Rökkur - 15.05.1922, Blaðsíða 5

Rökkur - 15.05.1922, Blaðsíða 5
51 og hamröm, vígaleg, sækirðu í vindinn. Þú hræið leggur hjá hreiðrinu forna, þars hrakviðrin sál þmni gamalli orna. (’20> i Nótt. Kveikt er á bæjum. Næðir nöpur næturkylja og leggur hylinn. Þrammar kerling um dalinn döpur, dauðköld, langar í stofuylinn. Gamla Stína með staf í hendi stikar drjúgum og blæs í góma. Starir á þenna ljósaljóma, er litar rúðurnar, aldrað kvendi. Slökt er á bæjum. Nóttin nöpur náblæjum sveipar dalinn víða. Engin var stund svo dauðadöpur, dignaði Stína og fyltist kvíða. Hallaði sér að stórum steini ‘ Stína og hvíldi beinin lúin. Fyrrum unni hún ungum sveini, í ellinni var hún gæfu rúin.

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.