Borgfirðingabók - 01.12.2015, Blaðsíða 138
138
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2015
tryggði ekki, að héraðsskóli var byggður þar á árunum 1930-1931 –
heitt vatn í Skriflu kom þar einnig til og gaf ódýra húshitun. Á þessum
árum var horft til þess að nýta jarðhitavatn til húshitunar og losna undan
kolakaupum, sem kostuðu gjaldeyri, sem alltaf var af skornum skammti.
Löngu síðar kom þörf hér á landi til að ná í heitt vatn og losna undan
olíu og rafmagni til húshitunar. Lengi dugði vatnið úr Skriflu og Dynk
í húshitunina í Reykholti, þrátt fyrir að mikið væri byggt.
Yfirleitt er auðveldara að taka heitt vatn í hitaveitu úr vinnsluholu
heldur en úr hver og/eða laug. Vinnsluhola var ekki boruð í Reykholti
fyrr en í febrúar og mars 1974. Verkkaupi var Framkvæmdadeild Inn-
kaupastofnunar ríkisins, en verktaki Jarðboranir ríkisins. Holan var
boruð með Mayhew-bornum. Árni Guðmundsson (f. 1945) frá Arnar-
bæli í Grímsnesi var borstjóri. Holan er rétt sunnan við gömlu gróð ur-
húsin, 251,4 metra djúp og gefur í sjálfrennsli 15–20 lítra/sek. af 128
°C heitu vatni. Hún er með 10¾” fóðringu, sem er steypt föst nið ur á
18 metra. Ef önnur vinnsluhola yrði boruð á staðnum, þá er spá mín, að
hún yrði fóðruð dýpra. Dynkur þornaði alveg við borunina, og áber andi
minna vatn er nú í Skriflu.
Varmaland í Reykholti. Björn Ólafsson (1912–1971) var lengi garð-
yrkjubóndi á Varmalandi. Heitt vatn úr Dynk og Skriflu var notað í
gróðurhúsin. Sumarið 1962 boraði Björn með heimasmíðuðum bor
16 metra djúpa holu. Haustið 1963 fékk hann Jarðboranir ríkisins til
þess að bora með Franks-bornum holu 52 metra djúpa. Franksholan
heppn aðist að einhverju marki. Borstjóri var áðurnefndur Jón Sölvi
Ögmunds son frá Kaldárhöfða.
Breiðagerði úr landi Breiðabólsstaðar í Reykholtsdal. Vísir að
þéttbýli er í landi Breiðabólsstaðar næst merkjunum við Reykholt. Auk
Breiðagerðis eru þar Akurgerði, Lindarbær og Litlihvammur. Með Sulli-
van-bor frá Jarðborunum ríkisins var í desember 1962 boruð þar 27
metra djúp og líklega 3⅛” sver hola fyrir neðan fóðringu. Um 2 lítrar/
sek. af yfir 90 °C heitu vatni fást úr holunni. Sullivan-borinn var gerður
til þess að bora 76 mm sverar kjarnaholur, en einnig mátti nota litlar
tann hjólakrónur.
Ólafur Magnús Tryggvason (1905–1992), verkstjóri hjá RARIK, er
skráður verkkaupi í Borholuskrá Orkustofnunar. Sonur Ólafs verkstjóra,
Ólafur Tryggvi Ólafsson (f. 1933), boraði holuna. Ekki þekki ég,
hvernig þeir feðgar tengdust staðnum. Ég veit, að þessi hola dugar enn
og gefur heitt vatn í húshitun á áðurnefndum húsum og einnig heima á