Borgfirðingabók - 01.12.2015, Blaðsíða 176
176
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2015
vegavinnumenn á kvöldin. Sjö stúlkur nutu kennslu í Lundalaug. Árið
eftir var ákveðið að sameina sundkennsluna í Veggjalaug. Áður en til þess
kom þurfti að ráðast í endurbætur á lauginni því veggur hennar hafði
sprungið. Nokkrir félagsmenn unnu að því einn virkan dag og var talað
um að 12 dagsverk hefðu farið í viðgerðina. Um vorið voru 8 nemendur
á sundnámskeiðinu, allt strákar, og auk þess 18 vegavinnumenn á
kvöldin. Árið eftir, 1914, nutu 12 piltar sundkennslu og 4 stúlkur.
Námskeiðin stóðu yfir í 12 daga. Nemendur komu úr Stafholtstungum
og nágrannasveitum og einnig úr Borgarnesi enda engin sundlaug
þar og erfitt að kenna sund í sjónum. Margir eldri Borgnesingar eiga
minningar frá sundnámskeiðunum í Veggjalaug, bæði torflauginni og
steinsteyptu lauginni sem leysti hana af hólmi 1932. Foreldrarnir komu
börnunum fyrir á bæjunum í kring. Á Stafholtsveggjum voru til dæmis
stundum 2-3 strákar úr Borgarnesi á meðan sundnámskeiðin stóðu
yfir, að sögn Jóhannesar Þorbjarnarsonar. Vegalengdirnar voru ekki að
þvælast fyrir börnum og unglingum í þá daga, gengið á milli kvölds og
morgna. Jóhannes segir að um 1930 hafi fólkið farið að vera í tjöldum.
Nemendur voru á ýmsum aldri, eins og sjá má á sundskýrslum og
sund bókum bræðranna Jóns Ásgeirs og Gissurar Brynjólfssona en þær
eru varðveittar í Hlöðutúni. Á árinu 1935 var Erla B. Daníelsdóttir
yngsti nemandinn, 6 ára gömul, en elst var Ingveldur Teitsdóttir, 34 ára.
Bjarni Bachmann var eitt þeirra Borgarnesbarna sem sótti sund-
nám skeið á síðustu árum torflaugarinnar og fyrstu árum þeirrar nýju.
„Okkur var komið fyrir á bæjum í sveitinni, ég var í Bakkakoti hjá
kunn ingjafólki foreldra minna. Ég man að aðrir voru til dæmis á Staf-
holts veggjum og í Hjarðarholti. Einnig fóru mæður og gistu í tjöldum
með sínum og fleiri börnum. Móðir mín fór með mig eitt vorið í tjald.
Var tjaldað þar sem íbúðar- og verslunarhúsið er nú. Þar fyrir neðan var
glímu flöt. Sundnámskeiðið stóð yfir í að minnsta kosti viku og voru
20-30 börn úr Borgarnesi, Stafholtstungum, Þverárhlíð og víðar að á
því.“ (Samtal 1992.)
Nokkur kennsla í íþróttum fór fram samhliða sundkennslunni. Glíma
var æfð á flöt sem ungmennafélagar sléttuðu skammt frá sundlaug inni.
Á sunnudögum á sumrin mæltu ungmennafélagar sér stundum mót til
íþróttaæfinga eða skemmtana þannig að þarna var annað heimili fél-
agsins til hliðar við fundaraðstöðuna sem var á Hlöðutúnsholti.
Sund var fyrsta málefnið sem rætt var eftir stofnun Ungmennafélags
Stafholtstungna, á eftir lögum og fundarsköpum félagsins, rifjar Jó-