Borgfirðingabók - 01.12.2015, Blaðsíða 160
160
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2015
því sjónum að bráð. Til viðbótar við hefðbundinn kúa- og kindabúskap
voru hestarnir líka alveg nauðsynlegir í Straumfirði, þeir voru sannarlega
„þarfasti þjónninn“. Yfirleitt voru um sex hestar heima, og þar af tveir
vagnhestar. Þeir voru notaðir við alla túnavinnu og aðdrætti á landi allt
þar til pabbi kaupir sér dráttarvél árið 1956, Deutz 11 hestafla. Það var
geysilegur munur við öll störf við búið, nær öll vinna sem áður þurfti
hesta við var nú framkvæmd með dráttarvélinni.
HLUNNINDI OG VARGDÝR
Hlunnindi í eyjunni og nágrenni hennar voru talsverð. Pabbi reri til
fiskj ar á bátnum sínum og með honum voru oftast bændur úr nágrenn-
inu. Þeir skiptu alltaf aflanum jafnt, en pabbi tók engan aflahlut fyrir
bátinn. Í Straumfirði var alltaf sleginn lundi á sumrin og eitthvað af
honum var selt. Þá var tekin kofa, söltuð og aðallega borðuð heima.
Pabbi var góð skytta og afar öruggur í meðferð skotvopna. Hann skaut
talsvert af sel og það geigaði aldrei skot hjá honum. Þetta var nú aðallega
til heimilisins en bæði selkjötið og spikið var saltað og geymt til vetrarins.
Stundum reykti hann líka selkjötið. Saltað selspik var líka mikið notað
sem viðbit með saltfiski, svo voru selshreifarnir lagðir í súr og stundum
hluti af spikinu líka. Þetta var allt saman herramannsmatur. Selurinn
var verkaður þannig að hann var fleginn, mikla alúð þurfti að leggja
í þetta og varast að skemma ekki skinnin því verð á þeim var framan
af mjög hátt. Hæsta verðið var af vorselnum þegar hann var nýfarinn
úr hárunum. Eftir fláninguna varð að skafa skinnið. Pabbi gerði þetta
þannig að hann lagði skinnið á hné sér og skóf það með vasahnífnum.
Ég var stundum að hjálpa honum við þetta en fékk yfirleitt ekki mikið
hól fyrir, var satt að segja hálfgerður klaufi við þetta. Eftir þá verkun voru
skinnin lögð í saltpækil í nokkra daga og að því loknu voru þau lögð
saman tvö á holdrosann, brotin saman og bundin í böggul. Stundum
voru þau seld þannig, en hærra verð fékkst fyrir skinnin þurrkuð og var
þá reynt að verka þau frekar svoleiðis. Þá voru þau tekin úr pæklinum og
spýtt sem kallað var, þ.e. þau voru strengd á fleka eða jafnvel á húsgafl,
strekkt vel á og negld þannig föst og þurrkuð, það gat tekið svona um
vikutíma þar til skinnin voru orðin gegnþurr, en þá var þeim rúllað upp
til geymslu eða þá beint til innleggs. Æðarfuglinn verpti talsvert mikið
í Straumfirði fyrr á árum. Tölur eru til frá árinu 1933 um 26 kg af
teknum æðardún í Straumfirði. Eftir að við komum í Straumfjörð hefur