlinga á annarri hendi
en aðeins einn á hinni. Klukkan mun hafa verið um eitt er ég kom að
Grænu mýrartungu og vildi karlinn þar, að nafni Árni4, að ég yrði kyrr
því veður var þungbúið og laus snjór í mitt læri.
Ég lagði svo upp og segir ekki af ferðum mínum fyrr en ég kom upp
hjá Miklagili að skellur á stórhríð með ógurlegri norðanveðurhæð svo
að ekki sá út úr augunum og frostið herti þá að sama skapi. Ég reyndi
að setja á mig vindstöðuna og stefndi norðarlega, vildi reyna að forðast
Grákollugilin5, því ég óttaðist fyrir að hrapa í þeim, en brátt vissi ég
ógerla hvar ég fór en alltaf hélt ég þó áfram nokkuð, en reyndi þó að
hafa hugboð um leiðina. Dagur leið og nóttin líka. Ég stoppaði oft og
barði mér til hita.
Ofsinn hélst eins næsta dag og var ekki hægt að grilla í nokkurt kenni-
merki. Ekkert man ég svo meir hvað tíma leið, en einlægt hélt ég á mér
hita. Einu sinni hrapaði ég eitthvað en missti þó ekki meðvitund, eða
meiddist, en þá tapaði ég af mér kassanum og gat alls ekki fundið hann.
Þótti mér það illt, en svo búið varð að standa. Hálf sljór og hungraður
man ég að ég stóð undir stórum steini og barði mér til hita. Ég fór þá
að hugleiða að best væri að vera ekki að þessu lengur og réttast væri að
fleyga sér niður og deyja. Mun á mig hafa sótt þreytumók þar sem ég
stóð, þá allt í einu heyrðist mér sem sagt væri: „Haltu áfram Sveinn! Þú
hefir aðeins lifað helming lífshlaups þíns!“ Ég sem glaðvaknaði og allt
mók rann af mér og ég hélt af stað.
Ég kom þá að svo nefndu Hellisgili og þekkti mig þá ég kom ofan að
Blesastöðum6 og fannst þá sem ég myndi geta gengið suður að Kvíum,
en þar eða Helgavatni vildi ég helst vera, því ég fann ég var kalinn.
Ég hélt þó að Króki og var tekið móti mér eftir því sem föng voru til.
4 Árni Einarsson (d. 1893) bóndi í Grænumýrartungu, áður á Kjörseyri. Drukknaði í síki
skammt frá Melum ásamt hesti sínum.
5 Við Austurá, austur af Heiðarsporði.
6 Blesastaðir eru á Hellisdal. Að sögn Landnámu nam þar land og bjó Þorbjörn blesi.